Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013
✝ Elín Þórdís,Ella Dís, var
fædd í Tungu á
Vatnsnesi 2. nóv-
ember 1929 og
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Mörk 12. janúar
2013.
Foreldrar henn-
ar voru Þórhallur
Bjarnason og Þóra
Sigvaldadóttir,
síðast búsett á Hvammstanga.
Ella Dís ólst upp hjá for-
eldrum sínum á Vatnsnesi
ásamt systrum sínum, þeim
Ingibjörgu, f. 1922, d. 2007,
Sigríði, f. 1926, og Ástu, f.
1933, fyrsta árið í Tungu og
síðan í Stöpum. Hún gekk í
farskóla í sveitinni og síðan lá
leiðin í Kvennaskólann á
Blönduósi.
þeirra eru Jónas Reynir, f.
1987, og Þórhallur Elí, f. 1996.
Fyrir á Gunnar Vigni Þór, f.
1972, Gunnþór Ægi, f. 1977,
og Ásdísi Rán, f. 1979. Lang-
ömmubörnin eru 16.
Ella Dís og Jónas bjuggu
lengst af á Melum í Hrútafirði
eða til ársins 1989 þegar þau
brugðu búi og fluttu til
Reykjavíkur. Störf Ellu Dísar
voru eins og algengt var á
þessum árum einkum helguð
stórri fjölskyldu og almennum
bústörfum í sveit. Hún vann
utan heimilis sem ráðskona í
símstöðinni í Brú, síðan í Stað-
arskála og Veitingaskálanum
Brú í Hrútafirði, en eftir að til
Reykjavíkur kom vann hún í
eldhúsinu á Vesturgötu 7 til
starfsloka. Eftir að Jónas lést
hélt Ella Dís áfram heimili í
Sólheimum 23 allt til vors
2012 að hún flutti í Hjúkr-
unarheimilið Mörk þar sem
hún naut aðhlynningar starfs-
fólks Sælubæjar. Elín verður
jarðsungin frá Langholts-
kirkju í dag, 24. janúar 2013,
kl. 13.
Eiginmaður Ellu
Dísar var Jónas
Reynir Jónsson, f.
5. ágúst 1926, d.
22. feb. 2008. Þau
gengu í hjónaband
20. júlí 1952.
Börn þeirra eru:
1) Elsa, f. 4. jan-
úar 1952, maki,
Gunnar Guðjóns-
son. Synir þeirra
eru Guðjón Freyr,
f. 1973, og Hörður, f. 1976, 2)
Ína Halldóra, f. 5. júlí 1953,
maki, Eggert Sveinn Jónsson.
Börn þeirra eru Reynir Þór, f.
1972, og Elín Freyja, f. 1975,
3) Hrafn, f. 7. júlí 1954, d. 14.
apríl 2004, 4) Þóra f. 15. júlí
1956. Dóttir hennar er Berg-
lind, f. 1983, 5) Birna, f. 29.
október 1959, maki, Gunnar
Friðgeir Vignisson. Synir
Í minningunni er Ella Dís
amma mín í eldhúsinu. Í eldhús-
inu heima hjá þeim afa á Melum í
Hrútafirði, að fletja út kleinudeig,
baka brauð, við pottana eða á þön-
um á miðju eldhúsgólfinu með
undirskál eða kökudisk sem hún
borðaði hádegis- og kvöldmatinn
af, alltaf tilbúin að rétta það sem á
matarborðið vantaði, meðan aðrir
heimilismenn og (mjög oft) gestir
sátu við borðið og mötuðust af
diskum í réttri stærð. Þar sem
hún huggaði, kyssti á bágtið og
hjúkraði ólífvænlegum lömbum til
lífs í sauðburði. Í eldhúsinu í Veit-
ingaskálanum Brú, þar sem hún
vann jafnan á sumrin þegar ég
var barn og unglingur. Í eldhús-
inu á Vesturgötunni, þar sem hún
var matráðskona eftir að þau afi
fluttu í bæinn. Og svo auðvitað í
eldhúsinu í Sólheimunum þar sem
þau áttu heimili síðustu áratug-
ina. Þar var nú minna umstang en
verið hafði á Melum, svo að jafnan
sat hún til borðs með okkur afa,
og öðrum fjölskyldumeðlimum
sem voru í mat hverju sinni. Og
svo lagði hún kapal.
Ég var svo heppinn að fá að
búa hjá afa og ömmu í tvö ár eftir
að þau fluttu í bæinn, meðan ég
var í menntaskóla. Á þeim tíma
gekk ýmislegt á í lífi mínu og var
gott að búa hjá þeim. Þau sýndu
mér ást og umhyggju, en gáfu
mér um leið mikið svigrúm og
frelsi til að stjórna eigin lífi, og
fyrir það og þennan tíma verð ég
þeim alltaf þakklátur. Ég kynnt-
ist þeim líka betur og mörgum
nýjum hliðum í fari þeirra. Að
baki var stritið við búskapinn, og
við tók líf dagvinnufólks. Ég fékk
bílpróf á þessum tíma og þar sem
amma var ekki með bílpróf og afi
treysti sér ekki til að keyra í borg-
inni, varð ég sérlegur bílstjóri
þeirra, og óspart nýttur í ferðir í
Miklagarð eða aðrar útréttingar,
og svo auðvitað í og úr samkvæm-
um um helgar.
Þegar amma hætti loks að
vinna fór hún að stunda postulíns-
málun, og komu í ljós miklir list-
rænir hæfileikar sem skiluðu fjöl-
skyldumeðlimum og vinum
fallegum nytjamunum sem notað-
ir eru um jól og við önnur hátíðleg
tækifæri. Ég held að amma mín
hafi átt afar hamingjuríka ævi, en
ég hef stundum velt því fyrir mér
hvaða tækifæri hefðu beðið henn-
ar hefði þetta listfengi uppgötvast
fyrr.
Síðustu árin voru ömmu minni
erfið. Eftir að hafa verið stoð og
stytta elskulegs afa míns í hálfa
öld og gott betur þurfti hún að sjá
á bak honum yfir móðuna miklu
fyrir tæpum fimm árum. Upp úr
því fór henni sjálfri að hraka, el-
liglöp gerðu vart við sig og á end-
anum kom í ljós að hún var með
Alzheimer-sjúkdóminn, þann
hræðilega þjóf sem engu eirir. En
það er ekki sá tími sem mun lifa í
minningunni. Nei, það er konan í
eldhúsinu, sú sem huggar og eld-
ar og bakar og hjúkrar veikburða
lömbum til lífs.
Elsku mamma mín, Elsa, Þóra
og Birna móðursystur, Ásta og
Sigga ömmusystur, Elín Freyja
systir mín, frændsystkini og allt
frændfólk, ég bið góðan guð að
styrkja okkur öll í sorginni. Miss-
irinn er mikill en minningin lifir.
Reynir Þór Eggertsson
Elsku amma farin er
á stefnumót með afa.
Það yljar mér sem sit nú hér
að hugsa um liðna daga.
Elsku amma mín, nú ertu búin
að fá hvíldina góðu sem þú varst
búin að þrá síðustu árin. Þau voru
þér erfið þar sem veikindi settu
strik í reikninginn ásamt djúp-
stæðum söknuði eftir að afi dó
fyrir 5 árum. Upp koma minning-
ar sem ylja manni um hjartaræt-
ur.
Fyrstu minningarnar leita í
sveitina þar sem þú varst alltaf á
þönum að gera hitt og þetta,
steikja kleinur og parta, búa til
kæfu (sem ég elskaði), baka
brauð, sinna veikum lömbum,
taka á móti gestum, borða af und-
irskál og þjónusta okkur sem vor-
um á staðnum. Þegar þið hættuð
búskap fluttuð þið til Reykjavíkur
og fórst þú að vinna á Vesturgöt-
unni og afi í Landsbankanum. Ég
var svo heppin að fá vinnu á Vest-
urgötunni hjá ömmu þá ófrísk að
Eggerti Sveini og ung að árum, en
það var ekki að spyrja að ömmu,
hún hugsaði alltaf um minn hag
og passaði upp á að ég færi nú
ekki að gera neina vitleysu. Ekki
voru þau fá skiptin sem við feng-
um okkur göngutúr upp Lauga-
veginn þegar við vorum búnar að
vinna, bara til að kíkja í nokkra
glugga og skoða mannlífið. Ég tel
mig óendanlega heppna að hafa
fengið auka tíma þarna með
ömmu minni.
Amma og afi voru alltaf tilbúin
að halda veislur og partí þar sem
nostrað var við mat og þess gætt
að engan vanhagaði um neitt og
svei mér ef ég hef ekki erft það frá
þeim, að njóta þess að halda
veislu. Eftir flutninginn til
Reykjavíkur kom amma þeim sið
á í fjölskyldunni að hafa jólagraut
í hádeginu á aðfangadag. Því kefli
hef ég tekið við, enda alveg ómet-
anleg samverustund í upphafi há-
tíðarinnar.
Listsköpun þín kom í ljós þeg-
ar þú hættir að vinna og fórst að
sækja á fyrrverandi vinnustaðinn
okkar að mála postulín og eru ófá-
ir munir sem prýða heimili mitt
og munu fylgja okkur um ókomna
tíð.
Þegar þú bauðst Sveini Brynj-
ari með þér austur til Birnu
frænku, Gunnars og Þórhalls Elís
var það ævintýri fyrir hann enda
eru ekki allir svo heppnir að fá að
fara í ferðalag með langömmu
sinni.
Í maí varð Eggert Sveinn stúd-
ent og var það í síðasta sinn sem
þú fórst úr Mörkinni til að gera
þér dagamun. Við erum óendan-
lega þakklát fyrir það að þú hafir
getað komið því þú skemmtir þér
svo vel og hafðir gaman af.
Elsku amma mín, nú veit ég að
þér líður vel að vera komin til afa
og Krumma frænda.
Stefnumót með elsku afa
það ávallt þráðir þú
Nú ertu komin í fangið hlýja
Það yljar okkur nú.
Ekki mun hann Krummi síður
taka vel á móti þér.
Amma, afi og Krummi frændi
vaka yfir þér og mér.
Elsku mamma og frænkur
mínar, Elsa, Þóra, Birna, systur
ömmu, Ásta og Sigga. Pabbi minn
og bróðir, Reynir Þór, tengdasyn-
ir ömmu, frænkur og frændur.
Söknuður og missir er mikill en
minningin lifir um aldur og ævi.
Elín Freyja Eggertsdóttir.
Mig dreymdi um daginn að ég
væri stödd á Melum. Það var logn
og hvítur, nýfallinn snjór lá yfir
öllu – líka yfir gamla haughúsþak-
inu. Allt í einu tók ég eftir því að
þakið logaði, eldtungurnar teygðu
sig upp til himins. Ég vaknaði upp
með ónotalega tilfinningu í brjóst-
inu. Andlátsfregnin nokkrum
dögum seinna kom ekki á óvart.
Ella Dís var gift Jónasi, bróður
föður míns. Þeir bræður voru
þrír, allir bændur á Melum í
Hrútafirði til margra ára. Jón fað-
ir minn elstur, Jónas ári yngri og
Sigurður þeirra yngstur. Þeir
bræður báru allir gæfu til þess að
eignast góða konu og stóran hóp
barna sem ólust upp á Melum í
mikilli nálægð. Konur þeirra,
móðir mín Þóra, Ella Dís og Lilja
kona Sigurðar eru allar hvunn-
dagshetjur í mínum augum. Alla
daga stóðu þessi þrjú heimili opin
öllum krakkaskaranum. Sam-
kvæmt ríkjandi hefðum í þá daga
var það konan sem sá um heimilið
og allt sem því fylgdi.
Þegar ég hugsa um Ellu Dís
eru það einkum tvö orð sem koma
upp í hugann, ró og traust. Aldrei
sá ég hana skipta skapi. Í mesta
lagi átti hún til að kalla í okkur,
yngstu kynslóð barnanna, þegar
hún sá hvar við renndum okkur á
rassinum niður fyrrgreint haug-
húsþak, vissi af fenginni reynslu
að svilkvenna hennar biðu fata-
viðgerðir í stórum stíl ef athæfið
yrði ekki stöðvað.
