Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS
Heimir S. Guðmundsson
heimirs@mbl.is
„Samkvæmt þeim gögnum sem við
erum með eru mjög sterkar vís-
bendingar um að aðferðin geti
hjálpað til við að greina sjúkdóm-
inn allt að þremur til fimm árum
áður en klínísk einkenni koma
fram,“ segir Kristinn Johnsen,
hugmyndasmiður nýrrar aðferðar
til greiningar á Alzheimer og öðr-
um heilabilunarsjúkdómum.
Kristinn er stofnandi Mentis
Cura, íslensks fyrirtækis sem í gær
kynnti aðferðina á Læknadögum í
Hörpu. Kristinn segir sérstaklega
mikilvægt að uppgötva heilabilun-
arsjúkdóma eins fljótt og auðið er
því þau meðferðarúrræði sem eru í
þróun og eru þegar fyrir hendi hafi
aðallega sýnt virkni ef gripið er inn
í áður en klínísk einkenni koma
fram.
Bera saman heilarit
Aðferð Mentis Cura byggist á
því að bera heilarit sjúklings sam-
an við gagnagrunn heilarita sem
fyrirtækið hefur komið sér upp.
Aðferðin þykir einföld og ódýr í
samanburði við aðrar greiningarað-
ferðir, en aðeins tekur fáeinar mín-
útur að taka heilarit og örskots-
stund að fá upplýsingar um ástand
sjúklings eftir að ritið hefur verið
keyrt saman við gagnagrunn.
Kristinn segir að erlendir aðilar
séu farnir að sýna aðferðunum
áhuga. „Síðastliðið ár hafa rann-
sóknaraðilar mikið leitað að nýjum
þáttum til að taka inn í greiningar
vegna þess að greiningaraðferðir
og lífmerki sem hingað til hefur
verið horft í hafa ekki verið nógu
góð til snemmgreiningar. Núna er
nánast alveg sama við hverja við
tölum, hvort sem það eru lyfjafyr-
irtæki eða akademískir hópar
tengdir háskólasjúkrahúsum; þeir
sem skipta máli eru tilbúnir að tala
við okkur,“ segir Kristinn.
Mentis Cura og öldrunarsvið
Landspítalans hafa verið í þróun-
arsamvinnu frá árinu 2004. Fyrir
rúmu ári var farið að nota aðferð-
ina á öldrunardeild utan hins vís-
indalega ramma. „Okkar reynsla
sýnir að hægt sé að greina minn-
issjúkdóma fyrr með því að notast
við aðferðina. Þetta virðist næm
aðferð en þær breytingar sem
verða í heilanum verða gjarnan áð-
ur en fólk finnur fyrir þeim,“ segir
Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunar-
sviði Landspítalans.
Hann bendir hins vegar á að þótt
heilaritin séu mikilvægur þáttur
séu þau ekki eina aðferðin sem not-
uð er til greiningar. Hins vegar
styrki það niðurstöður rannsókna
mjög að hafa aðgang að aðferð
Mentis Cura, sem sé mjög einföld
og aðgengileg á meðan aðrar að-
ferðir séu töluvert flóknari. Jón
segir aðferðina hafa verið mjög
gagnlega, hún virðist greina milli
mismunandi sjúkdóma og geta sagt
til um hverjir hafi mest gagn af
þeirri meðferð sem til er í dag.
Þannig fáist einnig vísbendingar
um hvernig megi meðhöndla sjúk-
linga best og hvaða meðferð eða lyf
eigi að notast við.
„Við getum hafið meðferð og síð-
an fylgst með þróuninni með því að
taka annað rit. Í kjölfarið er hægt
að taka ákvörðun um að skerpa á
ákveðnum áherslum í meðferð í
þeirri von að ná betri árangri,“
segir Jón.
Bíða niðurstöðu rannsóknar
Jón segir erfitt að ráða í hvernig
aðferðin verður notuð í framtíðinni.
Nú sé einstaklingum með minn-
istap vísað á öldrunardeildina eftir
viðtal við heimilislækni. Ekki sé
verið að leita uppi tilekna hópa. Í
framtíðinni megi hugsanlega beita
aðferðinni innan heilsugæslunnar, í
kjölfarið verði hugsanlega hægt að
skoða fleiri og jafnvel leita uppi
einstaklinga í áhættuhópum, t.d.
ættingja sjúklinga.
Jón nefnir að nú sé beðið nið-
urstöðu stórrar óháðrar rannsókn-
ar sem gangi út á að meta aðferð
Mentis Cura og bera hana saman
við aðrar aðferðir. Rannsóknin fer
fram á sex stöðum í fimm mismun-
andi löndum á Norðurlöndunum.
Hann segir niðurstöðunnar beðið
með mikilli eftirvæntingu en henn-
ar er að vænta í vor.
