Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er ekki í pípunum að stofna nýjan flokk, ekki af minni hálfu. Ég stend í verkum mínum við stefnu þess flokks sem ég hef átt aðild að frá stofnun í samræmi við þau kosn- ingaloforð sem ég hef gefið.“ Þetta segir Jón Bjarnason þingmaður að- spurður hvort hann hyggist taka þátt í stofnun nýs flokks, eftir að hann sagði sig úr þingflokki VG í gær, en hann hefur verið orðaður við hugsanlegt vinstraframboð Bjarna Harðarsonar og fleiri andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusamband- inu. Heldur tryggð við hugsjónir Jón kveðst aðspurður áfram munu styðja ríkisstjórnina til góðra verka. „Ég stend með stefnuskrá og hug- sjónum Vinstri-grænna. Fjöldi þing- manna hefur séð sig knúinn til að yfirgefa bæði þingflokkinn og flokk- inn og við vitum að trúnaðarmenn og forystumenn VG vítt og breitt um landið hafa yfirgefið flokkinn eða sett sig til hliðar vegna þess að þeir telja að ekki hafi verið staðið við þau grunnatriði sem flokkurinn var stofnaður um. Fylgistölur í skoðana- könnunum sýna að fólk er þar ekki ánægt með gang mála. Það er alveg ljóst. Það þarf engan stjórnmála- speking til að sjá það,“ segir Jón sem telur ótímabært að ræða hvort hann muni styðja einstök mál rík- isstjórnarinnar. Það muni koma í ljós. Forystan samþykkir aðlögun Jón segir forystu VG hafa fylgt eftir aðlögunarferlinu frá upphafi. „Forystumenn VG hafa fylgt eftir aðildarumsókn og því aðlögunarferli sem hún krefst. Það eitt að þiggja IPA-styrkina er að fara gegn grund- vallarstefnu flokksins. Gegn hvoru tveggja hef ég barist frá upphafi. ESB notar styrkina til að komast inn í stjórnkerfið og hafa þar áhrif í krafti fjármagns. Það kemur skýrt fram í viðbrögðum ESB við þeim ummælum Davids Camerons, for- sætisráðherra Bretlands, að efna beri til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB í Bretlandi fyrir 2017, að það er ekkert til sem heitir auka- aðild að ESB. Það er ekki hægt að velja úr. Það var alveg ástæðulaust fyrir for- ystu VG að ganga gegn grunnstefnu flokksins og sækja um aðild að Evrópu- sambandinu. Samfylk- ingin var ekki í neinni stöðu þá, nýkomin úr hrunstjórninni, til að fara að gera umsókn að skilyrði.“ VG sveik stefnuna  Jón Bjarnason segir sig úr þingflokki VG  Kveðst ekki ætla að taka þátt í stofnun flokks sem berst gegn ESB-aðild Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Íslenska ríkið hefur greitt 29 millj- arða króna á föstu verðlagi fyrir kirkjujarðir á grundvelli samkomu- lags við þjóðkirkjuna frá árinu 1997. Þetta kemur fram í svari fjármála- ráðuneytisins við fyrirspurn Morg- unblaðsins. Samkomulagið kvað á um að ríkið eignaðist kirkjujarðir sem það hafði haft umsýslu með í kjölfar sam- komulags frá árinu 1907. Í staðinn skuldbatt ríkið sig til þess að greiða laun þriggja biskupa, 138 presta og 18 starfsmanna Biskupsstofu, tiltek- inn rekstrarkostnað og fleira. Sú skuldbinding er ótímabundin. Ákvæði eru í samkomulaginu um að greiðslur hækki og lækki eftir því sem skráðum félögum í þjóðkirkj- unni fjölgar eða fækkar. Litið er á samkomulagið sem fullnaðaruppgjör á kirkjujörðunum. Þeir tæpu þrjátíu milljarðar sem ríkið hefur greitt fyrir kirkjujarðirn- ar á þeim sextán árum sem í ár verða liðin frá samkomulaginu renna til Biskupsstofu annars vegar og Kristnisjóðs hins vegar. Fyrir utan þá fjárhæð renna um það bil 2,3 milljarðar króna á ári til kirkjunnar í formi svonefndra sóknargjalda sem innheimt eru með tekjuskatti. Komið hefur fram að ekki er til listi hjá ráðuneytinu yfir þær jarðir sem runnu til ríkisins með sam- komulaginu og að ekki hafi verið lagt mat á verðmæti jarðanna. Kirkjan hefur fengið 29 milljarða fyrir jarðirnar Morgunblaðið/Eggert Kirkjuhús Biskupsstofa hefur feng- ið hluta fjárhæðarinnar.  