Helgafell - 01.12.1953, Qupperneq 66

Helgafell - 01.12.1953, Qupperneq 66
64 HELGAFELL Samt virðist Köf. halda, að hann riti allgóðan stíl, býðst jafnvel til að ,,á- byrgjast" hann í eftirmála bókarinnar, og í kaflanuoa um Björn á Skarðsá seg- ir hann: , ,En í sagnaritun dugir ekki stílleysið, án þess að frásögnin tapi gildi, því frásaga og stíll eru órofa- böndum tengd. Enginn hlustar á frá- sögn þess manns, er engan stíl hefur á sögu sinni, enda verða það aldrei frásagnamenn, er eigi kunna stíl.“ Þetta er sannleikur, sem ýmsum sagn- riturum væri hollt að íhuga rækilega, og raunar öllum rithöfundum. Kaflinn um Björn er raunar góður, og sá um Jón lærða þó betri, enda er málið hér alþýðlegra en víðast hvar annars stað- ar í bókinni. Er auðsætt að höf. er á sinni réttu hillu í öflum gagna og rök- leiðslu út frá þeim, eða beinni atburða- frásögn, bara að hann vildi hætta að vera skáldlegur. Annars er ef til vill hæpið að kalla Jón lærða bónda, þótt hann hafi stundað búskap öðru hverju og sjálfsagt af illri nauðsyn að hans eigin dómi. Hvað átti hann annað að gera til að halda í sér lífinu, þegar hann var ekki hjá syni sínum eða á vegum einhverra þeirra manna, sem kunnu að meta fræði hans ? Ekki hef- ur Grímur heldur allt í einu orðið skáld við það að verða bóndi á Bessastöð- um, en þar fékk hann tóm til að yrkja, er hann var laus við stjórnmálavafstrið í Danmörku. Yfirleitt er það meira en hæpið, að vera að hæla bændum sér- staklega fyrir skáldmennt og fræði- mennsku, hvað sem annars má gott um þá segja. En meðan allir Islending- ar voru bændur, voru auðvitað öll ís- lenzk skáld og fræðimenn bændur. Það ætti að vera ósköp auðskilið. Hitt er algerlega ósannað mál, að heyskap- ur og gegningar ýti sérstaklega undir listhneigð manna, og meira að segja eru þess dæmi, að bændur hafi hætt að vera bændur til þess að geta orðið skáld og fræðimenn. Haninn galar tvisvar Agnar ÞórSarson — Helgafell 1949 Þótt margir nefni sig nú rithöfunda á íslandi og séu teknir í rithöfundafé- lag, sumir jafnvel í tvö samtímis, er það það þó enn sem fyrr nokkur við- burður er einhver bætist í hóp þeirra, sem von er til að muni geta staðið und- ir því mjög svo ofnotaða rithöfundar- nafni. Með bókinni Haninn galar tvisvar bættist Agnar Þórðarson í þennan hóp. Eg man þó ekki til þess að bók hans hafi verið veitt nein sérleg eftirtekt er hún kom út fyrir fjórutn árum. Við annan lestur hennar nu veldur þetta mér enn nokkurri furðu. Ekki svo að skilja, að ég telji þessa bók neitt meistaraverk, það er langt i frá; en hér er þó á ferðinni byrjandi, sem ekki treystir eingöngu á innblást- ur og andagift og heldur, að annað komi af sjálfu sér, utan hefur skilið, að það kostar einnig kunnáttu og vinnu, að skrifa skáldsögu. Höfundur- in er auðsæilega vel að sér í erlendum bókmenntum síðustu áratuga, þeim er rekja flestar hvatir og viðbrögð tnann- skepnurnar til þess, sem er fyrir neðan nafla. Hann fylgir nýtízku erlendum forskriftum bæði um efnisval og efnis- meðferð, fylgir þeim raunar um of, sv° setn í mardraumskaflanum (kafla XI) > sem er svo mjög í móð að hafa með i rómönum. Hér virðist mér hann ekki eiga neitt erindi og auk þess er hann af því tagi, að hann gæti aldrei hafa orð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.