Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Nokkuð viðamiklar breytingar á barnalögum tóku gildi um áramót, eftir að tillögu innan- ríkisráðherra um frestun gildistöku þeirra var hafnað. Framsögumenn á málþingi um barna- lögin töldu allir að breytingarnar væru til batnaðar. Einn þeirra taldi hins vegar mikla óvissu uppi þar sem ekki væri hægt að upp- fylla skilyrði laganna til þess að höfða mætti forsjármál fyrir dómstólum. Málþingið var haldið á vegum Orators, fé- lags laganema við Háskóla Íslands, og bar yf- irskriftina Barnalögin – Breytingar til batn- aðar?. Fyrst til að halda framsögu var Hrefna Friðriksdóttir, dósent í fjölskyldu- og erfða- rétti við lagadeild Háskóla Íslands, en hún átti þátt í samningu frumvarpsins. Hún hóf mál sitt á því að svara þeirri spurningu sem fram kom í yfirskriftinni. Sagðist hún enn vera nokkuð sammála sjálfri sér og telja breytingarnar til batnaðar. Hrefna fór yfir helstu breytingar og sagði markmið þeirra að bregðast við því hvernig samfélagið hefði breyst, hvernig fjölskyldur og samskipti þeirra hefðu þróast. „Ein af meginstoðum breytinganna var að tryggja rétt barna til að hafa tengsl við báða for- eldra,“ sagði hún og bætti við að vandi hefði komið upp í stöðu barna þar sem foreldrar byggju ekki saman. „Og hvaða samband er líklegast til að þjóna hagsmunum barnsins en ekki þörfum foreldranna.“ Hún fór yfir það nýmæli að dómurum væri nú heimilt að dæma sameiginlega forsjá barns. „En þetta verður ekki meginregla heldur heimild fyrir dómara sem beita á þeg- ar þannig á við.“ Skoða þyrfti, og væri lög- bundið, hvort hætta væri á ofbeldi og einnig meta ágreining foreldra, hvað deilt væri um og hversu djúpstæður ágreiningurinn væri. Sýslumenn miðstöð sátta Það sem allir framsögumenn voru sammála um að væri hvað stærsta breytingin er máls- meðferðin. Með þeirri breytingu væri reynt að breyta eðli þessara deilumála. Í stað þess að sýslumannsembættin sinntu aðeins lög- fræðilegum málefnum yrðu þau þverfagleg; veittu bæði sérfræðiráðgjöf og yrðu miðstöð skyldubundinnar sáttameðferðar. Inntakið í þessari breytingu er að allir þeir sem ætla að höfða forsjármál verða að gang- ast undir slíka sáttameðferð. Sé ágreining- urinn ekki leysanlegur fá aðilar máls vottorð upp á það sem er skilyrði þess að mál sé hægt að höfða. Reglugerð vegna þessarar sáttameðferðar hefur hins vegar ekki verið sett og því er ekki farið að bjóða upp á hana. Þyrí Halla Steingrímsdóttir hæstarétt- arlögmaður, sem starfað hefur undanfarin ár nánast eingöngu á sviði sifjaréttar, segir þetta vekja margar og mikilvægar spurn- ingar. Ekki hægt að uppfylla skilyrði laganna Í erindi sínu velti hún fyrir sér áhrifum þess ef það drægist fram eftir vori að setja reglugerðina, hvort það leiddi til þess að ekki yrði hægt að höfða forsjármál. Jafnframt hvort dómstólar myndu vísa forsjármálum frá þar sem skilyrði laganna væri ekki uppfyllt. „Það er ekki hægt að uppfylla þetta skilyrði. Þetta eru raunveruleg álitaefni sem liggja fyrir,“ sagði Þyrí og skoraði á Ögmund Jón- asson innanríkisráðherra að setja reglugerð- ina sem fyrst. Hún tók sérstaklega fram að hún bæri miklar væntingar til sáttameðferðarinnar enda myndi eðli forsjármála fyrir dómi þá breytast og ekki þyrfti að höfða mál til þess eins að fara í sáttameðferð, sem hefði verið fyrir dómi. Þá spáði Þyrí því að