Ríkið greiðir áfram ótímabundið Spurður hvað hafi að lokum fengið hann til að segja sig úr þingflokki VG nefnir Jón Bjarna- son tvennt. Annars vegar þá ákvörðun þingflokksins að víkja honum úr utanríkismálanefnd vegna af- stöðu hans í ESB-málinu og hins vegar andstöðu flokks- systkina hans við að þingsálykt- unartillaga um að stöðva bæri viðræður við ESB og ekki taka þær upp á ný nema þjóðin kysi það færi inn í þingið. Jón er fjórði þingmaðurinn sem gengur úr þingflokki VG á kjörtímabilinu en áður hafa Lilja Mósesdóttir, Atli Gísla- son og Ásmundur Einar Daða- son yfirgefið flokkinn. Þá hætti Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir á þingi um ára- mótin. Þráinn Bert- elsson gekk hins vegar í VG en hann var áður í Hreyfingunni. Kornið sem fyllti mælinn ÁSTÆÐUR ÚRSAGNAR Jón Bjarnason Þokkalegasta veður hefur verið í borginni undanfarna daga og hefur jafnvel sést glitta í sólina sem fer smám saman hækkandi á lofti. Hafa iðnaðarmenn eins og þessir sem voru að störfum á húsþaki í vikunni notið góðs af. Skilyrði verða þó verri í dag en spáð er rign- ingu eða slyddu á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið/Kristinn Unnið undir hækkandi sól LEIÐIN TIL HOLLUSTU Skyr.is drykkirnir standast þær ströngu kröfur sem gerðar eru til matvæla sem merktar eru Skráargatinu. Þú getur treyst á hollustu Skyr.is. www.skyr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við teljum skilyrðin til að selja fé- lagið jákvæð. Á liðnu ári tók rekstur og afkoma VÍS miklum breytingum. Það var unnið mikið starf í fé- laginu með mjög góðum árangri. Stjórnendur og starfsfólk lögðust á eitt um að gera þær breytingar sem taldar voru nauðsynlegar á skipulagi og starf- semi félagsins. Þar tókst mjög vel til. Rekstrarafkoma félagsins 2012 var sú besta í mörg ár,“ segir Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka, um fyrirhugaða sölu á hlut eignarhaldsfélagsins í vá- tryggingarfélaginu. Klakki er í eigu fjármálastofnana og lífeyrissjóða og er Arion banki stærsti hluthafinn með um þriðj- ungs hlut. Kaupþing kemur næst með um fimmtungs hlut en svo kem- ur Burlington Loan Management. Meðal annarra hluthafa eru þrotabú Glitnis og tengd félög og lífeyris- sjóðir sem eiga innan við 5% í félag- inu. Markaðurinn meti verðmætið Spurður hvernig VÍS sé verðlagt segir Magnús að „markaðurinn eigi eftir að leiða það í ljós“. Ákvörðunin um að selja hlutinn eigi sér nokkurn aðdraganda. Hann sé liður í eignasölu Klakka. „Það dylst engum að það er ekki markmið okkar að eiga eignir okkar til langrar framtíðar. Líkt og á við um aðrar eignir okkar höfum við unnið að því að gera hlutinn í VÍS sem söluhæfastan og að tímasetja og skipuleggja söluferli sem best,“ segir Magnús. Spurður hvenær ákvörðun um hlutabréfaútboð verði tekin segist Magnús gera ráð fyrir að hún liggi fyrir á næstu tveimur mánuðum. Bæði sé til skoðunar að selja félagið í heilu lagi eða skrá það í kauphöll og selja í dreifða eigu fjárfesta. „Það er jákvæð þróun á markaði og það virðist vera eftirspurn eftir góð- um eignum. Við teljum þetta sann- arlega vera gríðarlega öflugt félag og góðan og spennandi fjárfesting- arkost,“ segir Magnús. Morgunblaðið/Kristinn Höfuðstöðvarnar í Ármúlanum Vátryggingafélag Íslands verður selt. VÍS gæti farið í hlutabréfa- útboð í vor  Klakki mun selja vátryggingafélagið  Áætlað verðmæti ekki gefið upp Magnús Scheving Thorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.