Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 4. J A N Ú A R 2 0 1 3
Stofnað 1913 19. tölublað 101. árgangur
ENDURGERÐIN
OPNAR VÍÐA
DYR VESTRA
VILJA
STÖÐVA
SÓUN Á MAT
DEYJA ÚR SJÚK-
DÓMUM SEM ERU
LÆKNANLEGIR
VIÐSKIPTABLAÐ HJÚKRUN Í AFRÍKU 16Á ANNAN VEG 42
Morgunblaðið/Kristinn
Barátta Læknavísindin reyna sífellt
að finna svör við öldrunarsjúkdómum.
Á Læknadögum í gær kynnti ís-
lenska fyrirtækið Mentis Cura að-
ferð til að greina Alzheimer og aðra
minnissjúkdóma. Aðferðin byggist á
því að bera saman heilarit sjúklinga.
Hún þykir bæði einföld og ódýr í
samanburði við aðrar greining-
araðferðir.
„Samkvæmt þeim gögnum sem
við erum með eru mjög sterkar vís-
bendingar um að aðferðin geti hjálp-
að við að greina sjúkdóminn allt að
þremur til fimm árum áður en klín-
ísk einkenni koma fram,“ segir
Kristinn Johnsen, hugmyndasmiður
aðferðarinnar og stofnandi Mentis
Cura. Hann segir erlenda aðila, bæði
lyfjafyrirtæki og akademíska hópa
tengda háskólasjúkrahúsum, hafa
sýnt aðferðinni áhuga. »14
Kynntu nýja aðferð í
baráttunni við Alzheimer
Allt að helmingur bæjarbúa í Vestmannaeyjum
var samankominn á þakkargjörð til að minnast
þess að fjörutíu ár voru liðin frá upphafi
Heimaeyjargossins í gær. Fjölmenntu bæj-
arbúar í gærkvöldi í blysför frá Landakirkju
að Herjólfi í Básaskersbryggju en þar innan
þilja var haldin þakkargjörðarathöfn með
ávörpum og tónlist. Eins og sjá má var skips-
fyllir á athöfninni. »6
Færðu þakkir fyrir endurreisn Vestmannaeyja
Ljósmyndari/Óskar P. Friðriks
133 dagar eru síðan umhverf-
isráðuneytinu barst umsögn Mýr-
dalshrepps vegna ákvörðunar
Skipulagsstofnunar um að vísa
hluta aðalskipulags, sem sneri að
færslu hringvegar í Mýrdal, til úr-
skurðar ráðherra. Ráðherra hefur
enn ekki úrskurðað. 192 dagar eru
síðan stofnunin afgreiddi málið
fyrst, eða 16. júlí 2012.
Aukinn meirihluti er fyrir málinu
í sveitarstjórn. Í umsögn er ákvörð-
uninni mótmælt harðlega og sagt
að hvorki stofnunin né ráðherra
hafi heimild til synjunar »18
Hringvegur í Mýrdal
enn á borði ráðherra
Mun minna sést af snjótittlingi í
byggð að vetri til en áður fyrr.
Hvers vegna er ráðgáta.
Kristinn Haukur Skarphéð-
insson, dýravistfræðingur hjá Nátt-
úrufræðistofnun Íslands, telur lík-
legt að breytingar á loftslagi skýri
þessa dularfullu fækkun.
Snjótittlingar eru taldir á hverj-
um vetri og hefur munurinn á því
hvað er talið verið allt að því fimm-
tánfaldur á undanförnum árum.
Sveiflan endurspeglar ekki stærð
stofnsins heldur hvar fuglarnir
halda sig.
Sverrir Thorstensen, fugla-
merkingamaður á Akureyri, hefur
merkt snjótitt-
linga í þús-
undatali á síð-
ustu þrjátíu
árum.
Að sögn
Sverris hefur
óvenju lítið
verið af snjótittlingum á Akureyri í
vetur og rekur hann það til tíð-
arfarsins. Hann spurðist fyrir um
snjótittlinga austur um sveitir þar
sem fuglarnir hafa verið fóðraðir
og voru menn sammála um að
minna væri af þeim nú en oft áður.
Verpandi pörum sólskríkna í
Flatey hefur fækkað. »20
Dularfull fækkun snjótittlinga í þéttbýli
er áhugamönnum um fugla mikil ráðgáta
„Ég gæti trúað því að umfang
viðskipta í Kauphöllinni á næsta ári
gæti farið að nálgast umfangið á
árunum 2003 og 2004,“ segir Páll
Harðarson, forstjóri Kauphall-
arinnar, um horfur á næsta ári.
Tilefnið er að eignarhaldsfélagið
Klakki hyggst selja vátrygginga-
félagið VÍS með vorinu og kemur
dreifð eignaraðild þar til greina.
Páll segist aðspurður eiga von á
því að fjögur til fimm félög verði
skráð í Kauphöllinni í ár.
Að sögn Páls var veltan í Kaup-
höllinni 1,3 milljarðar á dag 2003
og 1,7 milljarðar 2004 á núvirði.
Samkvæmt því spáir hann hundr-
aða milljarða veltu á næsta ári. »2
Morgunblaðið/ÞÖK
Við Laugaveg Hús Kauphallarinnar.
Spáir hundraða
milljarða veltu 2014
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Kröfuhafar gamla Landsbankans
gerðu þá kröfu að sett yrði inn sér-
stakt ákvæði í samkomulag um end-
urreisn nýja Landsbankans, að
þrotabúið þyrfti ekki að bera neinn
fjárhagslegan skaða af tilteknum
stjórnvaldsaðgerðum sem myndu
rýra verðmæti lánasafns bankans.
Að öðrum kosti er talið ólíklegt að
kröfuhafar hefðu fallist á það fyrir-
komulag að gefið yrði út skilyrt
skuldabréf hinn 31. mars næstkom-
andi, sem getur orðið 92 milljarðar, í
skiptum fyrir 18,7% hlutafjáreign
þrotabúsins í Landsbankanum.
Þetta herma áreiðanlegar heimild-
ir Morgunblaðsins úr stjórnkerfinu.
Það voru fyrst og fremst áhyggjur
kröfuhafa í tengslum við áform rík-
isstjórnarinnar um uppstokkun á
fiskveiðistjórnunarkerfinu sem
skiptu máli í þessum efnum. Á meðal
undirliggjandi eigna skilyrta bréfs-
ins eru lán Landsbankans til sjávar-
útvegsfyrirtækja.
Ef áform ríkisstjórnarinnar ganga
eftir um að greiða sér út um 10 millj-
arða króna arð úr Landsbankanum á
þessu ári þyrfti bankinn samtímis að
greiða sömu fjárhæð í gjaldeyri inn á
erlend skuldabréf sín.
Sérfræðingar á markaði segja að
slík fyrirframgreiðsla gæti sett
þrýsting á gengi krónunnar. Fjár-
hæðin er sú hin sama og áætlaðar
vaxtagreiðslur bankans af erlendum
skuldabréfum hans á þessu ári.
MAukinn samningsvilji »Viðskipti
Óttuðust kvótabreytingar
Kröfuhafar gamla Landsbankans tryggðu sig fyrir pólitískri áhættu Annars
ekki fallist á skilyrt skuldabréf 10 milljarða arður gæti sett þrýsting á gengið
Samið um skuldir
» Engar formlegar viðræður
eru enn hafnar um að end-
ursemja um 300 milljarða er-
lendar skuldir Landsbankans.
» Kröfuhafar vilja bíða eftir
dómi í Icesave-málinu.
» Erlend greiðslubyrði Lands-
bankans þrefaldast árið 2014.
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG