Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 Lífið getur stund- um verið svo ósann- gjarnt. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er: þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Við vorum svo lán- samar að fá að kynnast Gunna þegar við vorum að vinna í Int- ersport, fyrst um sinn hélt hann að við værum sama manneskjan, en hann var fljótur að átta sig á því að við værum tvær manneskjur. Vin- átta okkar var okkur mikils virði og þótti okkur afar vænt um þær heimsóknir sem við fengum í Grundarfjörð. Hann var traustur og góður vinur og var afar hug- ulsamur. Eins og þegar mamma veiktist spurði hann oftar en ekki „hvernig hefur mamma það?“ þrátt fyrir að hafa aðeins hitt mömmu okkar nokkrum sinnum. Þetta lýsir vel hans innri manni. Í einni heimsókninni fyrir vest- an sagði hann okkur frá því sem hann hefði verið að gera í sveitinni sinni fyrir norðan, hann var svo stoltur að hafa tekið á móti lambi, en fyrst um sinn trúðum við því varla. Í síðustu heimsókn sinni til Grundarfjarðar fékk Gunni að vita að Rósa ætti von á barni, hann varð alveg rosalega spenntur, þannig að hún kíkti á hann í Int- ersport eftir tuttugu vikna sónar- inn og sýndi honum myndir. Gunnar Guðmundsson ✝ Gunnar Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 24. mars 1976. Hann lést 29. des- ember 2012. Útför Gunnars fór fram frá Garða- kirkju á Álftanesi 7. janúar 2013 Þá skammaði hann hana fyrir að hafa ekki fengið að vita kynið, allavega fengið það á blaði svo að hann gæti fengið að vita það, því ann- ars vissi hann ekkert hvað hann ætti að kaupa og þyrfti að bíða með að kaupa eitthvað. Einnig fékk Rósa skilaboð frá Gunna í október 2011, en von var á barninu í janúar, hvort barnið gæti ekki bara farið að koma, því hann gæti ekki beðið eftir því, og það væri svo mikið að gera í des- ember og janúar hjá honum að hann hefði engan tíma í það þá. Gunni tók alltaf eftir því ef við vorum búnar að fara í klippingu eða kaupa okkur ný föt, hann hrós- aði okkur og sagði okkur hvað mætti betur fara ef það átti við. Hann var algjört gull af manni. Við kveðjum elsku Gunna okkar með þakklæti og söknuði, megi guð geyma hann þar til okkar tími kemur, þá munum við vonandi hittast á nýjan leik. Við biðjum guð að styrkja Óla, Sirrý, fjöl- skyldu og vini á þessum erfiðu tím- um. Þínar vinkonur, Ingibjörg og Rósa. Elsku fallegi, yndislegi, góð- hjartaði, jarðbundni, skemmtilegi, trausti og sjarmerandi vinur minn. Takk fyrir að vera mér svo góður vinur og klettur allan okkar tíma saman. Þú varst mér sem bróðir. Þú dæmdir hvorki mig né aðra, þú varst alltaf til staðar bæði í gleði og sorg. Þú komst mér alltaf til að hlæja, þú veittir mér öryggi. Þú einn máttir stríða mér án þess að særa mig því aldrei var hroki eða illkvittni á bak við stríðnina. Þú kenndir mér svo margt í lífinu. Þegar ég í sakleysi mínu trúði að allir væru góðir verndaðir þú mig með því að vara mig við sumu fólki (sérstaklega karlmönnum). Þú kenndir mér að dæma ekki aðra, þú kenndir mér að væla ekki yfir smámunum. Þú varst alltaf sannur og hafðir ekki í þér neina tilgerð – það elska ég í fari þínu. Við áttum svo marg- ar góðar stundir saman. Horfðum á Friends, þú komst til mín í mat eftir vinnu og naust þess að láta mig dekra við þig en mér fannst það líka yndislegt og gaf mér ekki síður mikið. Ég kynnti fyrir þér ís- kaffi og þér fannst það svo gott og við drukkum ófáa ískaffidrykki eftir það. Við fórum margar ferðir í gegnum árin á bókakaffi, geng- um saman Laugaveginn og Skóla- vörðustíginn, kíktum í búðir og fórum í sund. Ef mig vantaði álit