Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 ✝ Sólrún Sigurð-ardóttir fædd- ist 2. ágúst 1928 á Eyrarbakka. Hún lést á Fossheimum, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 14. jan- úar 2013. Foreldrar hennar voru Sigríð- ur Ólafsdóttir hús- freyja, f. 5.3. 1886 á Eyrarbakka, d. 12.8. 1986, og Sig- urður Gísli Guðmundsson banka- maður, f. 26.11. 1878 á Eyr- arbakka, d. 22.5. 1976. Systkini Sólrúnar eru Baldur, f. 20.1. 1906, d. 18.11. 1999, Guð- mundur, f. 25.9. 1907, d. 21.2. 1996, Ástríður, f. 22.7. 1910, d. 16.2. 2006, Hlíf, f. 5.7. 1912, d. 1.11. 1978, Ólafur, f. 1.2. 1915, d. 3.4. 1995, Páll, f. 17.10. 1916, d. 16.9. 2007, Geirmundur, f. 22.9. 1918, d. 6.10. 2005, Garðar, f. 20.2. 1922, og Ingibjörg, f. 12.8. 1924. Sólrún giftist árið 1954 Sig- urði Eyberg Ásbjörnssyni, kaup- manni á Selfossi, f. 21.8. 1930, d. 2.11. 1984. Foreldrar hans voru Gíslína Guðrún Ásbjörnsdóttir, f. 7.2. 1905, d. 17.3. 1987, og Ás- björn Guðjónsson, f. 13.1. 1906, d. 20.3.1971. Börn Sólrúnar og Sigurðar eru: 1) Ásbjörn, f. 16.10. 1955, kvæntur Jónbjörgu Kjartansdóttur, f. 7.2. 1954. Börn þeirra eru: a) Árni Hrafn, f. 18.10. 1979, maki María Val- garðsdóttir. f. 26.9. 1979, b) Kjartan, f. 21.5. 1990, maki Ingi- björg Kristjánsdóttir, f. 19.4. 1993. 2) Ólafur, f. 30.3. 1957, kvæntur Maríu Málfríði Guðna- dóttur, f. 25.3. 1958. Börn þeirra eru: a) Sigurður Rúnar, f. 10.7. 1984, maki Guðfinna Halldórs- dóttir, f. 8.9. 1984. Barn þeirra er Hrafnhildur, f. 1.4. 2012. b) Haukur Már, f. 26.6. 1986, maki Kristín Ás- geirsdóttir, f. 22.10. 1991. c) Davíð Arn- ar, f. 31.10. 1988, maki Soffía Hlynsdóttir, f. 7.1. 1989. d) Pétur Andri, f. 23.12. 1992. 3) Sigríður Ása, f. 15.3.1 961, gift Þorsteini Gunnari Þórarinssyni, f. 12.3. 1957. Barn þeirra er Almar þór, f. 23.10. 1996. Sonur Sigríðar Ásu er Sigurður Eyberg Guð- laugsson, f. 2.10. 1990, maki Anna Rut Tryggvadóttir, f. 14.1. 1989. Sólrún ólst upp með for- eldrum sínum og níu systkinum í Búðarhamri á Eyrarbakka og gekk í barnaskólann á Bakk- anum. Hún vann við versl- unarstörf, fyrst í Bókabúð Lár- usar Blöndal í Reykjavík og síðar í Bókabúð Kaupfélags Ár- nesinga á Selfossi. Sólrún og Sigurður bjuggu á Víðivöllum 6 á Selfossi. Frá 1985 bjuggu Sólrún og Ástríður systir hennar saman á Grænuvöllum 6 og síðar í Álftarima 11. Síðast- liðið ár dvaldi Sólrún á Foss- heimum, Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Útför Sólrúnar verður gerð frá Selfosskirkju í dag, 24. jan- úar 2013, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú húmi slær á hópinn þinn, nú hljóðnar allur dalurinn og það, sem greri á þinni leið um því nær heillar aldar skeið. Vor héraðsprýði horfin er: öll heiðríkjan, sem fylgdi þér. Og allt er grárra en áður var og opnar vakir hér og þar. Þér kær var þessi bændabyggð, þú bast við hana ævitryggð. Til árs og friðar – ekki í stríð – á undan gekkstu í háa tíð. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. En styrrinn aldrei stóð um þig, – hver stormur varð að lægja sig, er sólskin þinnar sálar skein á satt og rétt í hverri grein. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum.) Hvíldu í friði, kæra amma, Sigurður Rúnar, Haukur Már, Davíð Arnar og Pétur Andri. Það er alltaf erfitt að sætta sig við að missa ástvini, manni finnst maður ekki hafa fengið þann tíma sem maður hefði óskað sér með viðkomandi og lífið virðist afskaplega óréttlátt. Þá er gott að hugsa um það góða og gleði- lega í lífi viðkomandi og geyma þær minningar hjá sér. Ég er viss um að afi Sigurður hefur verið glaður þegar hann söng fyrir þig þetta kvæði, þegar þú varst skírð. Þú ert yndið mitt yngsta og besta, þú ert ástarhnossið mitt nýtt, þú ert Sólrún á suðurhæðum, þú ert sumarblómið mitt frítt, þú ert ljósið sem lifnaðir síðast, þú ert löngunar minnar Hlín. Þú ert allt sem ég áður þráði, þú ert ósk, – þú ert óskin mín. (Þórarinn Guðmundsson.) Þannig reyndi ég líka að hugsa þegar pabbi (Siggi í Sigga- búð), lést langt fyrir aldur fram. Skömmu áður höfðum við hjónin eignast fyrsta strákinn okkar, Sigurð Rúnar, sem ég veit að gladdi þig og pabba ákaflega mikið á erfiðum tíma. Ég er því mjög þakklátur að þér auðnaðist að fá að halda á fyrsta barna- barninu þínu, henni Hrafnhildi, áður en þú kvaddir. Takk fyrir árin sem við áttum saman. Ólafur Sigurðsson og fjölskylda. Sólrún Sigurðardóttir ✝ Þórir Björn Jó-hannsson fæddist 3. sept- ember 1944 í Reykjavík. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut sunnudaginn 13. janúar. For- eldrar hans voru hjónin Katrín Þor- björnsdóttir, f. 12.12. 1907, d. 11.7. 1980 og Jóhann Guðlaugsson, f. 2. 1. 1901, d. 9.12. 1983. Þórir var yngstur fjögurra systkina. Systur hans eru Ágústa, f. 19. mars 1931, maki Guðjón Ás- björnsson, f. 8.8. 1924, d. 28.6. 1980, Erna, f. 22. 11. 1936, d. 30.12. 2003, eftirlifandi maki Sigurbjörn Ármannsson, f. 17.3. 1936. Guðlaug, f. 4.4. 1943. 1988, Þórhildur, f. 15.2. 1991 og Áslaug ,f. 8.5. 1996. 2) Guðni Sigurður, f. 15.3. 1972, maki Jenný Guðbjörg Hannesdóttir, f. 3.2. 1975. Þeirra börn eru Karen Dögg, f. 29.9. 1993, Haukur Björn, f. 10.6. 1996 og Harpa Katrín, f. 17.8. 2000. 3) Elvar Örn, f. 7.9. 1976, hans maki er Unnur Björg Stefánsdóttir, f. 5.5. 1975. Þeirra börn eru Hild- ur Lára, f. 14.12. 2003, Kári Snær, f. 7.1. 2009 og Stefán Þór- ir, f. 28.8. 2011. 4) Sigrún Anna, f. 1.8. 1979, maki Guðjón Ýmir Lárusson, f. 13.7. 1975. Þeirra synir eru Kristófer Darri, f. 9.4. 2001 og Hilmar Darri, f. 24.6. 2003. 5) Arnar, f. 30.3. 1990, fæddur andvana. Þórir vann ýmis störf á yngri árum en hann lærði múraraiðn í Iðnskólanum í Reykjavík og varð múrarameistari. Hann vann við múrverk í mörg ár. Seinna sneri Þórir sér að sendi- bílaakstri og vann á Sendibíla- stöð Kópavogs lengst af. Útför Þóris fór fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Hennar maki er Sverrir Gunn- arsson, f. 20.8. 1939. Fjölskyldan bjó á Frakkastíg 5, í Reykjavík þar sem Þórir ólst upp í faðmi foreldra og systra sinna. Árið 1967 kynn- ist Þórir eiginkonu sinni M. Áslaugu Guðnadóttur, f. 3.7. 1946. Foreldrar hennar voru Guðni Sigurður Erlendsson, f. 9.1. 1918, d. 11.11. 1983 og Ásta Sigurðardóttir, f. 19.10. 1917, d. 12.9. 1968. Þórir og Áslaug giftu sig 16.12. 1972. Börn þeirra Þór- is og Áslaugar eru: 1) Ásta, f. 13.7. 1966. Maki Stefán Gunn- arsson, f. 26.9. 