forsjármálum myndi fyrst um sinn fjölga, þar sem margir for- sjárlausir foreldrar myndu vilja láta reyna á það nýmæli að hægt væri að dæma sameig- inlega forsjá. Hvort sem það væru foreldrar sem vildu aftur fá forsjá eða hefðu aldrei ver- ið með forsjá. Hún setti hins vegar þann fyr- irvara að væntanlega yrði fjölgunar ekki vart fyrr en reglugerð ráðherra yrði sett, þar sem ekki væri hægt að höfða mál sem stendur. Sáttameðferð kostar minna en dómsmál Gunnar Hrafn Birgisson sálfræðingur hef- ur unnið að forsjármálum undanfarin 20 ár og komið víða við; unnið að sáttamálum, sér- fræðiaðstoð hjá sýslumönnum og sem mats- maður og meðdómandi í dómsmálum. Í erindi sínu sagði hann það sérlega gott að meiri áhersla væri lögð á sáttameðferðina, þó svo enn ætti eftir að þróa framkvæmdina. Hann sagði það geta komið málum í góðan farveg og kostaði miklum mun minna en að málin þyrftu að fara fyrir dóm. Hann sagði að með breytingunum væri skerpt á mikilvægum atriðum, þetta væru breytingar sem byggðust á reynslu og lofuðu góðu. Þó svo þau hefðu tekið gildi með hraði hefði það kannski verið það sem þyrfti til að knýja á um að menn settu sig í fram- kvæmdastellingar. Reyna að breyta eðli deilumála  Rætt var um breytingar á barnalögum sem tóku gildi um áramót á málþingi Orators í gærdag  Meðal annars þá óvissu sem skapaðist með því að tillögu innanríkisráðherra var hafnað á þingi Morgunblaðið/Heiddi Börn Mikils er vænst af sáttameðferðinni. BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Snjótittlingar eru orðnir mun sjald- séðari í byggð að vetrarlagi en þeir voru á árum áður. Líklega er tíðar- farinu helst um að kenna, að mati Kristins Hauks Skarphéðinssonar dýravistfræðings hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands. Hann sagði einkennandi fyrir snjótittlinga að mikið af þeim sæist í byggð þegar það væru jarðbönn en lítið væri jörðin auð. Í árlegum vetr- arfuglatalningum á undanförnum árum hefur verið allt að því fimm- tánfaldur munur á því hvað hefur verið talið af snjótittlingum hverju sinni. Sveiflan endurspeglar ekki stærð stofnsins heldur hvar fugl- arnir halda sig. Kristinn Haukur hefur lengi fylgst með fuglum við innanverðan Faxaflóa. Hann sagði að snjótitt- lingum hefði fækkað sem varpfugl- um á jaðarsvæðum og þeir væru eig- inlega alveg hættir að verpa með Sundunum og á Innnesjum. Snjótittlingur er viðkvæmur fyrir loftslagsbreytingum og sagði Krist- inn Haukur að því hefði verið spáð að snjótittlingum mundi fækka héldi fram sem horfir um þróun loftslags. Sennilega væri sú fækkun hafin í stórum stíl. Mikil fækkun í Flatey Ævar Petersen, dýrafræðingur, kvaðst hafa heyrt af fækkun snjótitt- linga undanfarin ár. Menn víða um land segðust ekki sjá neina snjótitt- linga. Ævar sagði snjótittlinga vera mikla flökkufugla á veturna. Fugla- merkingar sem stundaðar voru á ár- um áður hefðu sýnt að fuglarnir stæðu stutt við á hverjum stað og færu mjög víða. Þess vegna væri erf- itt að meta ástandið miðað við hvað sæist af snjótittlingum á veturna. Ævar sagði aðeins einn stað á Ís- landi þar sem varp sólskríkna, eins og snjótittlingar heita í sumarbún- ingi, hefði verið vaktað. Það er vest- ur í Flatey á Breiðafirði. „Ég hef séð um það í nærri 40 ár,“ sagði Ævar. „Fyrstu 20 árin var fjöldinn nokkuð sá sami, í kringum 60 verpandi pör í Flatey sem er ekki nema hálfur ferkílómetri. Óvenju þétt varp og þéttara en við vissum af nokkurs staðar annars staðar á Ís- landi. Nú síðari 20 árin hefur pör- unum fækkað og hafa þau farið al- veg niður í átta pör á sumri. Allra seinustu árin höfum við aðeins séð hag þeirra vænkast. Við fengum tólf pör sumarið 2012.