Helgafell - 01.12.1953, Síða 25

Helgafell - 01.12.1953, Síða 25
SAGA FORNBÓKMENNTANNA 23 bókmenntum og listum og verður gagn- tekinn af frönskum bókmenntum, þeg- ar hann á að vera að semja álnarþykk verk, ólæsileg heilbrigðu fólki, um ís- lenzka fornfræði. Hann hafði alla burði til þess að verða annar Andreas Heusler í norrænum fræðum, en hann fetaði lítt í fótspor cneistarans. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að að- albrautryðjandi skynsem isstefnunnar, franski sagnfræðingurinn og fagur- fræðingurinn H. Taine, sé miklu skyldari beztu höfundum íslenzkra fornsagna en norrænir og þýzkir rýn- endur þeirra, og Ernst Renan, franski rithöfundurinn, verður eftirlætishöf- undur hans um skeið. Þannig fellur Nordal ekki í mót málfræðinga og rit- skýrenda, því að hann verður fyrir sterkustum áhrifum frá rithöfundum og fræðimönnum í menningarsögu. Á þessum þroskaárum er Nordal farið á svipaðan hátt og æskumanni, sem er beitbundinn að frænda ráði ættgöfugri yngismey, en hugur hans stendur ekki bl kvonbæna. Hann er bundinn ís- lenzkum fræðum og íslenzkri þjóð, hvað sem hugur hans girnist, og geng- ur þeim á hönd, en fer annars eigin götur. Alvæddur fræðum frönsku skynsemisstefnunnar og vestrænnar bugsæisstefnu gerist bann prófessor í islenzkum bókmenntum við háskóla Islands. Höfuðverk Nordals hefur verið að skýra íslenzkar bókmejintir sem menn- lugarfyrirbæri og skilgetin afkvæmi ^slenzka þjóðveldisins. Hann hefur skýrt þaer se.m lifandi listaverk, sköp- uð af íslenzku þjóðinni, en ekki sem steingervar minjar forns germansks uuda, og rakið þróun þeirra og hrörn- un og samhengi íslenzkra bókmennta að fornu og nýju. 1 ritgerð sinni um sögurnar í 8. b. N. K. gerir hann grein fyrir þróun sagnaritunarinnar og skip- ar sögunum í tímaröð. Þannig leggur hann grundvöll að raunsæju mati á þessum bókmenntum. Með ræðum og riturn hefur hann aukið hróður íslenzkr- ar menningar og komið því til leiðar, að íslenzk fræði eru nú víða kennd við erlenda háskóla sem lifandi vísindi í stað dauðrar fornfræði áður. Ymsir Islendingar hafa aldrei verið öldungis ánægðir með Nordal se.m and- legan leiðtoga sinn, af því að þeir eru lítt heimspekilega þenkjandi. Þeim hef- ur fundizt hann of lítill fræðimaður og saknað bóka frá honum fullra ártala og mannanafna. En hvar stæðu ís- lenzk fræði hér og erlendis, hefði hann einungis orðið annar Finnur Jóns- son, að Finni Jónssyni ólöstuðum ? Að vonum hefur Nordal notið mestrar hylli í hinum engilsaxneska heimi. Þar hefur kenningum hans frá upphafi verið vel fagnað, og í Englandi hefur hann eignazt marga afburðaimenn sem aðdáendur við háskóla landsins. Einn þeirra, G. Turville-Petre í Oxford, gaf út á þessu ári íslenzka bókmenntasögu á enska tungu, vandað og veglegt rit. Þar er klerklegum bókmenntum þjóð- veldistímans gerð mjög góð skil. ís- lenzk fræði hafa notið þess í Eng- landi, að Englendingar eru klassísk- menntuð þjóð, sem þarf ekki að leggj- ast jafnlágt Þjóðverjum í sjálfsblekk- ingu. Nordal hefur verið aflvaki mik- illar starfsemi í íslenzkum fræðum og öflugrar landkynningar, enda þótt hann hafi vandað rit sín að því skapi meir, sem þau hafa verið færri. Þeim, sem þetta ritar, er ókunnugt, hvaða af- stöðu Þjóðverjar hafa tekið til kenn- inga Nordals, en á Norðurlöndum feta fræðimenn gætilega ofan úr hæðum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.