1963. Þeirra börn eru Gunnar Héðinn, f. 22.7. Elsku pabbi minn Þetta eru einkennilegir tímar sem ég er að upplifa núna. Ég hreinlega trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur. Það var svo of- boðslega erfitt að sjá þig, þennan hrausta mann veikjast svona hratt. Þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa öllum sem þurftu á hjálp að halda en áttir erfitt með að þiggja hjálp sjálfur. En elsku pabbi, ég á fullt af yndisleg- um minningum um þig og óneit- anlega eru þær margar tengdar sumarbústaðnum ykkar mömmu sem öll stórfjölskyldan byggði saman og átti stóran part í okkur öllum síðustu ár. Þar áttum við yndislegar stundir og verða kom- andi tímar þar dálítið einkenni- legir án þín því þar naustu þín svo sannarlega. En ég treysti því og trúi að þú verðir með okkur þar í anda og látir jafnvel vita af þér. Þú varst frábær pabbi og vinur og hreint stórkostlegur afi. Barnabörnin sóttu í þig og er það ekki skrýtið því þú áttir svo auð- velt með að finna barnið í sjálfum þér. Það var mjög gaman að fylgjast með þér í afahlutverkinu. Þú sast iðulega með barnabörnin nokkurra mánaða í fanginu á þér og reyndir að gefa þeim ís eða súkkulaði. Við ungu foreldrarnir þurftum að vakta þig og skildir þú ekki af hverju þau máttu ekki fá að smakka. Þegar þú varst svo skammaður fyrir þetta var svarið ávallt það sama, hann/hún vildi þetta. Ef ég verð svo heppinn að verða afi þá ætla ég að vera eins líkur þér og ég mögulega get. Elsku pabbi, ég sakna þín svo mikið. Við munum öll passa vel upp á mömmu fyrir þig. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn og vinur. Þinn sonur. Guðni. Mikið ofsalega er sárt að kveðja þig, elsku Þórir. Þú barð- ist svo hetjulega við þennan ill- víga sjúkdóm sem að lokum sigr- aði þig langt fyrir aldur fram. Það var alltaf fjör í kringum þig og þér leiddist ekki að stríða smá og gera prakkarastrik með barna- börnunum sem skemmtu sér allt- af vel með þér, enda þótti þér af- skaplega vænt um þau öll. Þú varst alltaf svo léttur og kátur og gott að vera í kringum þig og allt- af varstu tilbúinn að hjálpa öllum og redda hinu og þessu. Við erum svo þakklát fyrir þær minningar sem við eigum um þig og þær hjálpa okkur í sorginni. Við erum líka svo þakklát fyrir það að þú og Áslaug amma gátu verið með okkur hér á aðfangadagskvöld þrátt fyrir veikindin þín, það gaf okkur öllum svo mikið og þú skemmtir þér líka svo vel. Hildur Lára, Kári Snær og Stefán Þórir sakna afa og sorg þeirra er mikil. Við Elvar eigum eftir að segja börnunum okkar óteljandi sögur af afa Þóri og rifja upp gamlar minningar um ókomna tíð og þá sérstaklega fyrir Stefán Þóri sem er ennþá of lítill til að skilja, Hild- ur Lára ætlar sérstaklega að passa upp á það að litlu bræður hennar fái að heyra allt um afa sinn og hversu skemmtilegur hann var. Við þurfum að hlúa vel að hvert öðru og munum öll passa upp á Áslaugu ömmu fyrir þig. Takk fyrir allt. Hvíldu í friði, elsku Þórir. Þín tengdadóttir. Unnur Björg Stefánsdóttir. Elsku afi. Þú varst alltaf svo skemmti- legur afi. Þú varst alltaf svo fynd- inn og hafðir gaman að því að stríða, sérstaklega okkur yngstu krökkunum. Mér fannst alltaf svo gaman og þægilegt að vera hjá þér. Mér fannst alltaf gott