Fjölskyldur Jónasar og Sig-
urðar bjuggu í parhúsi, en opið
var á milli uppi á lofti. Við Signý,
dóttir Sigurðar, vissum fátt meira
spennandi en að reyna að laumast
yfir á loftið Jónasar og Ellu Dísar
megin – gramsa í öllu þessu
leyndardómsfulla dóti. Áhættan
var þó gríðarleg þar sem við
bjuggumst jafnvel við því að loftið
gæti gefið sig og við hrapað niður.
Ekki man ég eftir skömmum eða
stóryrðum af hálfu Ellu Dísar
þótt hún yrði oft vör við þessa
leiðangra okkar, marrið í gisnum
gólffjölunum ásamt pískri sem
einkennir athæfi smástelpna kom
auðvitað upp um okkur.
Mörgum árum seinna unnum
við saman í Veitingaskálanum
Brú. Á þeim erilsama en bráð-
skemmtilega vinnustað kynntist
ég Ellu Dís í raun best. Þegar
taugar unglingsstúlkunnar, sem
hafði ef til vill verið treyst fyrir
fullmikilli ábyrgð, voru þandar til
hins ýtrasta, var það oftar en ekki
Ella Dís, með sinni einstöku stó-
ísku ró og yfirvegun, sem greiddi
úr málunum. Róleg en ákveðin
handtökin, ekkert fát eða óðagot,
vinnst þó hægt fari – þannig var
Ella Dís.
Þegar sorgin knýr dyra er
ómetanlegt að eiga stóra og
trausta fjölskyldu. Þó að Mela-
bræður hafi oft greint á í sínum
samskiptum og ekki sé lengur
daglegur samgangur á milli okkar
afkomendanna erum við samt
eins og ein stór fjölskylda. Á milli
okkar Melamanna er einhver
ólýsanlegur þráður, spunninn úr
fjársjóði sameiginlegra minninga
frá þeim stað sem við elskum öll –
Melum.
Elsku frænkur mínar, Elsa,
Ína, Þóra og Birna, Guð veri með
ykkur og fjölskyldum ykkar og
styrki ykkur í sorginni.
Guðlaug Jónsdóttir (Didda)
frá Melum.
Matreiðsla, bakstur, þrif,
mjaltir, þvottar, saumar, prjóna-
skapur, barnauppeldi. Þessi var í
grófum dráttum verkahringur ís-
lenskra húsmæðra í sveit um og
eftir miðja síðustu öld, og við
þessi störf man ég fyrst eftir
henni Ellu Dís, í litla austurend-
anum á tvíbýlishúsinu á Melum
með börnin fimm. Erfitt hefur
það oft verið en þegar þessa tíma
var minnst síðar gerði hún lítið úr
því. Hún hafði nefnilega einstakt
lag á að gera gott úr öllu og líta
ætíð á björtu hliðarnar. Um leið
var hún föst fyrir og lét engan
vaða yfir sig. Þessu hefur skap-
maðurinn Jónas föðurbróðir minn
fljótt áttað sig á, og því varð sam-
búð þeirra svo farsæl sem raun
bar vitni.
Ég tel að það hafi ekki síst ver-
ið henni að þakka að þeim Mela-
húsfreyjum tókst að búa og vinna
í nánu sambýli í áratugi án þess að
nokkurn tíma bæri skugga á. Svo
að dæmi séu tekin, þá sameinuð-
ust þær í mörg ár um einn suðu-
pott til stórþvotta, þær áttu sam-
an prjónavél og þeim dugði ein
áskrift að tískublaðinu Burda.
Þannig sönnuðu þær ágæti sam-
vinnuhugsjónarinnar í verki;
nokkuð sem Melabræðrum, eigin-
mönnum þeirra, tókst á sinn hátt
að afsanna, en það er önnur saga.
