Helgafell - 01.12.1953, Síða 85
LISTIR
83
hendurnar á okkur hin einfalda skýr-
ing hlutanna. Nærri þrjú ár eru lang-
ur tírni á þróunarbraut hins leitandi
listamanns. Þó eru þau sjálfsagt enn
lengri gagnvart því hverfanda hveli,
se.m við öll og þessi heimur okkar
skoppar á í svipinn. Hefur sjón okkar
kannske breytzt svona á þessum tíma,
uða jafnvel hugarfarið sjálft ?
Við höfum öll ríka tilhneigingu til að
láta okkur finnast fátt um það nýja
hverju sinni, en það vinnur samt á
okkur flestum. Myndirnar, sem í dag
verka kalt og hranalega, lifna kennske
næsta ár viS hliðina á þess árs fram-
leiðslu.
Flestum listamönnum hefur reynzt
wjög afdrifaríkt að taka stór stökk í
list sinni, og það gæti verið ein skýr-
ingin á því, aS þessi gáfaði og há-
menntaði listamaður hefur ekki ennþá
gefið þjóð sinni eins mikiS af heil-
steyptum, óumdeilanlegum listaverk-
um og efni virðast standa til. Hefur
honum ef til vill láðst aS taka það með
í reikninginn, hversu lífið er stutt en
listin löng, og að sjaldan grær um oft
hreyfðan stein ?
En nú er Þ. S. væntanlega kominn
þangað, sem hugurinn hefur alltaf leit-
að. Hann stendur einmitt nú á hátindi
lífsins og menn fylgjast með hinni sér-
stæðu þróun listar hans, fullir trausts,
og segja: Þitt er að yrkja, okkar að
skilja.