Helgafell - 01.12.1953, Side 45

Helgafell - 01.12.1953, Side 45
BOKMENNTIR 43 ævi sinnar til að semja ævisögurit Árna Þórarinssonar. Þeirn mönnum má svara með þessari spurningu : Vilduð þið, að ævisaga hans væri óskráð ? Eg hygg, að enginn sem ann íslenzk- urn bókmenntum, muni svara þeirri spurningu játandi. Hins vegar er það óbreytt skylda hvers ir.anns að þakka Þórbergi Þórðarsyni fyrir sjálfsafneitun hans og afrek í annars þjónustu. En hins ber heldur ekki að dyljast, að Þórbergur Þórðarson verður fyrr heldur en seinna að greiða íslenzkum bókmenntui.m ógoldna skuld : framhald °g fullgerð þeirrar sjálfsævisögu, sem hann hefur þegar hafið. Engmn Kreppulánasjóður á himni eða jörð skal leysa hann undan þeirri skuld. í'okan rauða Kristmann GuSmundsson Engum þarf að korr.a það á óvart, að Krisbmann Guðmundsson kann að Seg]a sögu, en það er auðvitað einn bráðnauðsynlegasti þáttur skáldsagna- gerðar. Ekkert stoðar, þótt höfundin- um liggi góð og göfug málefni á hjarta, ef hann túlkar þau í svo leiðmlegri °g illa skrifaðri sögu, að maður nenn- lr ekki að lesa hana. En hér er ekki yfif því að kvarta. Frásögnin grípur Fugann þegar í byrjun. ísarr Dagsson, 1Uu draumlyndi og dulúðugi sonur aðlínar, völvunnar í Vallanesi, er Þeim skapgerðareinkennum gæddur, ^ljóta að búa honum kynleg ör- ug- Fróðleiksþorsti hans og viðkvæmt s aP, spurul rýni hans gagnvart dul- ^ógnum lífsins og ýmsar þær lyndis- einkunnir aðrar, sem hann hefur feng- irS íc að erfðum frá völvunni, móður SInni> °g hinum óþekkta og dularfulla föður sínum, er síðar reynist vera skozkur konungur, útlægur, eru skemjmtilegar andstæður við hina hrottalegu norrænu karlmennsku, kaldrifjaða skynsemi og hefðbundin drengskaparmál vina hans og fóst- bræðra. Þá kemur og fljótt í ljós, að ástam.ál þeirra fóstbræðra muni verða marg- slungin og söguleg. Er fasb.Tælum bundið af foreldrum þeirra, að Mána- fellssystur, þær Úlfrún og Lofnheiður Illugadætur, giftist ísarri og Finnboga, syni Lofts í Hofgörðum, en Starkaður Illugason fái Grímu Loftsdóttur. Ekki er þó sú ráðstöfun í fullu samræmi við óskir þessara ungmenna, eins og oft vill brenna við, þegar svo er ástatt. Tveir unglingar aðrir eru í fóstbræðra- laginu, þeir Erpur úr Fellsey og Vil- mundur í Bitru, og fellir Erpur hug til Lofnheiðar, en Vilmundur til Ulfrún- ar. Hins vegar verður Isarr þegar snort- inn af kvenlegum töfrum Grí.mu Lofts- dóttur, þótt hún sé vart komin af barnsaldri. Er þó allt kyrrt um sinn og hin bezta vinátta með þeim öllum. Merkuim þáttaskilum veldur það í lífi Isarrs, er hann kynnist írskum presti, Clemet Crúnusyni, vitrum manni og fjöllærðuim, er gerist læri- faðir hans í kristnum fræðum og grískri og austrænni speki. Þá er bernskan á enda, og fullorðinsárin taka við, og er þegar sýnt, að æviskeið sveinsins verð- ur ekki sem venjulegra manna. En það verður til að hraða atburðarásinni, að nú hefjast erjur miklar, sem enda með því, að Hallkell nokkur baulufótur, frændi Þórhildar á Mánafelli, situr fyrir Vallanesfólkinu og drepur lsólf, fóstra Isarrs. Loftur goði tekur að sér að miðla málum á Alþingi, en þegar Isarr hittir Hallkel á Þingvöllum, telur

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.