Þegar um hægðist og börnin
stækkuðu fór Ella Dís að vinna
utan heimilis. Þar var hún braut-
ryðjandi því að árið 1965 hóf hún
vinnu í sláturhúsinu á Borðeyri,
fyrst giftra kvenna í Hrútafirði.
Þá var jafnréttið ekki lengra kom-
ið en svo að talað var um það með
nokkurri undrun, ef ekki hneyksl-
an, að hún fengi karlmannskaup.
Karlmannskaupið átti hún svo
sannarlega skilið, og þótt ríflegt
hefði verið, svo vel verki farin sem
hún var og lagin við allt sem hún
tók sér fyrir hendur.
Sjálf vann ég seinna með henni
nokkrar sláturtíðir á Borðeyri og
eitt eða tvö sumur í Veitingaskál-
anum í Brú. Þar sá ég best hversu
vel henni allt vannst og fann hve
gott var að hafa hana að vinnu-
félaga því að hún hélt alltaf ró
sinni á hverju sem gekk. Ég man
t.d. eftir því einhverja annasama
helgi þegar við vorum saman á
vakt í grillinu í Brú að full rúta af
fólki ruddist inn rétt í lok dags, og
allir vildu hamborgara og það
strax. Í öllum atganginum greip
mig fát, en svo sá ég allt í einu út
undan mér hvar Ella Dís var farin
að stíga dansspor í fitukáminu á
gólfinu, skælbrosandi. Það dugði,
eins og ætlunin var, til þess að róa
mig, og örugglega viðskiptavinina
líka.
Eftir að þau Jónas brugðu búi
og fluttu til Reykjavíkur áttu þau
mörg góð ár í rúmgóðri og glæsi-
legri íbúð sinni í Sólheimum 23 og
þangað var ætíð ánægjulegt að
koma. Síðustu árin voru þó að
mörgu leyti erfið. Dauði Krumma
árið 2004 var mikið áfall sem hún
þó tók af ótrúlegri stillingu.
Heilsu Jónasar tók upp úr því
mjög að hraka og hún annaðist
hann af ást og natni þar til hann
lést, lengur en kraftar í rauninni
leyfðu. Nokkru síðar fór að bera á
sjúkdómnum sem að lokum lagði
þessa sterku konu að velli.
Ég vil fyrir hönd aldraðra for-
eldra minna og fjölskyldu minnar
þakka okkar góðu og nánu vin-
konu samfylgdina og færa frænk-
um mínum og fjölskyldum þeirra
samúðarkveðjur.
Helga Jónsdóttir frá Melum.
„Iss brenndar kleinur“ var það
fyrsta sem mér kom í hug þegar
ég heyrði um andlát Ellu Dísar.
Sá hana fyrir mér hafa eftir mér
þessi orð sem hún gerði svo oft –
alltaf með sömu glettninni og kát-
ínunni og með stríðnisglampa í
augum. Þetta augnablik var henni
minnisstætt þegar ég stelputripp-
ið kom einhvern tíma hlaupandi
„yfir“ og viðhafi þessi orð um
kleinurnar hennar.
Ella Dís var húsmóðirin „hin-
um megin“ eins og við kölluðum
það alltaf. Pabbi og mamma og við
fjölskyldan bjuggum öðrum meg-
in í húsinu á Melum og Ella Dís,
Jónas og börnin þeirra hinum
megin. Jón, Þóra og þeirra fjöl-
skylda bjó í öðru húsi. Samgangur
var mikill og áreiðanlega ekki allt-
af auðvelt að vera í því hlutverki
að vera húsmóðir og halda heimili
með þann barnaskara og mikla
samgang sem þar ríkti.
Aldrei fékk maður að finna
annað en maður væri velkominn
hinum megin. Alveg sama hvað
gekk á. Heimili Jónasar og Ellu
Dísar stóð manni opið eins og það
væri manns annað heimili. Mér
fannst það sjálfsagt þá, það var
ekki fyrr en seinna, þegar maður
fór að fullorðnast sem maður
gerði sér grein fyrir því hversu
heppinn maður var að búa við
slíkt atlæti. Að geta hlaupið á milli
og látið eins og heima hjá sér hvar
sem maður kom.
