Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 Finney Rakel Árnadóttir er þrítug í dag, fædd 24. janúar 1983.Hún ólst sín fyrstu ár upp á Suðureyri við Súgandafjörð enflutti ung með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Finney á von á góðri afmælishelgi því unnusti hennar, Gísli Sveinn, ætlar að bjóða henni á Hótel Rangá. „Við ætlum að hafa það kósí tvö saman. Hann planaði þetta í ágúst, ekki að mér vitandi. Hann kom mér á óvart og lét mig vita af þessu á mánudaginn. Ég þurfti reyndar að sleppa við málþing um helgina í náminu sem ég er í en það var tekið ágætlega í það,“ segir Finney sem á einn tveggja ára son, Árna Fannar. Finney leggur stund á nám í þjóðfræði við Háskóla Íslands og út- skrifast þaðan með BA-gráðu í sumar. Þá ætlar hún að slá upp al- mennilegri afmælisveislu fyrir vini og ættingja. „Ég er að hugsa um að breyta út af vananum og halda sumarafmæli, samhliða útskrift- arveislunni. Það er alltaf kalt í janúar þegar ég á afmæli svo það verður gaman að halda upp á það í sumar og hafa öðruvísi fíling,“ segir Finney. Henni finnst annars mjög gott að eiga afmæli snemma í árinu. „Það kom stundum að góðum notum, ég fékk fyrst að fara í ríkið af mínum jafnöldrum og á bannaðar bíómyndir,“ segir hún og hlær. Finneyju finnst það verða skemmtilegra með aldrinum að eiga afmæli, spenningurinn fyrir því sé aftur að verða svipaður og þegar hún var barn. Finney Rakel Árnadóttir er 30 ára Afmælisbarn Finney Rakel Árnadóttir er 30 ára í dag. Hér er hún, til hægri, með Helgu Sigríði vinkonu sinni, t.v. Heldur upp á vetr- arafmælið í sumar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Dalvík Bríet Sara fæddist 6. apríl kl. 4.36. Hún vó 3.480 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Elva Ósk Jónsdóttir og Níels Kristinn Benja- mínsson. Nýr borgari Edda Líney Baldvinsdóttir og Lotta Karen Hafþórsdóttir söfnuðu dóti og héldu tombólu við verslun Bónus í Naustakverfi. Þær söfnuðu 4. 711 krónum sem þær styrktu Rauða kross- inn með. Hlutavelta V aldimar fæddist í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum og Laug- arneshverfinu auk þess sem hann var í sveit á sumrin í Reykholti í Borgarfirði. Hann var í Laugarnesskóla, lauk stúdensprófi frá MT 1974 og MA- prófi í kvikmyndagerð frá Columbia College í Bandaríkjunum 1978. Valdimar var dagskrárgerð- armaður við RÚV Sjónvarp 1978-82, en hefur síðan starfað sjálfstætt við eigin kvikmyndagerð sem og með öðrum, s.s. RÚV, Stöð 2 og Saga film. Valdimar stofnaði, 1990, Lífs- mynd – Valdimar Leifsson kvik- myndagerð ehf., alhliða kvikmynda- gerðarfyrirtæki sem þó hefur einkum sérhæft sig í gerð heimild- armynda og sjónvarpsþátta. Kvikmyndir frá Lífsmynd Meðal helstu mynda Valdimars sem framleiddar hafa verið hjá Lífs- mynd eru Vestur-Íslendingar 1982; Dimmuborgir, 1994; Lóan syngur ekki á örfoka svæðum, 1994; Nína – Listakonan sem Ísland hafnaði, 1994; Kleppsspítalinn, 1995; Þórs- mörk – The Hidden Walley of Thor, 1997; Nú er rafmagn hingað sótt, 2000; The Lake Between the Cont- inents, 2000; Maður eigi einhamur, Guðmundur frá Miðdal; Mér líkar ekki malbikið, 2001; Maðurinn sem gatar jökla, 2003; Frozen Paradise, 2005; Hver var Jónas?, 2007; Chu- kotka at the End of the World, 2009; The Eruption!, 2010; Birth of an Island – The Making of Iceland, 2011. Valdimar er nú að vinna að þátta- röð um Reykjanesið sem sýnd verð- ur á RÚV í vor. Þá hefur Valdimar komið að gerð fjölda sjónvarpsþátta og þáttaraða, Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður – 60 ára Kvikmyndagerðarmaðurinn Valdimar kemur víða við með kameruna. Hér er hann á Fimmvörðuhálsi. Vinnur með landið, söguna og náttúruna „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.