Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Þetta er mjög dramatískt. Við er- um að minnast einhverra mestu hörmunga sem yfir byggðarlagið hafa dunið og færa þökk fyrir hversu vel tókst til að reisa það við. Andinn hér var í takt við það,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um þakkargjörð sem gerð var í bænum í gær til að minnast þess að fjörutíu ár voru lið- in frá upphafi Heimaeyjargossins. Á bilinu 1.500 til 2.000 manns tóku þátt í blysför frá Landakirkju að Básaskersbryggju og því lætur nærri að 40-50% íbúa Vest- mannaeyja hafi tekið þátt í þakk- argjörðinni að mati Elliða. Inn á milli hafi verið brottfluttir Vest- mannaeyingar sem vildu minnast dagsins en megnið hafi verið heimamenn. „Við færðum sérstaklega þakkir til þess fólks sem valdi að flytja aft- ur til baka og reisa hér byggð úr ösku,“ sagði bæjarstjórinn. Minningaratburðum um gosið er þó ekki lokið en dagskrá verður áfram næstu daga í bænum. Að sögn Elliða verður stemningin svo gíruð upp þar til endað verður á heljarinnar partíi á hinni árlegu Goslokahátíð í júlí. Ljósmyndari/Óskar P. Friðriks Ljósadýrð Bæjarbúar fjölmenntu í blysför frá kirkjunni, niður Kirkjuveg og endað í Herjólfi í Básaskersbryggju. Bærinn reis úr ösku Ljósmyndari/Óskar P. Friðriks Minnisvarði Nýtt skilti var afhjúpað við Skansinn í tilefni af 80 ára afmæli Sjóveitunnar og til að minnast gömlu sundlaugarinnar í Eyjum. Ljósmyndari/Óskar P. Friðriks Mannfjöldi Haldin var helgistund í Landakirkju og safnaðarheimilinu til þess að minnast tímamótanna og var húsfyllir í kirkjunni.  Þakkargjörð í Eyjum til að minn- ast 40 ára frá gosi Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ákvæði stjórnarskrárfrumvarpsins um að auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, skuli vera sameiginleg og ævarandi eign þjóð- arinnar er óskýrt og getur haft ófyrirséð áhrif, taki nýja stjórnar- skráin að óbreyttu gildi. Þetta er mat Laganefndar Lög- mannafélags Íslands sem fellst á það meginsjónarmið að æskilegt sé að gera stjórnarskrána aðgengilegri þegnum landsins. Hins vegar sé ein- boðið að gera þurfi frekari breyt- ingar á frumvarpinu umfram þær tillögur sem sérfræðingahópur hafi lagt fram áður en hægt sé að sam- þykkja það sem stjórnskipunarlög. Lagnefndin bendir meðal annars á þá óvissu sem hljótist af orðalagi 34. greinar frumvarpsins um að til auðlinda í þjóðareign teljist náttúru- gæði. „Miðað við orðalagið getur þarna verið um að ræða hvers kyns gæði, jafnvel sólarljós, andrúmsloft o.s.frv. Svo víðtæk skilgreining þess sem getur talist til auðlinda í þjóðar- eign getur haft ófyrirséð áhrif, t.d. gæti verið hægt að takmarka nýt- ingu sólarljóss á Íslandi.“ Umsögn Lögmannafélagsins var skilað til stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar Alþingis í gær en hún er 10 blaðsíður og nær til margra greina. Hefur ófyrirséðar afleiðingar Af öðrum athugasemdum má nefna að félagið staldrar við 35. greinina þar sem segir að „með lög- um [skuli] tryggja almenningi að- gang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og nátt- úru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðila“. Lögmannafélagið telur þetta munu leiða til óvissu. „Það er ófyrirséð hvaða áhrif svo víðtæk aðild getur haft, en jafnframt mögulegt að varla verði hægt að reka slík mál sökum þess fjölda sem hefur aðild að þeim.