Helgafell - 01.12.1953, Qupperneq 22

Helgafell - 01.12.1953, Qupperneq 22
20 HELGAFELL Norðurlöndum Kófust borgir þegar á víkingaöld. Öll ytri menning stóð þar og stendur enn með meiri glæsileik en hér hjá oss, þótt bilið hafi mjókk- að mjög síðustu áratugina, en á and- legu sviði skákuðu „feðumir frægu“ hallarbúum norrænna borga og herra- setra. Yfirburðir andlegrar íslenzkrar menningararfleifðar fá skýra viður- kenningu í 8. bindi hinnar norrænu menningarsögu, en þessi viðurkenning er að miklu leyti að þakka einum manni, Sigurði Nordal, ritstjóra bind- isins. Vandasamt mat Islendingum hættir til að halda að lítið hafi verið samið og skrifað á Norðurlöndum á blómaskeiði miðalda nema hér úti. Þetta er auðvitað mis- skilningur. Danir, Norðmenn og Svíar eiga sér álitlegar bókmenntir frá þessu tímabili og hafa orðið skriftlærðir á undan Islendingum. Á vísu hefur hér verið skrifað fyllilega jafnmikið af bókmenntum í bókstaflegri merkingu, en ekki miðað við fólksfjölda, eins og annars staðar á Norðurlöndum á 12 og 13. öld, en þó er það hvorki magn- ið né fegurð handritanna, sem skipar íslenzkum miðaldabókmenntum í önd- vegi. Þótt mörg íslenzk miðaldahand- rit séu fagurlega rituð og lýst, þá standa þau yfirleitt erlendum handrit- um frá sama tíma að baki að ytra frá- gangi. Einna frægasta íslenzka mið- aldahandritið er Flateyjarbók frá því um 1390. Þessi konungsgersemi er hálfljótur gripur, ekki meira en í með- allagi skrifuð með klúrum lýsingum. Hún er rómanskur síðgotungur og heimild um stöðnun og afturför í list- um sé miðað við eldri íslenzk handrit. Hér er því sem annars staðar, að ls- lendingar eiga fáa kjörgripi, sem ganga í augun sökum ytri glæsileiks. Mat andlegra verðmæta er miklu meiri vandkvæðum bundið en þeirra, sem mölur og ryð fá grandað. Virð- um við fyrir okkur kirkjubyggingar á Norðurlöndum og Islandi, liggur í aug- um uppi, að norskar, danskar og sænskar kirkjur eru margfalt glæsi- legri en þær íslenzku, þótt torfkirkjan á Víðimýri sé e. t. v. jafnraungöfugt guðshús og dómkirkjan í Hróarskeldu. Samanburður slíkra verka verður okk- ur Islendingum aldrei hagstæður, hve mjög sem við reynum að sveipa okk- ur rómantískum hjúpi heiðursfátæktar. En tökum við Danmerkursögu Saxa grammatíkusar, Heimskringlu Snorra og Historiam Norvegiæ, þá verður allt mat torveldara. Erlendu sagnameistar- arnir eru engu síðir lærðir á vísindi samtíðarinnar en Snorri Sturluson, en það er ekki lærdómurinn, ekki þekk- ingin, heldur listin, frásagnarsnilldin og lífsviðhorf höfundar, sem máli skiptir. Islenzkar fornbókmenntir hafa sígildar frásagnir að geyma um mann- lífið, þær nálgast að vera „moderne . og óspillt nútíðarfólk getur lesið þ®r sér til ánægju, en slíkt verður yfirleitt ekki sagt um bókmenntir hinna Norð- urlandaþjóðanna frá Scirna tíma. Þser eiga flestar einungis erindi til fræði- manna, þó er Saxi þar allmikil undan- tekning. Gullaldarglaumur og þjóSernisstefnur Islenzkar fornbókmenntir hafa vald- ið fræðimönnum ærnum heilabrotum um alllangt skeið. Þegar á 16. öld komust nágrannaþjóðirnar á snoðir um, að á Islandi væri að finna forn- ar bækur með fróðleik um liðna at-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.