á klæðaburði eða hlutum fyrir íbúð- ina hringdi ég alltaf í þig og þú skófst aldrei af hlutunum hrútur- inn minn. Ég eignaðist annað ljós í lífi mínu en þig 19. nóvember. Ég eignaðist fallega dóttur sem ég skírði seinna Bjarteyju. Mér var það svo mikið í mun að þú fengir að sjá hana og snerta hana. Ég kom með hana þriggja daga gamla til þín. Ég lagði hana við hlið þér og tók í hönd þína og lét þig snerta hendur, fætur og andlit hennar. Þú hafði áhyggjur af því að hún myndi detta en ég fullvissaði þig um að ég héldi í hana líka. Ég lyfti henni í þá hæð að þú sæir hana í fókus og tók myndir af okkur sam- an. Þessa mynd mun ég alltaf hafa hjá mér og sýna Bjarteyju þegar hún kemst til vits og ára. Þú ert frændi hennar og ég mun segja henni frá þér gullmolinn minn og því hversu yndisleg persóna þú ert og hversu kær mér þú ert. Ég var svo glöð í hjartanu að ná að fæða hana og koma með hana til þín í tæka tíð – það var mín heitasta ósk í þessu lífi og hún rættist. Eitt kvöldið í nóvember eða desember kom ég til þín og hélt ut- an um þig og sagði þér hversu mikið ég elskaði þig og að þið Bjartey væruð mér kærust. Síðan sagði ég þér að ef ég ætti eina ósk myndi ég óska að þér batnaði. Þá heyrði ég: „Æj“ frá þér þar sem þú lást í móki. Ég grét úr mér augun. Elsku yndislegi og fallegi Gunnar minn, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og hugur minn verður alltaf hjá þér á milli þess sem ég tekst á við þetta fallega líf sem mér var gefið. Ég hlakka svo til að verja því með Bjarteyju dótt- ur minni og þig í hjarta mínu. Ég elska þig af öllu hjarta. Þín alltaf, Kristín Þorvarðardóttir. Kær samstarfsfélagi og vinur okkar Gunnar Guðmundsson er látinn langt fyrir aldur fram. Hann háði stutta en erfiða baráttu við krabbamein. Eftir stöndum við sorgmædd og ósátt við örlög þessa góða drengs. Gunni, eins og við kölluðum hann, hóf störf hjá Int- ersport 2004 við útstillingar, vöru- framsetningu og verslunarstjórn enda mikill áhugamaður um strauma og stefnur innan tískunn- ar. Alltaf var hann flottur í tauinu og með sérhvert smáatriði á hreinu, allt frá sokkum og skyrtu eða bol að tösku; allt þurfti að tala saman. Hann var alltaf flottastur. Seinna meir sá hann um mark- aðsmálin hjá okkur og var fljótur að tileinka sér starfshætti sem kom sér vel að kunna í krefjandi starfi. Honum féll sjaldan verk úr hendi. Oft vann hann langt fram á kvöld og taldi það ekki eftir sér heldur kláraði þau verk sem þurfti að gera af mikilli samviskusemi. Hann var því mjög mikilvægur okkar fyrirtæki og hans er sárt saknað. Hann var sælkeri mikill og ef einhver mætti með eitthvað girnilegt með kaffinu, vínarbrauð eða kökur, var Gunni mættur. Hann var góður vinnufélagi, ljúfur og rólegur í allri framkomu. Hann var ákaflega hrifnæmur, heil- steyptur og vel gefinn strákur sem hafði skemmtilegan húmor og það var gaman að hlæja með honum. Gunni var heimsborgari að eðl- isfari, hafði gaman af því að ferðast og gerði töluvert af því bæði í sambandi við vinnuna og í fríum sínum. Hann upplifði oft eitthvað skemmtilegt í þessum ferðum og sagði okkur sögur þeg- ar heim var komið. Hvort sem hann hafði verið á ferðalagi um Kúbu, Svíþjóð eða í þyrluflugi yfir Bláa lóninu! Gunni naut lífsins og það er gott til þess að hugsa nú að hann fékk mörgu skemmtilegu áorkað þó svo að vissulega hafi hann átt margt eftir ógert. Við þökkum Gunnari fyrir sam- fylgdina og biðjum guð að blessa minningu hans. Fjölskyldu hans vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd starfsfólks Inter- sport, Bryndís Sævarsdóttir og Laufey Guðmundsdóttir. „Ég