“ Sjötta grein frumvarpsins um jafnræði þegnanna án tillits til ým- issa þátta, þar með talið tungumáls, er einnig gagnrýnd. Hún geti þann- ig bannað kröfur um málafærni. „Raunar má einnig velta upp þeirri spurningu hvort ákvæðið, sé það skýrt bókstaflegri skýringu, geti einnig haft þau áhrif að vinnu- veitendum verði óheimilt að gera kröfu um að umsækjendur um til- tekið starf séu „vel máli farnir“ eða „séu vel ritfærir“ á íslenska tungu, þar sem með því væri skertur réttur þeirra sem verr eru staddir við beit- ingu tungumálsins.“ Þá er orðalag í 8. grein frum- varpsins um að öllum skuli tryggður réttur til að lifa með reisn gagnrýnt, enda sé það óljóst. Jafnframt geti 20. greinin, sem kveður á um breyt- ingar á félagafrelsisákvæði stjórn- arskrárinnar, takmarkað möguleika hins opinbera til að grípa til ráðstaf- ana, m.a. gegn skipulögðum glæpa- hópum. Loks má nefna að athugasemd er gerð við 113. grein frumvarpsins, um að frumvarp til breytinga á stjórnarskrá skuli borið undir þjóð- aratkvæði ef Alþingi samþykkir frumvarpið, enda muni það „leiða til mikillar óvissu um það hvort frum- varpi sé synjað í heild eða einungis að hluta“. Telja margt óskýrt í stjórn- lagafrumvarpi  Lögmannafélagið skilar áliti Morgunblaðið/Golli Umdeilt Á fundi stjórnlagaráðs. 153 umsagnir » Stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd hefur fengið 153 um- sagnir um stjórnlaga- frumvarpið. » Nefndin hugðist senda frumvarpið til 2. umræðu í þinginu á morgun en ákvað í fyrradag að fresta því um sinn. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Veiking krónunnar undanfarið er vissulega slæm tíðindi fyrir þá sem skulda í erlendri mynt en sveitar- félögin hafa verið að draga úr erlend- um skuldum sínum og sum þeirra greitt þau upp. Frá hruninu 2008 hafa erlendar skuldir lækkað um helm- ing,“ segir Halldór Halldórsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfé- laga, um erlenda skuldastöðu sveitarfélaganna. Hjá Lánasjóði sveitarfélaga nema erlendar skuldir þeirra um 10 milljörðum króna, þegar Orkuveita Reykjavíkur hefur verið tekin frá. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær hefur veiking krónunnar að undanförnu haft veruleg áhrif á skuldabyrði Orku- veitunnar, sem eins og kunnugt er er í eigu Reykjavíkurborg- ar. OR hefur verið með um 90% af er- lendum skuldum sveitarfélaganna. Í apríl á síðasta ári námu erlendar skuldir sveitarfé- laga alls 1,7 milljörðum dollara, jafn- virði 217 milljarða á þeim tíma en 219 milljarða í dag. Ekki liggur fyrir ná- kvæm skuldastaða í dag. Hlutur skulda OR var í apríl sl. um 195 milljarðar en var í lok september sl. kominn niður í 184 milljarða. Síðan þá hefur krónan veikst nokkuð og ein- göngu skuldir í evrum farið úr 80 milljörðum í september sl. í um 86 milljarða í dag. „Sveitarfélögin hafa verið að skuld- breyta sínum lánum og tekið ný lán í erlendri mynt. Það er að mínu mati skynsamlegra, til lengri tíma litið. Tel það betra en að skipta yfir í innlend lán. Síðan er þetta mismunandi eftir sveitarfélögum. Sum þeirra skulda engin erlend lán á meðan hlutfallið hjá flestum öðrum er upp í 20 eða 30% af heildarskuldum. Í samhengi við Orkuveitina eru þessi erlendu lán hins vegar smáaurar,“ segir Halldór. Hann segir veikingu krónunnar vissulega koma sér ágætlega fyrir þá sem selja afurðir úr landi. En krónan muni ekki styrkjast á ný nema til komi meiri verðmætasköpun og fjár- festingar. „Við þurfum að búa til ein- hver verðmæti.“ Halldór Halldórsson Erlendar skuldir sveitarfélaga hafa lækkað verulega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.