Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Verði Íhaldsflokkurinn áfram við stjórn mun verða efnt til þjóðar- atkvæðagreiðslu í Bretlandi eftir næstu þingkosningar og í síðasta lagi 2017 um það hvort breskir kjósendur vilji yfirgefa Evrópu- sambandið eða vera þar áfram en á breyttum forsendum. Kom þetta fram í ræðu Davids Camerons, for- sætisráðherra Bretlands, í London í gær um tengslin við ESB. „Það er kominn tími til að þjóðin segi hug sinn,“ sagði ráð- herrann en ekki væri þó rétti tím- inn núna. Mikil óvissa væri í ESB, það hefði glatað trausti almennings og margir ættu erfitt með að sætta sig við stanslausa afskiptasemi þess af stórum sem smáum málum. En gefa yrði ESB tækifæri til að bæta sig og endurskoða stefnuna. Hann sagði að endurheimta yrði hluta þeirra valda sem þjóðríkið hefði af- salað sér til Brussel. Fyrstu viðbrögð utanríkis- ráðherra jafnt Þýskalands sem Frakklands við hugmyndum Came- rons voru neikvæð, ESB væri ekki „hlaðborð“ þar sem menn gætu val- ið og hafnað. En athygli vakti að Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði Þjóðverja reiðubúna að ræða málið. „Evrópusamstarfið merkir ávallt að finna verði málamiðlun og jafnframt að finna verði sanngjarna málamiðlun,“ sagði kanslarinn. „Í þessu samhengi erum við að sjálf- sögðu reiðubúin að ræða óskir Breta en við verðum að muna að aðrar þjóðir hafa einnig aðrar óskir fram að færa.“ ESB-andstæðingar sáttir Næstu þingkosningar verða í síðasta lagi 2015. Mjög skiptar skoðanir eru um ESB meðal íhalds- manna. Einn af þekktustu and- stæðingum ESB í Íhaldsflokknum, Daniel Hannan, hrósaði mjög ræðu Camerons og sagði hana marka þáttaskil. Forsætisráðherrann hét að berjast fyrir áframhaldandi að- ild Breta að ESB á grundvelli nýs samkomulags um breytt tengsl. En ef ekki yrði komið til móts við kröf- ur Breta gæti sambandinu mistek- ist ætlunarverk sitt og Bretar smám saman hrakist á brott. „Kominn tími til að þjóðin segi hug sinn“  Cameron heitir Bretum þjóðaratkvæði um aðild að Evrópusambandinu ekki síðar en 2017  Merkel segir ESB-samstarfið byggjast á málamiðlunum og er reiðubúin að ræða óskir Breta AFP Í klípu Cameron flytur ræðu sína í London í gær en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu síðustu mánuði. Óttast sundrungu » Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, sagði fyrir skemmstu að ef Bretar fengju að endurheimta vald frá sam- bandinu myndi það rakna upp enda færu þá fleiri þjóðir fram á það sama. » Skoðanakannanir undan- farin ár hafa oft sýnt mikinn stuðning á meðal Breta við þjóðaratkvæði um veruna í Evrópusambandinu. Flestar kannanir hafa einnig sýnt fleiri hlynnta úrsögn en áframhald- andi aðild. » Bretar gengu í ESB, sem þá hét Efnahagsbandalag Evrópu, árið 1973. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ísraelar eru vanir stjórnarkreppum, ríkisstjórnir endast sjaldan út kjör- tímabilið enda flokkakraðakið mikið. Erfitt kann að reynast að mynda nýja stjórn í kjölfar kosninganna á þriðjudag, atkvæði skiptust nær jafnt á milli hægri- og vinstriflokka, hvor fylking með 60 sæti. Hægri- maðurinn Benjamin Netanyahu, hinn 63 ára gamli forsætisráðherra landsins og leiðtogi Likud-flokksins, er reyndur stjórnmálamaður, var forsætisráðherra 1996-1999 og tók aftur við forystunni 2009. Netanyahu var sigurviss í fyrra, boðaði kosning- ar fyrir tímann og myndaði kosn- ingabandalag með hægriflokknum