bið að heilsa London“ var það seinasta sem þú sagðir við mig með bros á vör. Elsku afi, allar okkar góðu stundir eru mér minnisstæðar, hvort sem það var þegar þú tókst á móti mér hérlendis þegar ég var pjakkur, fórum í veiðiferðir, sumarbústað eða fórum bara í sjoppuna og fengum okkur pylsu, það var alltaf gott að koma til þín og Sigrúnar í Keflavík. Það var alltaf hægt að treysta á þig, þú varst mér góður bakhjarl og einkenndi það þig alla tíð sem þú varst afi minn. Mér þótti afar vænt um þegar þú lagðir á þig að koma og heim- sækja mig erlendis eins og þegar þú komst alla leið til Japans til að athuga með strákinn. Mér þykir vænt um þig, afi minn, þín verður sárt saknað. Bjarni S. Dagbjartsson. Elsku hjartans afi minn. Nú hefur þú fengið hvíldina. Mér þyk- ir svo vænt um að hafa verið hjá þér síðustu dagana sem þú áttir og eru minningar okkar margar. Ég minnist daganna sem ég sat hjá þér á Eirhömrum í Mosfellsbæ, við gátum setið lengi að spjalla um lífið og tilveruna. Þú varst alltaf svo léttur í lund og stutt í hlát- urinn, alltaf sást þú broslegu hlið- arnar á lífinu. Það var svo gott að vera hjá þér, nærvera þín var svo Bjarni Dagbjartsson ✝ Bjarni Dag-bjartsson fædd- ist í Reykjavík 15. maí 1937. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. janúar 2013. Útför Bjarna fór fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 18. janúar 2013. hlý og góð. Þú varst mér svo góður og tókst mér alveg frá upphafi eins og þínu eigin barnabarni. Ég kveð þig elsku afi minn með mikl- um söknuði í hjarta og veit ég að þú ert kominn á góðan stað, stað sem þú varst farinn að þrá. Nú Guð ég von’að gefi af gæsku sinni frið, að sársaukann hann sefi af sálu allri bið. Og þó að sárt sé saknað og sól sé bakvið ský. Þá vonir geti vaknað og vermt okkur á ný. Þá ljósið oss mun leiða með ljúfum minningum og götur okkar greiða, með góðum hugsunum. (I.T) Þín Harpa Valdís. Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig frá Bláa lóns böðum að nyrstu sjávarströnd. Frá vel þekktum stöðum út í ókönnuð lönd þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. (Rúnar Júlíusson) Ég vil þakka Bjarna fyrir allt. Margrét Þyri. Við ætluðum að heimsækja hana Erlu núna strax eftir ára- mótin. Það átti að verða eitt af fyrstu verkum ársins. En tím- inn, þessi hraðfleygi fugl, lék okkur grátt og allt í einu var allt orðið of seint, hún Erla var dáin. Þegar við vorum allar í Gagnfræðaskóla Borgarness vorum við þrjár eins og órjúf- anleg heild auk þess sem fjöl- skyldur okkar voru tengdar vináttu- og skyldleikaböndum. Við hittumst utan skóla á hverjum einasta degi og saman deildum við leyndardómum þeim sem fylgja því að vaxa úr unglingsstelpum til fullþroska ungra kvenna og tókum þátt í ástarævintýrum hver annarrar og þeim sorgum sem ástinni eru oft samfara. Þessum sterka vinkvennahópi tilheyrði líka Dísa, Eydís Guðmunds- dóttir, sem einnig er látin úr illvígum sjúkdómi langt um aldur fram, líkt og önnur náin vinkona, Sigríður Þórisdóttir. Meðan Erla átti heima í Borgarnesi bjó hún ásamt for- eldrum sínum við hliðina á samkomuhúsi Borgnesinga. Þar fóru helstu skemmtanir og böll bæjarins fram og því var heimili Erlu sjálfsagður við- komustaður áður en skemmt- anir hófust. Stundum var fata- skápur Erlu tæmdur til að máta föt og oft lét Erla sig ekki muna um að draga fram saumavélina og nánast sauma flík á staðnum ef svo bar und- ir, oft með aðstoð sinnar góðu móður. Í herbergi Erlu var líka stór spegill þar sem hægt var að greiða og snyrta hver aðra eftir flóknum reglum tísk- unnar. Það var ekki ónýtt að ✝ Erla