Þróa aðferð til að greina Alzheimer
Mentis Cura kynnti aðferðina á Læknadögum Vísbendingar um að aðferðin hjálpi til við að greina
sjúkdóma áður en ber á einkennum Byggist á því að bera saman heilarit og þykir einföld og ódýr
Morgunblaðið/Kristinn
Rannsóknir Mentis Cura kynnti aðferð sína á Læknadögum í Hörpu í gær. Þar voru þeir Kristinn Grétarsson fram-
kvæmdastjóri t.v., Kristinn Johnsen stofnandi og Jón Snæland, yfirlæknir á öldrunarsviði LSH, t.h.
Mentis Cura
» Hefur þróað aðferð til að
greina og fylgjast með þróun
Alzheimer og annarra heilabil-
unarsjúkdóma.
» Innan við klukkustund tekur
að fá upplýsingar um ástand
sjúklings en notast er við upp-
lýsingar úr heilariti.
» Í Bandaríkjunum er talið að
10% fólks yfir 65 ára þjáist af
Alzheimer. Hltufallið eykst í
50% þegar um er að ræða fólk
eldra en 85 ára.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013
Stofnun dr. Sigurbjörns Ein-
arssonar og Guðfræðistofnun Há-
skóla Íslands efna til málþings
föstudaginn 25. janúar í fyrirlestr-
arsal Þjóðminjasafns Íslands kl.
13.30.
Heiti málþingsins er Mannrétt-
indi á upplausnartímum. Athygl-
inni verður meðal annars beint að
stöðu mannréttinda og þróun á
ólgutímum, réttindum hópa and-
stætt réttindum einstaklinga, átök-
um strangtrúarmanna og verald-
lega sinnaðra í Mið-Austurlöndum.
Fyrirlesarar eru Jóhanna K. Eyj-
ólfsdóttir, framkvæmdastjóri Ís-
landsdeildar Am-
nesty
International, og
Magnús Þorkell
Bernharðsson,
dósent í sögu
Mið-Austurlanda
við Williams Col-
lege í Bandaríkj-
unum. Stjórn-
andi málþingsins
er Ævar Kjart-
ansson, guðfræðingur og dag-
skrárgerðarmaður.
Stofnun dr. Sigurbjörns Ein-
arssonar er í eigu þjóðkirkjunnar.
Málþing um mannréttindi á ólgutímum
Sigurbjörn
Einarsson
Árleg Rask-
ráðstefna verður
haldin í 27. skipti
á laugardaginn á
vegum Íslenska
málfræðifélags-
ins.
Ráðstefnan fer
fram í fyrir-
lestrasal Þjóð-
minjasafnsins við
Suðurgötu, hefst
kl. 10:30 og stendur til kl. 16.
Ráðstefnan er kennd við danska
málvísindamanninn Rasmus Kristi-
an Rask (1787-1832) en þar kynna
íslenskir málfræðingar rannsóknir
sínar. Ráðstefnan er öllum opin og
aðgangur ókeypis.
Rask-ráðstefna í 27.
skipti á laugardag
Rasmus Kristján
Rask
Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla
Íslands opna á morgun dyr sínar
fyrir almenningi og kynna starfs-
vettvang hjúkrunarfræðinga, hér-
lendis og erlendis.
Kynningin verður frá kl. 11.40-15
í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Þar verða
nýjar og hefðbundnar hliðar á
starfsvettvangi hjúkrunarfræðinga
verða kynntar. Meðal annars verð-
ur fjallað um hjúkrun og hjálp-
arstarf, sjálfboðastarf í Kenía,
heimahjúkrun, heimafæðingar,
hjúkrun vegna sjálfskaða, forvarnir
unglinga og þyrluhjúkrun.
Fulltrúar íslenskra heilbrigð-
isstofnana og Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga kynna einnig
störf sín.
Hjúkrunarfræðinem-
ar kynna námið
STUTT
„Við erum að ýta þessu af stað
í sölu og dreifingu á Norð-
urlöndunum og í Evrópu. Erum
farin að bjóða læknum og spít-
ölum upp á að nota aðferðina
til að snemmgreina Alzheimer
og aðrar heilabilanir. Eins til að
meta hvernig mismunandi með-
ferðir virka,“ segir Kristinn
Grétarsson, framkvæmdastjóri
Mentis Cura. „Við byggjum að-
ferð okkar á heilarita sem er
mjög ódýr aðferð sem auðveldar
heilbrigðiskerfum að nýta sér
þessa tækni. Sjúkrahús þurfa
ekki að kaupa tæki sem kosta
tugi milljóna króna,“ segir Krist-
inn.
Hefja dreifingu í Evrópu
KYNNA LÆKNUM OG SPÍTÖLUM AÐFERÐINA
Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150
60 ára reynsla á Íslandi
George Foreman vinsælu
heilsugrillin komin í verslanir
Útsölustaðir:
Verslanir Húsasmiðjunnar, Verslanir ELKO ,
Byggt og Búið, Verslanir Ormsson, BYKOAkureyri,
Þristur, Hljómsýn, Geisli, Skipavík, Kaupfélag
Skagfirðinga og Johann Rönning,