Helgafell - 01.12.1953, Side 68
Þræsingur
EINKALÍF, leikrit í þrem þáttum
eftir Noel Coward. Þýðandi: Sig-
ur&ur Grímsson. Leikstjóri Gunn-
ar R. Hansen.
Tilferðin ónýttist fyrir crér að sjá
þetta leikrit, þegar það var frumsýnt í
lok september-mánaðar, vegna veik-
indaforfalla frú Ingu Þórðardóttur.
Samhljóða álit allra blaða um fánýti
sýningarinnar gerði manni þá loks leik-
húsferð án fyrirheits, þegar leikkonan,
góðu heilli, var aftur komin til heilsu
sinnar og leikurinn sýndur að nýju.
Aður fyrr var brenndur einiviður í
leikhúsum til þess að hreinsa andrúms-
loftið. Á frumsýningar í Þjóðleikhús-
inu koma menn prúðbúnir og loftræst-
ing er í góðu lagi, svo að þar myndast
ekki stybba eins og í leikhúsum 16.
aldar, þegar hreinlæti var minna. En
stundum hefur þar legið þræsa í lofti,
sem spillti ánægjunni af sæmilegustu
sýningum. Þá skrjáfar ekki svo í sæl-
gætispoka, að hljóðið pískri ekki um
allan sal: Fallið, fallið — kolfallið, og
helzta ef ekki einasta tilhlökkunarefni
áhorfenda er að geta úthellt sér yfir
leik og leikendur yfir kaffibolla í hlé-
inu. Jafnvel ilmandi matarlykt, reykur-
inn af réttunum hans Þorvaldar í sam-
áti efnuðustu frumsýningargestanna,
megnar ekki að slá á þræsuna. Eitt-
hvað hefur verið þessu líkt á umræddri
frumsýningu, því að eitt blaðið segir,
að ,,áhorfendur voru með styggara
cnóti, klöppuðu lítið enda minna um
tilefni og hlógu ekki nerr.a að tvíræðu
setningunum", og annað staðfestir, að
,,það eina, sem gat að einhverju leyti
bætt fyrir vonbrigði kvöldsins, var
kaffið hans Þorvalds í kjallaranum'h
Á fjórðu sýningu leiksins, hinni
fyrstu eftir veikindahléð, var allt þetta
á annan veg. Áhorfendur voru í bezta
skapi, snusandi þægilegustu matarlykt
um alla ganga, því að nú var Þorvald-
ur með brúðkaupsveizlu í kjallaranum.
Og ekkert tcm gafst til að svala sér á
leik og leikendum, því að það var ekk-
ert kaffi, lokað hús hjá Þorvaldi —
sem sagt allt önnur stemning.
Mettur og makráður hallaði maður
sér aftur á bak í þægilegu rauðflosuðu
sæti. Allt í lagi um borð, neðan þilja
brúðkaup og ofan þilja tvöföld brúð-
kaupsferð Cowards — það var ekkert
smáræði, sem frumsýningargestir fóru
á mis við, að hafa ekki brúðkaup '
kjallaranum í staðinn fyrir þetta hálft
í hvoru flottræfilslega át.
Um efnishlið ,,Einkalífs“ þýðir ekki
að tala. Noel Coward blæs oftast naer
sápukúlur. Það eru ekki nema sápu-
kaupmenn, sem hafa áhuga fyrir þvi.
hvort sápukúlur fáist betri úr ,,Sun-
light" en grænsápu. Harlekin og Kol-
umbína voru heldur ekki fundin upp
í Reykjavík. Svo að ég eyddi kvöldinu
á þægilegasta hátt, hafandi unaðs-
semdir ýmiss konar fyrir augum og al-
veg viss um, að þurfa aldrei í lífinu að
mæta svona fólki. Öll sviðsetning