Kar-elsdóttir fædd- ist í Borgarnesi 24. október 1951. Hún lést á dvalarheimili Hrafnistu í Hafn- arfirði 3. janúar 2013. Útför Erlu fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 11. janúar 2013. geta klæðst slíku alvæpni ef von var á draumaprinsin- um á ballið í sam- komuhúsinu hand- an götunnar. Erla vinkona okkar var óvenju glaðlynd mann- eskja sem kunni að sjá spaugilegar hliðar á flestum hlutum og ekki síst gat hún gert grín að sjálfri sér. Það var gott að hlæja með Erlu. Hún var vinur vina sinna, viljug að rétta fram hjálparhönd þegar á bjátaði og trygglynd svo af bar. Hún var líka einstaklega handlagin og allt lék í höndum hennar. Hún komst þangað sem hún ætlaði sér, oft með mikilli seiglu og kjarki og okkur er minnisstætt þegar við, 15 ára stelpurnar, „rákum“ litla bónstöð eitt sum- arið á tímum atvinnuleysis þegar unglingar í fjárþurrð áttu ekki á vísan að róa hvað atvinnu varðaði. Þar var það Erla, ásamt Dísu, sem var drif- fjöðrin og taldi kjarkinn í okk- ur hinar. Þegar fram liðu stundir tvístraðist þessi góði vinkvenn- ahópur eins og oft vill verða þar sem hver fór sína leið í nám og störf, ýmist út í heim eða til Reykjavíkur. Við eign- uðumst menn og börn og tím- inn flaug. Alltaf hélst þó þessi sterki strengur á milli okkar og þegar við hittumst, stund- um með löngu millibili, var alltaf sem við hefðum hist í gær. Það er ómetanlegt að hafa átt vináttu Erlu og við kveðj- um hana með miklum söknuði og þakklæti. Það er huggun að við vitum að þær eru nú sam- einaðar aftur vinkonurnar, þær Erla, Dísa og Sigga, lausar undan þjáningum sínum og það er sem við sjáum prakkara- svipinn á þeim. Það er gott að eiga góðar minningar sem lina sorgina og við vottum allri stóru fjölskyld- unni hennar Erlu innilegustu samúðarkveðjur. Gróa og Ása Helga. Erla Karelsdóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN HARALDSDÓTTIR, Sóltúni 10, Reykjavík, sem lést á Landakotsspítala sunnudaginn 20. janúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 28. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Gunnlaugur Pálmi Steindórsson, Steindór Gunnlaugsson, Halldóra Lydía Þórðardóttir, Haraldur Páll Gunnlaugsson, Bolette Møller Christensen, Bryndís Dögg Steindórsdóttir, Haukur Eggertsson, Gunnlaugur Egill Steindórsson, Emilía Björk Hauksdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar okkar ástkæra sonar, föður, tengdaföður, afa og bróður, BJÖRNS HRÓARS AGNARSSONAR húsasmiðs, Hjallalundi 18, Akureyri. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar, heimaþjónustu og lyfja- deildar Akureyrar. Sigurlaug Th. Óskarsdóttir, Agnar Tómasson og fjölskylda, Reynir Björnsson, Lilja Jóhannesdóttir, Árný Björnsdóttir, Daníel Jónsson, Aníta Lind Björnsdóttir, Jóhann Stefánsson, Helena Björnsdóttir, Hörður Daníel Harðarson, Rakel Sveinsdóttir, Jóhannes Ásgeir Eiríksson, barnabörn og systkini hins látna. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ SIGURBJÖRG THORDERSEN, Nína, Hæðargötu 1, Njarðvík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 15. janúar verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 25. janúar kl. 14.00. Vigdís Thordersen, Magnús B. Hallbjörnsson, Stefán Thordersen, Sigurbjörg Björnsdóttir, Ólafur Thordersen, Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra föður, sonar, bróður og mágs, SIGURÐAR ÞORSTEINS BIRGISSONAR rafeindavirkja, Norðfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, Landspítala við Hringbraut og í Fossvogi. F. h. aðstandenda, Tore, Steinar og Elín Sigurðarbörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.