Helgafell - 01.12.1953, Page 52

Helgafell - 01.12.1953, Page 52
50 HELGAFELL liind, en í slíkum kvæðum nýtur hann sín hvað bezt. ------Starfsglaðir menn í stormi og hrönnum, sterkir á svelli og vöðvahnellnir, valdir í sveit og viðbragðsskjótir, vanir þófinu, frosti og kófi. Unn þó að geysi æðrulausir, án þess að gleymist véin heima. Keppnir við störf og stórum þarfir, stéttin — blómlegur þjóðarsómi. Kjarnviðir hrökkva, stálið' stekkur. — Stöðvaðu, drottinn, veðrahrottann; sýn oss þá náð, ó, sólna faðir, sviptu ei þjóð vora slíku blóði. — Þrymur í kili, þiljur molast, þysinn stígur og allir hníga. Starfinu er lokið — strangri vöku; stuttur er Gýmis háttatími. En hann á einnig til annan og mjúk- látari tón svo sem í Ijóðinu Hver er sá? -----En hver er sá, sem ylinn á, þann yl í sól og dag og hlýna lætur hvolfin blá, er hljómar vorsins lag, sem yrkir nafnlaust óma þá og allan lífsins brag? 1951 kom út ljóðabókin Iírímnæt- ur. Þar sýnir Jakob, að enn er hon- um ekki farið að förlast, þótt senn séu fjórir áratugir síð'an fyrsta bók hans kom ú't. Mörg góð kvæði eru þar. T. d. má benda á hin glettnu, kaldhæðnu og gamansömu kvæði Tréð við glugg- ann, Forkólfur, Sambýli o. fl., og þá ekki síður hin veigameiri kvæði, t. d. Fjallagrös og Eyðibærinn. líg get ekki stillt mig um að setja hér hið skemmti- lega smákvæði Mjkilf munur; Hóglæti er háttur Skrautu, hún er að jórtra í kyrrð', liggjandi í grænni lautu; lítils hún skyldi ei virð, auðug að lífsins lindum, ljómandi nytja-þing, saklaus af öllum syndum og siðspilltri heimsmenning. — Ofbeldis gammar óðir árangri miklum ná, lamandi lönd og þjóðir, lífið þeir smá og hrjá; sturlan og styrjardrunur stofna þeir víða um heim. Já, mikill er gagnsins munur á mjólkandi kúnni og þeim. — — — Þegar litið er vfir Ijóð Jakobs Thorarensen í heild, vekur það athygli hve lítið hann yrkir beinlínis um vandamál samtíðar sinnar, en liann víkur þó víða að þeim óbein- línis í mörgum kvæðum. Hann ann fornum dyggðum og traustleik og draumórar eru honum að jafnað'i all- mjög á móti skapi og kemur sú and- staða hans oftast fram sem góðlátlegt skop. Hann er í flestu algjör andstaða hinna svonefndu grátljóðaskálda. Veldur því Hfsviðhorf hans, karl- mennskuaðdáun og þó ekki hvað sízt glettni hans og gamansemi. Hann hef- ir aldrei tekið sjálfan sig of hátíðlega, heldur snúið við blaðinu og skopazt að sjálfum sér. Tilfinningarnar eru bundnar og fá ekki útrás. Hann ber þær ekki utan á sér, af því að það er ekki karlmannlegt, sbr. það sem hann segir í vísunni. Að gefnu tilefni (i Hraðkveðlingar og hugdettnr, sem át kom 1943):

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.