Helgafell - 01.12.1953, Qupperneq 29
Gunnar Gunnarsson
Heiðaharmur — Sálumessa
Nútíma íslenzk skáldsagnaritun get-
ur ekki talizt gömul. Eftir að ritun
fornsagna lýkur er vart ucn neitt að
ræða sem talizt getur sjálfstæð skáld-
sagnaritun, þar til um miðja 19. öld að
sagnaritun hefst á ný með sögum Jóns
Thóroddsen, Á þeirri öld, sem síðan
er liðin, hefur íslenzk sagnaritun þró-
azt svo, að nokkur íslenzk sagnaskáld
hafa unnið sér viðurkenningu víða um
lönd. Og svo er komið að við eigum
nu allmörg skáldrit frá þessum tíma,
se.m fyllilega eru frambaerileg hvar sem
er. í hvaða landi sem er. Islenzkum rit-
höfundum hlýtur alltaf að verða að
ymsu erfitt að vinna sér frægð út um
heim. Islenzk tunga er lesin af fáum
utan íslands, svo að íslenzkur höfund-
ur, sem vill ná augum og huga almenn-
lngs meðal hinna stærri þjóða, verður
annaðhvort að láta þýða bækur sínar
a erlent tungumál, eða þá beinlínis að
semja bækur sínar á erlendu máli.
Nokkur íslenzk skáld hafa valið sér
bessa síðarnefndu leið. Erfið hlýtur sú
hraut að vera og ekki öllum hent. Það
eitt, að ná svo miklu valdi á erlendu
máli að geta samið á því sögur, án
þess að fundið verði að meðferð tung-
unnar, það er þrekvirki eitt sér. En
uteira þarf til. Meðal stærri þjóða hlýt-
Ur að vera meiri samkeppni á þessum
f'höum se>m öðrum þótt fleiri verði í
eim hópi, Sem fram úr skarar. Sá,
Sem vill vinna sér rithöfundarfrægð
með erlendri þjóð, verður að kornast í
þennan úrvalshóp og standast þar sam-
keppni.
Einn þeirra Islendinga, sem þessa
frægðarbraut hafa þrætt og náð þar
hvað glæsilegustum árangri, er Gunn-
ar Gunnarsson. Hann leitaði ungur til
Danmerkur, háði þar sína baráttu og
vann glæsilegan sigur og taldist með-
al öndvegishöfunda sinnar samtíðar í
Danmörku. Eftir rúmlega 30 ára dvöl
þar sneri hann heim aftur árið 1939 og
gerðist íslenzkur stórbóndi um nokkurt
skeið. Ekki var það þó ætlun hans að
leggja frá sér pennann og hefur sitt
hvað komið frá hans hendi síðan og
enn á hann vafalaust margt og mikið
ósagt. Hann hefur og sýnt okkur það,
að þrátt fyrir áratuga dvöl erlendis hef-
ur hann á valdi sínu svo kjarngott ís-
lenzkt mál, að í því efni stendur hann
öðrum íslenzkum rithöfundum fyllilega
á sporði.
Gunnar Gunnarsson er fyrir löngu
orðinn svo þekktur og viðurkenndur
rithöfundur bæði heima og erlendis, að
fram hjá honum verður ekki gengið,
þegar minnst er helztu skálda Norður-
landa. Það gegnir því nokkurri furðu,
hve tiltölulega lítið hefur verið ritað um
hann og verk hans, hér á landi, sér-
staklega á fyrri árum. Skýringin er að
nokkru leyti sú, að hann starfaði er-
lendis og ritaði á erlendu máli og bæk-
ur hans yfirleitt ekki þýddar jafnóðum
á íslenzku. Að vísu skilur mikill fjöldi
manna hér mál það, er hann ritaði á,