Helgafell - 01.12.1953, Side 75

Helgafell - 01.12.1953, Side 75
LISTIR 73 list dreifbýl isins í stað þess að hirða skeaientanaskattinn frá leikfélögum landsins en láta ekkert á móti. Verður þessa leiklistarviðburðar getið síðar, þegar tækifæri gefst, en það skal strax tekið fram, að dæmi Leikfélags Hvera- gerðis ætti að vera öðrum leikfélöguim 1 sveitum og bæjum til hvatningar að taka til sýninga veigamikil leikrit í stað útlendra gamanleika endalaust. Leikfélag Reykjavíkur fór seint af stað í haust og sýndi þá einn þessara kandarísku gamanleika, sem eru á ytra borði vel gerðir og ólastanlegir frá leiktæknilegu sjónanmiði, en þola ekki loftslagsbreytinguna við flutning norð- hingað. Þar fyrir, ekki er það ó- þekkt fyrirbæri hér, að ung og óreynd stúlka leggi upp í leit að lífsförunaut °g lífshamingju, hvort sem ævintýrið endar eins og gott ævintýri á að gera, hún finni rétta manninn. Hér fund- ust þau undir heillastjörnu, og af því dró leikurinn nafn. Ávinningur af þessari sýningu var sá, að maður kynntist viðkunnanlegri leikkonu í íyrsta sinn, Margrétu Ólafsdóttur, sem lék aðalhlutverkið, ungu stúlkuna Patty O’Neill. Hjá henni birtist bæði Personuleg glóð og kícnni, sem lofar §oðu. Þorsteinn Ö. Stephensen og Steindór Hjörleifsson voru mótleikar- ar hennar og máttu hafa sig alla við, dl þess að halda hlut sínum fyrir hinni Ungu leikkonu. Brynjólfur Jóhannes- son átti hægastan leik á borði í hlut- verki leynilögreglumannsins, föður stúlkunnar. Leikstjórn Einars Pálsson- ar var rneð fullri festu og simekkleg. Naesta viðfangsefni Leikfélags eykjavíkur var franskur gamanleikur 'ioli fyrir skattgreiðendur eftir Ver- ueuil og Berr í afbragðs góðri þýðingu als Skúlasonar ritstjóra. Þetta er boulevard-gleðileikur, sem lætur ekki mikið yfir sér, en lofar heldur engu upp í ermina á sér, eftirlætur fölskva- lausa skamm.tun eina kvöldstund. Skattamálum og ástamálum er lysti- lega blandað saman eftir franskri for- skrift, og þegar frai.mmistöðumennirnir eru þeir Alfreð Andrésson og Brynj- ólfur Jóhannesson, fer enginn svikinn úr því gildi. Elín Ingvarsdóttir kom á óvart með sérlega góðan leik í að- alkvenhlutverkinu, Juliette skattstjóra- dóttur. Árni Trygvason og Þorsteinn Ö. Stephensen lyftu undir með skemmtilegheitum, en einkum bar á Gísla Halldórssyni í nýjuim ham, hins óframfærna skrifstofumanns, sem síð- ar verður driffjöður í sigurverki skatt- svikanna. Þetta hlutverk á skylt við Topaze og Gísli lék það með hófleg- um tilburðuim en dillandi gamansemi. Alfreð Andrésson átti samt kvöldið ásamt Brynjólfi, og undir lokin skiptu þeir í þriðjunga með Elínu Ingvars- dóttur. Leikstjóri var Gunnar Hansen. Flutningur Leikfélags Akureyrar á Dómum Andrésar G. Þormars í ríkis- útvarpinu var ófullnæjandi, eins og á- vallt er, þegar leiksviðsverki er útvarp- að án verulegra breytinga. Af öllu því, sem fyrir eyra og auga ber á leiksvið- inu, fær maður aðeins hið mælta orð, og áhrifin eru allt önnur, þegar orða- flauimurinn steypist yfir mann í mak- indum heima hjá sér en upp á búinn í samfélagi áhorfenda í leikhúsi. Á- nægjulegt var að heyra raddir hinna norðlenzku leikenda, sumar nýjar eins og Steingríms Þorsteinssonar frá Dal- vík og Sigurðar Hallmarssonar frá Húsavík, aðrar gamalkunnar, eins og leikstjórans Jóns Norfjörðs. Það virðist há Leikfélagi Akureyrar meira en flest annað, að félagið getur ekki komið

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.