Helgafell - 01.12.1953, Page 67

Helgafell - 01.12.1953, Page 67
BÓKMENNTIR 65 $ til í höfði þeirrar persónu, sem dreyi.-nir drauminn, þetta er hreinrœkt- að ,,litterær“ skrifborðsdrau.Tiur. Víst er ucn það, að bóndanum í Geitaskarði royndi þykja þessi bók forkastanleg, en þrátt fyrir allt verður þó að teljast vænlegri til skilnings á lífi Reykjavík- uræskunnar, eins og það er þann dag í dag, að hafa lesið Sigæund Freud en Snorra Sturluson. Agnar Þórðarson sýnir í þessum roman að hann hefur næcna athyglis- gáfu og kann að draga upp eftirminn- anlegar cnyndir. Fyrsti kafli bókarinn- ar er sterk lýsing á þeim óhugnanlega sadis>ma, sem búið getur í börnum og dfjar upp fræga lýsingu sama eðlis eft- lr Sigurd Hoel í bókinni Veien til verdens ende. Myndir höfundar úr því partíi, þar sem aðalsöguhetjan, Ingj- aldar stúdent, kynnist sögunnar ’.fecnme fatale“, Auði Pálsdóttur, eru ^regnar sterkum, en að mínum dómi rettum og sannfærandi litum, og svo er um ýmsar fleiri lýsingar í bókinni, einkuim framan af. Agnar virðist efni- 1 goðan srrásagnahöfund og ýmislegt 1 ^okinni bendir til hæfileika að skrifa leikrit. Stíll bókarinnar er nánast ”harðsoðinn“, en er þó á köflum nokkuð hrár. Höfundur ofnotar til lýta nkmgar, sem margar eru langsóttar og sumar misheppnaðar („hvítar tenn- nrnar í röð eins og taflamenn á skák- borði . — „veltir sér á bakið eins og hryssa í flagi tuttugasta og þriðja júlí klukkan fjögur í breyskjusólskini“ — e- 6 v. frumlegt fyrir þremur áratug- um, en ekki lengur). Spenna bókarinn- ar slaknar verulega við það að höfund- Ur lýsir öllum „betri borgurum“, sem t*ar kocna við sögu, sem væri þeir með- limir Blindskersfamilíunnar í Speglin- um. Tragíkómík síðasta kaflans hefði höfundur vafalítið getað gert betri skil. En allt um það er þetta efnileg byrj- andabók, mjög svo efnileg. Sveitin okkar Þorbjörg Árnadóttir — Bókaút gáfan Norðri Þar kom loks ein skemmtileg bók um málefni sveitanna, sem hægt er að lesa. Hér eru góðar lýsingar á sveita- lífi og sveitastörfum. Manni skilst á sumum köflunum, að höf. hafi haft yndi af ritstörfum allt frá barnæsku, en raunar getur hún varla hafa iðkað þau neitt að ráði á fullorðinsárunum. Stíllinn er allur með dálítið barnsleg- um blæ, en það getur vel verið með ráði gert og á vel við efnið, enda er það barn, sem segir frá. En sums stað- ar, einkum framan til í bókinni, er hann hálfklaufalegur, svo að hann minnir helzt á stafrófskverið, og það er allt annað. Helzt dettur manni í hug kona, setm gædd er meðfæddum frásagnarhæfileikum, en hefur aldrei reynt að skrifa, eða þá ekki í langan tíma. Þessa kafla hefði þurft að skrifa upp aftur frá byrjun, því að rithöfund- ur leggur aldrei of mikið á sig til að gera verk sitt sem bezt úr garði. A því getur oltið, hvort bókin verður listaverk eða bara sæmileg bók. Þor- björg Árnadóttir hefur alls staðar eitt- hvað að segja manni, og víða er bók hennar mjög unaðsleg, þótt ekki ,,lyft- ist hún upp í æðra veldi — allt að ó- venjulegu hámarki hreinnar snilldar“, eins og haldið er fram á kápunni.

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.