að vera ein með þér og ömmu uppi í bústað. Það var alltaf svo gaman að heyra sögurnar frá ömmu um hvað þú hafðir verið að segja og gera eitthvað skemmtilegt með höndunum í svefni. Afi, þú sagðir eiginlega aldrei nei við okkur barnabörnin. Ég trúi ekki að þú sért farinn frá okkur. Mér finnst allt hafa breyst eftir að þú fórst. Ég sakna þín svo mikið. Þín afastelpa. Harpa Katrín. Er ég sit og rifja upp minn- ingar um þig fyllist ég fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa ver- ið hluti af fjölskyldu ykkar Ás- laugar í 21 ár. Sterkastar eru minningarnar um þig í afahlut- verkinu því þar naust þú þín vel og hændust börnin að þér og þú að þeim. Gott dæmi um það er þegar við komum til ykkar upp í bústað með Karen Dögg á fyrsta ári var ekki byrjað á heilsa okkur heldur einfaldlega spurt „hvar er hún?“ Urðu fagnaðarfundir þeg- ar þú fékkst hana í fangið. Fjöl- skyldunni sinntuð þið Áslaug af alúð og voruð ávallt tilbúin til að rétta okkur hjálparhönd ef á þurfti. Umburðarlyndi var ein- kennandi fyrir þig og því auðvelt að vera maður sjálfur í kringum þig. Að búa til mat eða baka fyrir þig þótti mér sérstaklega gaman því að þú lést í ljós ánægju þína meðal annars með því að gefa mér viðurnefnið eldhúsdrottn- ingin. Betri tengdapabba og afa hefði ég ekki getað hugsað mér fyrir mig og börnin mín. Hvíldu í friði. Þín tengdadótt- ir. Jenný. Elsku afi. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Betri afa hefði ég ekki getað fengið. Sérstaklega þykir mér vænt um tímann sem við áttum saman þegar ég aðstoðaði þig á sendibílnum. Einnig hugsa ég oft um allar stundirnar í sumarbú- staðnum með þér og ömmu. Mér þykir einnig mjög vænt um þegar þú komst að horfa á mig keppa í fótbolta. Elsku afi minn, hvíldu í friði. Ég sakna þín. Þinn. Haukur Björn. Elsku afi minn. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Ég mun aldrei kynnast neinum eins og þér. Svo einstak- lega skemmtilegur, fyndinn og góður varstu. Ég mun ávallt sakna þín. Þín. Karen Dögg. Þórir Björn Jóhannsson ✝ Snæbjörn Jó-hannsson fædd- ist 22. júlí 1914 á Litlu-Fellsöxl í Innra-Akranes- hreppi og lést 1. janúar 2013. Hann var sonur hjónanna Jóhanns Sím- onarsonar og Þor- kötlu Gísladóttur. Hann átti þrjú systkini, Jórunni, Aðalstein og Sigurgeir sem öll eru látin. Snæbjörn kvæntist 18. sept. 1954 Helgu Ingólfsdóttur sem er Ágústa Björg og Þórólfur Heið- ar. 2) Halldór f. 19. nóv. 1948, kvæntur Ragnheiði Héðins- dóttur. Þeirra synir eru Skarp- héðinn, Kári og Ingólfur. Snæ- björn og Helga skildu árið 1989. Hann lauk cand. mag.-prófi í norrænum fræðum frá Háskóla Íslands og varð íslenskukennsla hans ævistarf. Samhliða námi vann hann á skrifstofu Alþingis sem ritari. Lengst kenndi hann við Gagnfræðaskóla Akraness og Flensborgarskóla í Hafn- arfirði en á Akranesi gegndi hann einnig starfi forstöðu- manns Bókasafns Akraness sam- hliða kennslu um fimm ára skeið. Eftir Snæbjörn liggja þýð- ingar á skáldsögum og fræðirit- um. Útförin var gerð 9. janúar 2013 og fór hún fram í kyrrþey að ósk hins látna. látin. Dætur Snæ- bjarnar og Helgu eru: Anna f. 5. apríl 1956 og Þórkatla f. 20. sept. 1958. Eig- inmaður Önnu var Ragnar L. Þor- grímsson