Helgafell - 01.12.1953, Page 48
46
HELGAFELL
tré við hann og afvopnar hann, en
hyggst síÖan bæta fyrir ódrengskap
sinn og heitir því að hitta ekki Grímu
framar. Ekki vill þó Starkaður þiggja
slíkt boS og býst til utanfarar. En er
Erpur hefur rnisst LofnheiSi, lætur
hann Vilmundi eftir arfleifS sína í
Fellsey og snýr aftur til Skotlands, þar
sem Fergus konungur hefur heitiS hon-
um jarlstign. Þannig kemur þaS fram,
sem lesandann grunaSi í byrjun, aS
ástamál þeirra félaga hljóti aS enda
með ósköpuim. Jafnvel trúðurinn og
stórlygarinn Tanni Gellisson fer ekki
varhluta af ástasorgunum, og gerist
það með nokkuÖ kátlegum hætti, sem
vonlegt er. Kappinn Darri Austr.aSur
er sá eini þeirra félaga, sem tekst að
forðast alla kvennaklæki, en hann
hafði raunar brennt sig á þeim fyrr á
árum heima í Noregi og er því var um
sig.
Er nú ísarr um kyrrt heima í Valla-
nesi um veturinn og byrjar á kvæði
sínu, Spásögn tíölvunnar, sem hann
hefur lengi ætlað að yrkja. En hann
er dapur og eirðarlaus og sækist semt
verkið. Verður þá Ireina hin gríska,
er komið hafði til landsins sem ambátt
Tanna Gellissonar, til aS sefa hugar-
víl hans á sinn kvenlega hátt. Tekst
síðan með þeim góS vinátta, og segir
hún honuim margt frá heimkynnum
sínum, þar á meðal frá miklum fræð-
ara, er hafist við í fjöllunum skammt
frá Aþenu. Þykist Isarr vita, aS þar
muni vera launhelgar Grikklands. Um
voriS ákveður ísarr að fara til Mikla-
garðs og býður íreinu í þakklætisskyni
aS taka hana með sér og koma henni
heim til sín. Darri og Tanni eru auÖ-
vitað með í förinni. Er ferðalagið
gegnum GarSaríki hiS ævintýralegasta,
og í MiklagarSi kemur í ljós, að Tanni
er ekki eins lyginn og flestir höfðu ætl-
að. Er hann þar öllum hnútum kunn-
ugur og raunverulega inn undir hjá
ýmsum áhrifamönnum. Dvölin í Mikla-
garði verSur Isarri mjög lærdómsrík,
og þar heldur hann áfram aS yrkja
Spásögn tíölunnar, allt fram að ragna-
rökum. En þá skilur hann, að kvæð-
inu verði hann að ljúka heima á Is-
landi. AtburSir lífs hans muni skapa
endi þess, og örlögin bíði hans við
BreiðafjörÖ.
Halda nú þeir félagar til Grikklands,
og þar finnur Ireina skyldfólk sitt og
vísar Isarri á helli fræðarans í fjöllun-
um. Eru það launhelgar, eins og Isarr
grunaði, og tekur hann þar aðra vígslu.
SíSan sigla þeir áfram og alla leiS til
Skotlands, en þar er nú Erpur orÖinn
jarl og kvæntur Blanad konungsdótt-
ur frá írlandi. Kemur nú í ljós, a3
frændi Fergusar konungs, Dagfer mac
Roth, sem barizt hafði við hann um
völdin og situr nú í fangelsi, er faðir
Isarrs. HafSi ísarr raunar lengi grun-
að að svo væri.
Um haustið kem.ur kaupfar Erps
jarls frá Islandi, og hefur skipstjórnar-
maðurinn illar fréttir að færa. Segir
hann, að StarkaSur Illugason sé heim
koiminn úr siglingunni ásamt flokki
óróaseggja og fari nú með yfirgangi
um Dali. HafSi Vilmundur í Fellsey
kvongazt Ulfrúnu systur hans moti
vilja móður þeirra, meðan hann var i
burtu, og fékk hann nú Vilmund dæmd-
an sekan skóganm.ann. SíSan fór StarK-
aður til Fellseyjar og drap þar feður
Erps og Vilmundar báða, en Vilmund-
ur og Ulfrún komust meS naumindum
undan. Lét nú StarkaSur greipar sópa
um bæ þeirra og brenndi hann siÖan,
kom svo við í Vallanesi, þar sem
sveinar hans hæddu og hröktu Kað-