Helgafell - 01.12.1953, Side 36

Helgafell - 01.12.1953, Side 36
34 HELGAFELL Bergþóru Brandsdóttur í síma — það beið hennar hraðsamtal. Hraðsamtal ? endurtók Bjarghús- freyjan svo lágt, að varla varð greint, og ekki laust við að hún fengi fyrir hjartað: — Hver þarf svo nauðsynlega að hafa tal af mér ?“ — Það reyndist vera séra Björgvin og skilur Bjargföst það eitt af samtalinu, að eitthvert slys hafi hent Vilhjálmu, konu prests og að hún sé horfin. Þau Bjargshjón fara þegar að Eyri, ásamt Einari Brands- syni. Þegar þar kemur fá þau greim- legri fregnir. Hjálma hefur farizt úr kláfferju yfir jökulána Skjálfá, en ekki er fullljóst hvort það hefur verið af slysni, eða e. t. v. viljandi. Síra Björg- vin og Einar leita meðfram allri ánni, en verða einskis varir. Björgvin lætur af prestsstörfum og flyzt að Bjargi og annast um veturinn kennslu barnanna þar, en Einar annast búið til fardaga. Veturinn verður harður, með snjóum og hafís. Þegar líður að vori hrynja börnin á Valavatni niður, hvert af öðru. Að lokum gefst vinnumaðurinn upp og fer burt, en Sólrún verður ein eftir í kotinu. Henni er boðið að flytj- ast að Bjargi, en hún fæst ekki til að yfirgefa Valavatn. Um vorið fer Björg- vin með vistir þangað, en kemur ekki aftur, heldur sezt þar að. Nokkru síð- ar fara Bjargshjón að Vatni til að vita hvað þar sé í efni. Þykir þeim Björg- vin orðinn undarlegur. Telur hann sig hafa fengið boð, í draumi eða vitrun, frá konu sinni, hvar lík hennar sé að finna, en enginn geti fundið það nema þau Sólrún saman. Ut um sveitina er margt skrafað um háttu Björgvins. Oddur á erfitt með að fá sig til að koma á mannamót, en Bergþóra lætur sem ekkert sé og ríður til kirkju jafnt sem áður. Oddur kemst þó ekki hjá því að fara í kaupstað. Þegar á hólminn kemur reynist honum ekki jafn erfitt að mæta m.önnum og hann hafði ótt- azt. Það verður fylgdarmaður hans, Brandur Þorleifur, sem lendir í hörðu við jafnaldra sína í þorpinu. — Ákveðið hefur verið, að halda þjóðhátíð á Selvíkureyrum og er Bjargsfólk sem óðast að undirbúa för sína þangað, þegar Björgvin og Sól- rún ríða í garð og eru þá lögð upp * leitarleiðangur sinn. — Á skemmtun- ina berst Oddi skeyti um að Björgvin sé illa haldinn eftir slysfarir. Björgvin og Sólrún höfðu komið að Skjálfá dag- inn áður og reynt að komast út á eyri eina litla, er upp úr stóð í ánni, en ekki ráðið við ferjuna, og henni hvolft. Tekizt hafði að bjarga þeicn á land, en Sólrún þá verið drukknuð. Oddur fer þegar að Skjálfá ásamt lækni til að vitja um bróður sinn, en Bergþóra snýr heim, harmþrungin. — „Bergþóra Brandsdóttir fékk varla nokkru sinm að fullu ráðið í, hvernig á því stóð, að hún — er hún hafði lesið blaðsnepiÞ inn á Selvíkureyrum og eftir einmana heimreið sína í síðsumarblíðunni — var vöknuð til annarlegrar tilveru í veröld, sem hún naumast kannaðist við. Það sem eftir var dagsins hafði hún ekki almennilega getað áttað sig á neinu af því, er fyrir augu bar. Hvað eftir ann- að hafði hún stöðvað Fal sinn og ht- ið í kringum sig: Haldið, að hún vaeri að villast. Var hún þó frá blautu barnsbeini þaulkunnug hverju fótmah vegarins, en jafnvel troðningarnir mn Eindal villtu á sér sjónir þann dag eða vildu ekki við hana kannast.“ Oddur og læknirinn fara út á eyrina, sem þau Björgvin höfðu ætlað til og finna þar bandhnykla, sem Vilhjálma hafði haft meðferðis er hún fórst. Þeii

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.