en hann er látinn. Þeirra börn eru Snæbjörn, Baldur og Helga. Þórkatla er ein- hleyp en á einn son, Jóhann Inga. Fyrir átti Helga: 1) Ingu Þórunni f. 31. júlí 1947, gift Þorsteini H. Gunnarssyni. Þeirra börn eru Erlendur Smári, Það var undarleg blanda af gleði og trega sem fyllti hug minn þegar ég frétti að vinur minn og sálufélagi, Snæbjörn Jóhannsson hefði yfirgefið þennan heim á ný- ársnótt, 98 ára að aldri. Loksins varð honum að ósk sinni að fá að fara eftir margra ára sjúkralegu. Þegar ég heimsótti Snæbjörn sl. sumar sagði hann mér að heit- asta ósk sín væri að fá að fara úr því sem komið var og eftir að hann hætti að geta lesið var nú fokið í flest skjól. Ég kvaddi hann líka með þeim orðum að ég vonaði að þegar við sæjumst næst væri hann steindauður. Þá brá fyrir gamla glettnisglampanum í aug- um hans sem ég þekkti svo vel frá því í gamla daga. Ég kynntist Snæbirni þegar ég fluttist upp á Akranes árið 1963 þar sem Snæbjörn starfaði sem kennari. Ég var þá útsölumaður tímaritsins Ganglera sem hann var áskrifandi að. Þegar ég skilaði honum heftinu bauð hann mér inn og við fórum að tala um andleg mál. Það fór strax vel á með okkur og mér fannst eins og ég væri að heilsa upp á gamlan vin. Eftir þetta heimsóttum við oft hvor annan og ræddum saman um alla heima og geima. Stundum hlust- uðum við saman á klassíska músík sem Snæbjörn hafði mikið yndi af, og stundum var þemað ljóð og bókmenntir og þar var nú Snæ- björn á heimavelli. Hann var mik- ill fróðleiksmaður um marga hluti og þótti mér nú ekki amalegt að fá að sitja við hans vísdómsbrunn. Og stundum þegar sá gállinn var á honum brá hann á glens og reytti þá af sér brandarana. Stundum sátum við yfir tafli á síðkvöldum í skammdeginu og þóttist ég góður ef mér tókst að hafa af honum skák og skák. Eitt af því sem mér líkaði best við Snæbjörn var að hann var ekk- ert feiminn við að segja meiningu sína umbúðalaust en gat þá stund- um verið dálítið kaldhæðinn og átti þá jafnvel til að stuða fólk sem ekki þekkti nógu vel hans oft gráglettna húmors. Sem dæmi get ég nefnt vísu sem hann mælti eitt sinn af munni fram við kunningja sinn. Ekki get ég að því gert en einhvern veginn finnst mér Innantómur að þú sért er ég hefi kynnst þér. Menn verða að þekkjast vel til að geta baunað slíkum vísum hver á annan án þess að móttakandi fyrtist við, en það skeði víst í þessu tilfelli. Ég flutti til Noregs 1969 en við Snæbjörn héldum þó áfram sam- bandi okkar, skrifuðumst á og höfðum símasamband. Hann var alltaf einn sá fyrsti sem ég heim- sótti í hvert sinn sem ég kom heim til Íslands í sumarfrí. Þó að heilsa hans hafi bilað með tímanum og hann hafi að lokum verið rúm- liggjandi árum saman var hann allan tíman alveg fram á síðustu stund skýr í hugsun og stálminn- ugur og gerði hann sér vel grein fyrir stöðu sinni. Við töluðum oft um dauðann en líka um líf fyrir líf- ið og lífið eftir lífið og eru þær stundir mér mjög hjartfólgnar og ómetanlegar. Góði vinur, ég kveð þig nú að sinni og segi bara að lok- um: Lifðu heill og sjáumst heilir. Dætrum hans, Önnu og Þór- kötlu, votta ég samúð mína. Halldór Bragason Snæbjörn Jóhannsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.