Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 Framkvæmdir eru hafnar til að leggja nýja hjóla- og gönguleið yfir Elliðaárósa. Að sögn Reykja- víkurborgar kalla þessar framkvæmdir á töluverða umferð vinnuvéla og bíla um Geirs- nef á næstu mánuðum en á þessu svæði er leyfilegt að sleppa hund- um lausum. Eru hundaeigendur beðnir um að sýna sérstaka aðgæslu í námunda við framkvæmdasvæðið sem er af- markað að hluta til. Hundaeigendur sýni aðgæslu á Geirsnefi Hundar á Geirsnefi. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur í sam- vinnu við Landmælingar Íslands ákveðið að frá og með janúar 2013 verði öll stafræn kort og land- upplýsingar stofnunarinnar gerð aðgengileg án gjaldtöku. Fram kemur í fréttabréfi stofn- unarinnar að með samþykkt fjár- laga fyrir árið 2013 hafi þessi ákvörðun orðið að veruleika. Þar segir að aðgengi að gögnum og upplýsingum hafi aukist mikið með tilkomu netsins. Stór áhrifa- valdur á heimsvísu sé fyrirtækið Google sem kynnti fyrir nokkrum árum þjónustu Google Earth og Go- ogle Maps. Þessi þjónusta byggist að mestu á gjaldfrjálsum gögnum en fram til þessa hafa kortin af Ís- landi verið mjög ónákvæm sem nú muni vonandi verða breyting á. Hægt er að nálgast gögnin á www.lmi.is. Stafræn kort Land- mælinga aðgengileg STUTT Samtök iðnaðarins bjóða til mál- þings á menntadegi iðnaðarins sem er í dag. Málþingið verður á Grand Hótel frá klukkan 9 til 12. Þar verður m.a. fjallað um aðgerðaráætlun Samtaka iðnaðarins, mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga til að auka áhuga grunnskólanemenda á raunvísindum og tækni. Í tengslum við málþingið verður skrifað undir samkomulag um framhald á þessu verkefni. Menntadagur iðnaðarins í dag stitutet í Stokkhólmi og lauk meist- araprófi þaðan sl. vor,“ segir Gunn- hildur. Yfirskrift gráðunnar var MSc í Global Health en inntak námsins er lýðheilsa þróunarlanda og vanda- málin og þau tækifæri til umbóta sem bjóðast. Þarna var fjallað um störf hjálpar- og þróunarstofnana og segist Gunnhildur hafa heillast af hugsjón samtakanna Medecins sans frontieres, Lækna án landamæra eins og þau hafa verið nefnd á ís- lensku. Hún hafi því sótt um störf þar og fengið – eftir strangt umsókn- arferli. Í framhaldinu fór hún til starfa í Mið-Afríkulýðveldinu og var þar í rúma þrjá mánuði nú í haust. Heilbrigðisógnir herja á þróunarlönd „Þegar ég kom fyrst til Malaví þekkti ég lítið til innviða samfélags- ins og hjálparstarfsins. Það leynist víða spilling og misnotkun á hjálp- arfé og -gögnum – og vanþekking er á þörfum þeirra sem aðstoð er ætluð. Mig langaði að læra meira um þau vandamál sem oft virðast fylgja hjálpar- og þróunarstörfum og um Í landi langt fyrir ofan ney  Gunnhildur Árnadóttir í störfum fyrir Lækna án landa- mæra  Á vaktinni í Malaví og Mið-Afríkulýðveldinu  Tæki- færi til umbóta bjóðast  Misnotkun á hjálparfé og -gögnum Ljósmynd/Úr einkasafni Móðir Hlutfall mæðra- ungbarnadauða í Mið-Afríka er hátt. Fyrirbyggjandi aðgerðir vegna þess eru snar þáttur í vinnu heilbrigðisstarfsfólks í landinu. Heilsufarið í tölum Ísland Mið-Afríkulýðveldið Mæðradauði 5 890 (fjöldi andláta / 100.000 lifandi fædd börn) Ungbarnadauði 3 97 (fjöldi andláta / 1.000 lifandi fædd börn) Frjósemi 1,89 4,57 (meðalfjöldi fæddra barna / konu á barneignaraldri) Fjöldi lækna / 1.000 íbúa 3,9 0,08 Spítalapláss / 1.000 íbúa 5,79 1,2 Meðalskólaganga kvenna 20 5 Ljósmynd/Úr einkasafni Aðföng Oft er handagangur í öskjunni þegar hjálpargögn berast í hrjáðu landi. Barist er um brauðið og fólk í landinu er í vanda statt. VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Störf á alþjóðavettvangi eru spenn- andi, gefandi og mjög þroskandi. Að gefa sig að þessu er blanda af hug- sjón og ævintýramennsku. Ég hef starfað sem almennur hjúkr- unarfræðingur á Landspítalanum en sagði upp þar fyr- ir tæpum þremur árum. Þótti álag og aðstæður varla boðlegar. Síðan þá virðist ástand- ið ekki hafa skán- að, nema síður sé, og ég styð heils- hugar þá hjúkr- unarfræðinga sem eru að segja upp störfum sín- um núna,“ segir Gunnhildur Árna- dóttir hjúkrunarfræðingur. Gunnhildur er nýlega komin heim frá Mið-Afríkulýðveldinu þar sem hún starfaði á vegum samtakanna Læknar án landamæra. Á síðustu misserum hefur Gunnhildur farið til þróunarlanda og sinnt hjúkr- unarstörfum. Fór fljótlega eftir að hún lauk námi við Háskólann á Akur- eyri til Malaví til starfa fyrir þarlend þróunarsamtök. Var það fyrir milli- göngu Hjálparstarfs kirkjunnar hér heima. Heillaðist af hugsjón „Þegar ég kom til Malaví áttaði ég mig á því hve draumur minn um að sinna alþjóðlegu hjálparstarfi var sterkur. Ég hafði lengi gengið með þetta í maganum. Eftir veruna í Malaví kom ég heim og vann í tæp tvö ár á Landsítalanum. Draumurinn um störf á alþjóðavettvangi var þó áfram til staðar. Því dreif ég mig í mastersnám við Karolinska In- Gunnhildur Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.