Helgafell - 01.12.1953, Side 82

Helgafell - 01.12.1953, Side 82
80 HELGAFELL fra>m á þennan dag verið jafn eðli- legt að láta hrífast af ý.r.sum fyrirbær- um í lífinu og náttúrunni eins og það að le;ta til pensilsins og litanna, er þeim hefur legið eitthvað á hjarta, sem ekki reyndist unnt að birgja inni. En fyrir- myndin hefur þó oft aðeins verið um- gerð og efniviður. Listaverkið sjálft var eftir sem áður þeirra eigið verk, gætt lífi þeirra og blóði, eða dautt og einsk- isvert að öðrum kosti. Góðir og lélegir málarar hafa oft báðir sci.r.u sýnilegu fyrirmyndina. Þið ungu listarr.enn, sem finnið þörf- ina fyrir ný fonm, er geri ykkur fært að úthella hjartablóði ykkar og lyfta fólkinu til flugs yfir flatneskju bragð- daufs leirburðarstagls, skellið ekki skuldinni á okkur. Um allar aldir hafa manneskjurnar trúað á þá einföldu staðreynd, að listaverk sé andlegt af- kvæmi manns, sem stendur ofar og framar öllum fjöldanum, sé skyggn- ari honum á dýrð lífsins og næmari fyrir þjáningum þess, og að það, sem honum liggur á hjarta, leiti uppi ýxs tímabundin ráð til þess að koma sér á framfæri við íólkið. Meðan formið er hemill á sköpunar- ástríðunni, hefur listamaðurinn í raun og veru ekki fundið sjálfan sig, og á meðan er ekki von að aðrir finni hann. Því fon.mið er listin sjálf. Og meðan listamaðurinn er að leita sjálfan sig uppi, finna sitt foim, er hann í raun og veru ekki til. Nýja myndlistarfélagið Sex málarar af eldri skólanum, þeir Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson, Jón Þorleifsson, Jóhann Briem og Agnete og Sveinn Þórarinsson, sýndu í Lista- mannaskálanum í október. Þó þessir málarar séu allir af æskuskeiði, kom á þessari sýningu flest mjög á óvart. Um sýninguna sem heild má alveg hiklaust fullyrða, að myndirnar báru á m.argan hátt af því, sem þessir málar- ar hafa áður sýnt, og er þá smikið sagt um ýmsa þeirra. Myndir eftir Ásgrím og Jón Stefánsson, sem báðir eru nu á áttræðisaldri, báru að sjálfsögðu hátt yfir myndir hinna á sýningunni. í mörgum af myndum þeirra kemur fram algerlega ný hlið á þessum stór- brotnu og frumlegu persónuleikum. Má nefna t. d. myndir Ásgríms úr Borgarfirði og Bóndann og stóru hesta- myndina eftir Jón. f þessum myndum birtast ekki aðeins nýir litir, nýtt ríkt og töfrandi líf, heldur er hitt jafnvel eftirtektarverðara, að í meginhugsun virðast þeir enn þokast í áttina til meiri áræðni og jafnvel auðugra hugi.mynda- flugs. Jón Þorleifsson átti á sýningunni sér- staklega tvær myndir, sem voru langt- um fremri því, sem hann hefur sýnt áður, stór blómamynd og landslags- mynd frá Eiðum. Sá yfirlætislausi og hlédrægi innileik', samfara djúpri al- vöru, sem svo mjög einkennir þennan ágæta listamann í öllu dagfari hans, kemur einnig æ greinilegar fram í list hans. Nokkuð svipað má og segja uoa myndir Jóhanns Briem, að því leyti sem þær tóku yfirleitt fram eldri mynd- um hans, ýmist ríkari af tærri gleði eða þungbúnari og litríkari í einfald- leik sínum. Myndirnar voru allar ser- kennilegar, hver á sinn hátt. Það, sem oft áður virðist hafa verið Sveini Þórarinssyni fjötur utn fót, er hve mikið honum liggur á hjarta. Hann heillast eins og barn af náttur-

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.