Yisrael Beiteinu. En bandalagið fékk aðeins 31 sæti, hafði áður 42. Pólitíska nefið virðist hafa brugð- ist ráðherranum en óvenjumikil kjörsókn hefur að líkindum ruglað útreikningana. Skýringin á þessum óvænta kosningaáhuga er sögð vera hræðsluáróður af hálfu margra leið- toga vinstrimanna og arabíska minnihlutans. Stöðva yrði flokk Naftalis Bennetts, auðkýfings og fyrrverandi sérsveitarmanns, sem væri á mikilli siglingu en hann er yst til hægri og vill beinlínis innlima stór svæði á Vesturbakkanum í Ísrael. Bennett fékk 12 sæti en hann höfðaði einkum til þeirra sem andmæla meintri linku Netanyahus gagnvart Palestínumönnum. Netanyahu er þó að mati flestra líklegur til að mynda næstu stjórn. Margra flokka þreifingar Deilan við Palestínumenn var ekki ofarlega á baugi í kosningabarátt- unni, þar bar meira á gagnrýni á efnahags- og félagsmálastefnu stjórnvalda og ljóst er af ummælum Netanyahus í gær að hann ætlar að bregðast við þeim áherslum. En stærri flokkarnir, þ.á m. Verka- mannaflokkurinn, sem er þriðji stærsti flokkurinn á eftir nýjum miðjuflokki, Yesh Atid sjónvarps- mannsins Yairs Lapids, segjast þó allir vilja semja um frið og ætti því að vera mögulegt að brúa sjónarmiðin þótt efast sé um heilindi sumra. For- sætisráðherrans bíður það flókna verkefni að tryggja sér stuðning margra ólíkra flokka. Og að mörgu er að hyggja. Reyni Netanyahu t.d. að fá stuðning Benn- etts gæti það kostað deilur við Bandaríkjamenn sem aldrei myndu samþykkja harðlínustefnu hans gagnvart Palestínu. Rafi Smith, kosningaspekingur sem ísraelska ríkisútvarpið ræddi við, var ekki bjartsýnn. „Þetta verður skamm- vinnt þing, suðupottur, ríkisstjórn þjóðarlömunar,“ sagði hann. Netanyahu líklegur þrátt fyrir skell  Með samanlagt sjö ára reynslu af embætti forsætisráðherra en næstu stjórn ekki spáð langlífi  Fylkingar hægriafla og vinstrimanna verða sennilega jafnstórar á ísraelska þinginu Benjamin Netanyahu Yair Lapid Flokkur sem var ekki búið að stofna fyrir ári, Yesh Atid, vann óvæntan sigur í þingkosning- unum og fékk 19 sæti ef marka má bráðabirgðaniðurstöður. Formaður Yesh, Yair Lapid, var vinsæll sjónvarpsmaður en tjáði sig lítið um stjórnmál. Stjórn- málaskýrandi Haaretz, Gideon Levy, sagði kjósendur helst vilja á þing menn sem forðuðust að taka á erfiðum deilumálum. Kjósendur vildu „flýja veru- leikann“. Óskrifað blað SIGURVEGARI Malíbúi á bænateppi sínu en í baksýn sjást franskir hermenn með búnað sinn. Hernaður Frakka gegn her- skáum íslamistum í Afríkuríkinu Malí veldur því að Frakkland er nú helsta skotmark hryðjuverkamanna, að mati Marc Trevidic, þekkts dómara sem stýrir rannsóknum á árásum hryðju- verkasamtaka. En Trevidic segir hernaðinn nauðsynlegan, ella sé hætta á að Mali verði nýtt hreiður hermdarverkasamtaka. Trevidic segir árásina á gas- vinnslustöðina í Alsír, grannríki Malí, nýverið hafa komið á óvart en ekki að henni skyldi stýra Mokhtar Bel- mokhtar sem staðið hefur fyrir fjölda mannrána í norðanverðri Afríku á síðustu árum. „Hann hefur reynt að fá fjölda franskra borgara til að gera sprengjuárásir í Frakklandi,“ sagði Trevidic. Fyrir um áratug hefðu liðsmenn Belmokhtars verið 200-300. Hann hefði mun meiri áhrif núna vegna þess að með gíslatökum hefði hann komist yfir fé til að kaupa vopn. Frakkland helsta skotmarkið AFP  Belmokhtar hefur eflst mjög síðustu ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.