“ Eitthvað hefur breyst Ævar benti á að þarna væri ein- ungis um einn stað að ræða. Hann vildi því ekki draga allt of víðtækar ályktanir af þessu. Snjótittlingurinn er erfiður viðureignar sem tegund, að sögn Ævars, og þarf að skoða hann á stórum svæðum eigi skoð- unin að vera virkilega marktæk. Hann benti á að sjófuglastofnar hefðu átt erfitt uppdráttar við sunnan- og vestanvert landið á undanförnum áratug eða svo og upp undir tuttugu ár vestur í Breiðafirði. Erfiðleikar teistunnar þar hafa nú varað í 25 ár. „Snjótittlingar í Flatey sækja mikið í fjöruna. Ég velti því fyrir mér hvort það væri fleira en sand- sílið sem hefði breyst og hvort smá- dýralíf hefði dregist saman,“ sagði Ævar. „Það gæti skýrt fækkun snjótittlinga í Flatey, en þeir gætu hafa farið eitthvað annað.“ Snjótittlingar eru hánorræn fuglategund. Ævar benti á að haf- tyrðill hefði verið hér á syðstu mörkum útbreiðslu sinnar og síðan horfið héðan. Það væri spurning hvort eitthvað svipað væri að gerast með snjótittlinginn. Hann sagði hita- stigið sem slíkt ekki skipta þessa fugla máli heldur eitthvað annað sem hitastigið hefur áhrif á. Ævar benti á að sprettfiski, sem teista lifir á, hefði fækkað mikið í Flatey. Sprettfiskur lifði á smá- dýrum í þangi og frá þeim væri ekki langt í flugur og smádýr sem snjótittling- arnir ætu. Snjótittlingar þykja sjaldséðari en áður  Enginn veit hvað veldur því að minna sést af snjótittlingum  Líklega er tíðarfarinu helst um að kenna  Snjótittlingar mjög víðförulir og stoppa stutt á hverjum stað eins og merkingar sýna Morgunblaðið/Ómar Snjótittlingar Margir Íslendingar hafa fóðrað snjótittlinga á vetrum þegar eru jarðbönn. Á árum áður komu fugl- arnir í stórum hópum, en nú finnst mörgum þeir sjá minna af snjótittlingum en áður. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 Sverrir Thorstensen, fugla- merkingamaður á Akureyri, hef- ur merkt snjótittlinga í þús- undatali á þrjátíu árum. Honum finnst hann merkja fækkun fuglanna, en segir erfitt að full- yrða um hve hún sé mikil. Óvenju lítið hefur verið af snjótittlingum á Akureyri í vet- ur. Þar ræður tíðarfarið. „Engu að síður finnst mér hóparnir sem maður hefur séð í þéttbýli hér fyrir norðan vera mun minni en þeir voru fyrir 10- 15 árum,“ sagði Sverrir. Hann spurðist fyrir um snjótittlinga austur um sveitir þar sem fugl- ar hafa verið fóðraðir og voru menn sammála um að minna væri af þeim nú en oft áður. Sverrir byrjaði að merkja snjótittlinga við Stóru- Tjarnaskóla í Ljósavatnsskarði og í nærsveitum. Merkingarnar sýndu vel hvað þeir eru tæki- færisinnaðir og fljótir í förum. Einn daginn fangaði Sverrir snjótittling klukkan 14.00 að degi og hafði sá verið merktur fyrir hádegi sama dag á Húsa- vík. Oft kom fyrir að fugl sem Sverrir merkti í Stóru- Tjarnaskóla náðist suður á landi hálfum mánuði síðar. Eins kom fyrir að fuglar sem merktir voru á Djúpa- vogi voru komnir norður í Ljósavatns- skarð eftir viku. Víðförulir tækifæris- sinnar HEFUR MERKT ÞÚSUNDIR SNJÓTITTLINGA Á 30 ÁRUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.