Helgafell - 01.12.1953, Page 32

Helgafell - 01.12.1953, Page 32
30 HELGAFELL geta að heiman komizt, til að fylgja henni til kirkjunnar. Þorleifur í Núpa- dal, eini stórbóndinn í heiðinni, er þar kooiinn ása.nt fjölskyldu smni, hest- margur að vanda. Enda vanur hesta- brallinu og fær óspart að heyra það hjá nábúum sínum. Ur hrossahópnum leiðir hann bleikan fola, mesta metfé. Það er fermingargjöf hans til Bjargfast- ar, með því skilyrði þó, segir hann, að folinn verði notaður. M. a. stingur hann upp á því, að hún fylgi heiða- búum að fermingu lokinni og heimsæki hvern bæ í heiðinni. Á hinum ný- fengna gæðingi þeysir Bergþóra til kirkjunnar í fylgd gestanna ásamt fenmingarbróður sínum Jóni litla frá Læk. — Að morgni leggur svo Berg- þóra Brandsdóttir á heiðina í för með heiðarbyggjum. Fyrst kemur hún að Kliffelli til Þóru og Páls gamla, sem er að því kominn að kveðja þennan heim, já kannske þegar farinn. Núpa- dalsbóndinn tekur að sér að fylgja ungu stúlkunni um heiðina. Kliffells- Páll er ekki hrokkinn upp af, þegar þangað kemur. Þvert á móti er hann hinn hressasti, hefur búizt sínum beztu fötum og látið Þóru bera sig út á hlað- garðinn. Eftir daglangar viðræður við hinn langt leidda heiðarbónda finnst henni hún vera fullfermd. — Næsti bær er Valavatn, það heiðarbýlið. sem skemmst er til frá Bjargi. Þar búa Sólrún og Geir bóndi, stórskorinn og harðduglegur, hefur byggt upp öll hús, lagt vegi yfir fen og flóa og jafnvel byrjaður á áveitu. — Næst er stórbýlið Núpadalur, með hrörlegri öraefakirkiu og kirkjugarðsholu í kring. 1 einu horn- inu hefur Þorleifur valið sér legstað, og með miklu erfiði hefur hann flutt heim öræfadrang, og notar hverja frí- stund til að fægja hann og slétta og höggva nafn sitt á. Það skal verða hans legsteinn. Ovíst, segir hann, að aðrir verði til að reisa honum bauta- stein, þótt einn eigi hann soninn og tvær dæturnar. — Næst liggur leiðin að Rangárlóni, innsta bæ í heiðinni, inni undir jökli. Runi gamli á í Lóninu sínu silung, sérstakt kyn, sem hvergi sr til á landinu nerra þar, að hann segir. Næst kemur Haugur, sá ömurlegi stað- ur, þar sem landið er allt að blása upp og áin að eyðileggja túnið, enda Eiki á Haugi að því kominn að gefast upp. — Þá er komið að Leiti til Björns míns og Elínar. Þau eiga yngsta soninn ó- skírðan, enda langt til prestsins. Björn minn hefur þegar fengið samþykki Brands á Bjargi til þess, að drengurinn megi heita í höfuðið á honum, þó Birni finnist raunar að hann mætti eins vel heita Bjargfastur. Þorleifur hamrar það fram, að drengurinn sé skírður skemmri skírn og hlýtur hann nöfnin Brandur Þorleifur Bjargfastur. Fra Leiti er skammt milli bæja út heiðina og er Lækur næstur, með frægum hús- um, hlöðnum úr hellugrjóti, enda Jón gamli á Læk afburða hleðslumaður. Þar er líka fermingarbróðir hennar, Jón Jónsson Litlilækur, listamaður cr.eð kutann. — Þegar unga stúlkan þræðir reiðgöt- urnar heim að Bjargi að langferð af- lokinni, sér hún óvenjulega mannaferð heima á hlaðinu, og brátt verður hun þess vísari, að þar er Páll gamli á KHf- felli á sinni síðustu reisu, í ómálaðri kistu. — Eiki á Haugi fær Kliffellið. því að á Haugi verður ekki setið leng' ur. Sýslumaður nokkur á ferðalagi hafði séð á Tanganum gripi útskorna af Jom litla á Læk, orðið mjög hrifinn af og

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.