Helgafell - 01.12.1953, Qupperneq 14

Helgafell - 01.12.1953, Qupperneq 14
12 HELGAFELL hennar, því að fólkinu þarna finnst auðmýkjandi að taka greiðslu fyrir gestrisni sína. En vera má, að breyting hafi orðið á siðum og háttum á fslandi á því 41 ári, sem liðið er frá því þessi saga gerðist. Frá Haukadal héldum við til hins mikla Geysis og tjölduðum þar. Hversu iengi við' stæðum hér við, var undir duttlungum hversins komið, þar eð við höfð'um ákveðið að sjá hann gjósa. En í umhverfinu var fátt, sem freistaði til lengri dvalar en þörf gerðist, því að það var næsta gróðurlítið og ömurlegt. I nánd við Geysi og aðra hveri þama var ekki stingandi strá. Gosið kemur upp um víða holu í miðju skálar, sem er tóm milli gosa, en um- hverfis eru útfellingar úr hveravatninu. Tulkurinn fyllti tepottinn okkar í sjóðheitum smaragðsgrænum polli með því að leggjast á grúfu og seilast niður fyrir bakkann, sem búast mátti við að væri ótraustur. Þetta reyndist eitt allra bezta te, sem við höfðum bragðað. Eg gat ekki varizt brosi, þegar félagi minn drakk svo marga bolla, að ég minntist ósjálfrátt Wellers gamla í „Pickwick Papers“ eftir Dickens. Um klukkan ellefu fór að húma, og gengum við þá til hvílu í tjaldinu og vorum steinsofnaðir, þegar túlkurinn hrópaði, að nú færi Geysir að gjósa. Ilann hafði heyrt hávaða niðri í jörðinni, eins og verið væri að berja gólf- dúka, og þegar við vöknuðum, heyrðum við hann líka. Eftir andartak vor- um við komnir út; veðrið var milt og nú gerðist æ heitara hjá okkur því ineira sem upp vall af sjóðandi vatninu, og ekki blakti hár á höfði. Hæst hefur vatnið líklega komizt um 60 fet í loft upp, og gosið varaði í tíu mínút- ur. Hefðum við þurft að bíða þessarar sýningar í marga daga, geri ég ráð fyrir, að við hefðum orðið fyrir vonbrigðum. Nú var klukkan fimm, svo við lögðumst ekki fyrir aftur, heldur fengum okkur heitt bað í vatninu, sem rann í lækjum út frá skálinni og gátum ráðið baðhitanum sjálfir, því að vatnið varð þeim mun kaldara sem fjær dró skálinni. Síðar um morguninn tókst okkur að reita Strokk til reiði með því að troða hnausum í gin hans. Þetta var vandi ferðamanna, og brást þá ekki, að hann ældi sjóðheitri forargusu með miklum gauragangi. Við höfðum svo nauman tíma, að engin leið var til þess að kynnast jafnvel suðurhluta landsins einum nema mjög svo lauslega. Oræfin inni í miðju landinu gátum við ekki séð, en þar eru hundruð fermílna þakin hrauni og eldfjallaösku. Aftur á móti sáum við hinn mikla foss, Gullfoss. Allar ár eru þarna straumharðar, ekki sízt Hvítá, sem um þetta leyti árs er mjög vatnsmikil, sökum þess að snjórinn er þó að bráðna í Amar- fellsjökli. Skammt fyrir ofan Gullfoss brunar hún niður 40 feta. háa kletta- brekku og snarbeygir síðan að brúninni, þaðan sem fossinn steypist 150 fet niður í úðahulið djúpið. Félagi minn, sem var verkfræðingur, gizkaði á, að breidd fossins væri 300 fet. Að stærð virðist honum svipa til smærri hlutans af Niagarafossunum, en árfarvegurinn og lögun fossins minnir á Zambezi- fossana. Blágrýtisfleygur klýfur fossinn í tvennt, en sú klofning nær aðeins skammt upp fyrir brúnina. Það er mikilfengleg sjón að horfa á þann vatns-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.