Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 78
76
HELGAFELL
hinn allra efnilegasti rr.eðal yngri tón-
skálda íslenzkra, heldur er hann einn-
ig að komast í röð hinna beztu píanó-
leikara.
Á þriðju tónleikunum var Es-dúr
sinfónían eftir Mozart endurtekin frá
fyrri tónleikum og auk þess leikin sin-
fónía nr. 3. (Eroica) eftir Beethoven.
Aðalviðfangsefni hljómsveitarinnar á
þessum þremur tónleikum voru sinfón-
íurnar eftir Brahms, Mozart og Beet-
hoven. Á þær ber einkum að líta, þeg-
ar meta skal afrek hljómsveitar og
stjórnanda. Og ef til vill er það til
marks um það þroskastig, sem hljóm-
sveitin hefur náð undir handleiðslu
Kiellands, að það þykir nú naumast í
frásögur færandi, þótt hún leysi sitt
hlutverk óaðfinnanlega af hendi, held-
ur beinist athygli áheyrenda æ meir að
skilningi og túlkun stjórnandans á ein-
stökum viðfangsefnum. Hljómsveitin
er með öðrum orðum orðin það hljóð-
færi í hendi stjórnandans, sem henni
ber aðvera. Hitt er svo eðlilegt, þegar
mikilhæfur hljómsveitarstjóri á í hlut,
að meiningarmunur geti verið ui.m með-
ferð hans á einstökum tónverkum.
Slíkur skoðanamunur hlýtur alltaf að
verða, þegar um er að ræða sterkt mót-
aða og persónulega túlkun listaverka.
Þess vegna skiptast menn í flokka um
snillinga eins og Toscanini og Furt-
wángler.
Olav Kielland er skáld fremur en
byggingarmeistari, og meðferð hans á
verkum rómantízku skáldanna, svo
sem Tschaikowsky og Wagners, er
hafin yfir alla gagnrýni. Túlkun hans
á klassískum tónverkum hefur hins
vegar af eðlilegum ástæðum vakið um-
tal og jafnvel deilur, enda að ýmsu
leyti mjög sérstæð og óvenjuleg. Sá
Mozart og sá Beethoven, sem Kielland
kynnir okkur, eru ekki hinir sömu og
við höfum kynnzt hjá Sir Thomas
Beechaim eða Bruno Walter, en and-
ríki þeirra og hiti, tilþrif og viðkvæmni
er ekki minni.
Það hefur ekki farið dult, að Helga-
fell hefur talið ráðningu Kiellands
hingað eitt hið mesta happ, sem ís-
lenzku tónlistarlífi hefur hlotnazt á síð-
ari árum. Þetta kemur æ skýrar í ljós,
eftir því sem hljómsveitin þroskast og
þjálfast í höndum hans. Því að hann
er ekki aðeins sá afburða , .tamninga-
maður“, sem hingað til hefur borið
mest á, heldur sérstæður, persónuleg-
ur túlkandi, svo mikill í sniðum, að
samanburður við hina frægustu hljóm-
sveitarstjóra er óhjákvaemilegur. Þess
vegna sitja rnenn nú á sinfóníutónleik-
um og taka naumast eftir því, að leik-
ur hljómsveitarinnar er óaðfinnanleg-
ur, — gleyma meira að segja að hlusta
eftir og hafa tölu á hugsanlegum feil-
nótum.
Kammertónleikar
Ríkisútvarpsins
sem haldnir voru í fyrsta skipti opin-
berlega í Listasafni ríkisins í haust,
hlutu góðar undirtektir tónlistarunn-
enda, sem gerðu sér vonir um að fram-
hald yrði á þeim. Síðan hafa tvennir
kamjmertónleikar verið haldnir í ut'
varpssal, og nokkrum áheyrendum gef-
inn kostur á að sækja þá, en aðsókn
mun hafa verið lítil.
Á fyrri tónleikunum lék kvartett
Björns Olafssonar strengjakvartett 1
F-dúr op. 96 (Negrakvartettinn) eftir
Dvorak, og blásarar úr Sinfóníuhljom-
sveitinni fluttu blásarakvintett eftir
Carl Nielsen. Kvartett Björns Ólafs-
sonar er í stöðugri framför og naut sin