Helgafell - 01.12.1953, Page 22

Helgafell - 01.12.1953, Page 22
20 HELGAFELL Norðurlöndum Kófust borgir þegar á víkingaöld. Öll ytri menning stóð þar og stendur enn með meiri glæsileik en hér hjá oss, þótt bilið hafi mjókk- að mjög síðustu áratugina, en á and- legu sviði skákuðu „feðumir frægu“ hallarbúum norrænna borga og herra- setra. Yfirburðir andlegrar íslenzkrar menningararfleifðar fá skýra viður- kenningu í 8. bindi hinnar norrænu menningarsögu, en þessi viðurkenning er að miklu leyti að þakka einum manni, Sigurði Nordal, ritstjóra bind- isins. Vandasamt mat Islendingum hættir til að halda að lítið hafi verið samið og skrifað á Norðurlöndum á blómaskeiði miðalda nema hér úti. Þetta er auðvitað mis- skilningur. Danir, Norðmenn og Svíar eiga sér álitlegar bókmenntir frá þessu tímabili og hafa orðið skriftlærðir á undan Islendingum. Á vísu hefur hér verið skrifað fyllilega jafnmikið af bókmenntum í bókstaflegri merkingu, en ekki miðað við fólksfjölda, eins og annars staðar á Norðurlöndum á 12 og 13. öld, en þó er það hvorki magn- ið né fegurð handritanna, sem skipar íslenzkum miðaldabókmenntum í önd- vegi. Þótt mörg íslenzk miðaldahand- rit séu fagurlega rituð og lýst, þá standa þau yfirleitt erlendum handrit- um frá sama tíma að baki að ytra frá- gangi. Einna frægasta íslenzka mið- aldahandritið er Flateyjarbók frá því um 1390. Þessi konungsgersemi er hálfljótur gripur, ekki meira en í með- allagi skrifuð með klúrum lýsingum. Hún er rómanskur síðgotungur og heimild um stöðnun og afturför í list- um sé miðað við eldri íslenzk handrit. Hér er því sem annars staðar, að ls- lendingar eiga fáa kjörgripi, sem ganga í augun sökum ytri glæsileiks. Mat andlegra verðmæta er miklu meiri vandkvæðum bundið en þeirra, sem mölur og ryð fá grandað. Virð- um við fyrir okkur kirkjubyggingar á Norðurlöndum og Islandi, liggur í aug- um uppi, að norskar, danskar og sænskar kirkjur eru margfalt glæsi- legri en þær íslenzku, þótt torfkirkjan á Víðimýri sé e. t. v. jafnraungöfugt guðshús og dómkirkjan í Hróarskeldu. Samanburður slíkra verka verður okk- ur Islendingum aldrei hagstæður, hve mjög sem við reynum að sveipa okk- ur rómantískum hjúpi heiðursfátæktar. En tökum við Danmerkursögu Saxa grammatíkusar, Heimskringlu Snorra og Historiam Norvegiæ, þá verður allt mat torveldara. Erlendu sagnameistar- arnir eru engu síðir lærðir á vísindi samtíðarinnar en Snorri Sturluson, en það er ekki lærdómurinn, ekki þekk- ingin, heldur listin, frásagnarsnilldin og lífsviðhorf höfundar, sem máli skiptir. Islenzkar fornbókmenntir hafa sígildar frásagnir að geyma um mann- lífið, þær nálgast að vera „moderne . og óspillt nútíðarfólk getur lesið þ®r sér til ánægju, en slíkt verður yfirleitt ekki sagt um bókmenntir hinna Norð- urlandaþjóðanna frá Scirna tíma. Þser eiga flestar einungis erindi til fræði- manna, þó er Saxi þar allmikil undan- tekning. Gullaldarglaumur og þjóSernisstefnur Islenzkar fornbókmenntir hafa vald- ið fræðimönnum ærnum heilabrotum um alllangt skeið. Þegar á 16. öld komust nágrannaþjóðirnar á snoðir um, að á Islandi væri að finna forn- ar bækur með fróðleik um liðna at-

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.