Ég kynntist samt Ellu Dís ekki
almennilega fyrr en á unglingsár-
um. Maður umgekkst fullorðna
fólkið án þess að veita því endi-
lega sérstaka eftirtekt. Ella Dís
var konan hans Jónasar og
mamma þeirra Elsu, Ínu,
Krumma, Þóru og Birnu fram að
því. Það var ekki fyrr en við unn-
um saman í veitingaskálanum í
Brú sem ég lærði hvers konar
manneskju hún hafði að geyma.
Lærði að bera óendanlega virð-
ingu fyrir henni, einstakri skap-
gerð hennar og hlýju.
Ella Dís var einstaklega yfir-
veguð og æðrulaus. Þegar ég
hugsa til þess – kannski æðru-
lausasta manneskja sem ég hef
kynnst. Það var svo gott að hafa
hana nálægt sér. Hún stappaði í
mann stálinu þegar maður var
veikur fyrir og stóð alltaf eins og
klettur í öllu stressinu sem óneit-
anlega fylgdi staðnum oft.
Ég minnist þess eins og það
hafi gerst í gær þegar þjóðþekkt-
ur maður kom einu sinni sem oft-
ar og vildi segja mér til um hvern-
ig hann vildi að ég hanteraði
pöntun hans. Stóð yfir mér og
sagði mér til um öll smáatriði. Ég
var eitthvað veik fyrir og lét hann
ná tökum á mér. Ella Dís tók mig
til bæna á ástúðlegan hátt. Hún
þekkti þennan mann og vissi al-
veg hvernig hann gat látið. Hún
sagði mér að halda mínu striki og
láta eins og ekkert væri – kenndi
mér að vera æðrulaus. Hún tók
yfir stjórnina og hjálpaði mér í
þessum aðstæðum með þannig
hætti að það gleymist ekki. Situr í
minninu.
Það var fallegt að horfa á þau
eldast saman Jónas og Ellu Dís.
Ég heimsótti þau ekki oft – allt of
sjaldan – í Sólheimana en hugsaði
í hvert skipti að ég þyrfti að gera
það oftar. Það var gott að koma
þangað. Var gott að finna hlýja
strauma og væntumþykju sem
umlukti mann.
Nú er komið að kveðjustund.
Við systkinin á Melum III þökk-
um Ellu Dís samfylgdina. Elsku
Elsa, Ína, Þóra og Birna, tengda-
börn, barnabörn og barna-barna-
börn, innilegar samúðarkveðjur.
Signý Sigurðardóttir.
Ég var tíu ára gamall þegar ég
var sendur í sveit að Melum í
Hrútafirði, þetta var í byrjun júní
1968. Melar voru á þeim tíma
myndarlegt þríbýli þar sem bræð-
urnir Jón, Jónas og Sigurður
bjuggu ásamt konum og börnum.
Vegna gamals kunningsskapar
föður míns og Jónasar hafði feng-
ist vist fyrir mig þetta sumar. Það
er ekki ofsögum sagt að þetta hafi
verið ein mín mesta gæfa í lífinu
að kynnast öllu þessu sómafólki
sem bjó á Melum. Frá fyrsta degi
var mér vel tekið af þeim hjónum
Jónasi R. Jónssyni og Elínu Þór-
dísi Þórhallsdóttur, Ellu Dís eins
og allir kölluðu hana, og börnum
þeirra, Elsu Ínu, Krumma, Þóru
og Birnu.
Ella Dís var ekta bóndakona,
sinnti börnum og búi og reiddi
fram kræsingar að mér fannst all-
an sólarhringinn, kleinur, kökur
og klatta. Mér fannst alltaf best
að hún vekti mig á morgnana, það
var einhvern veginn þægilegra að
vakna inn í daginn með röddina
hennar í eyrunum.
Ég var svo lánsamur að kynn-
ast foreldrum Ellu Dísar þeim
Þórhalli og Þóru sem á þeim tíma
bjuggu á þessum tíma í litlu húsi á
Hvammstanga og fannst mér al-
gjört ævintýri að koma þangað,
þau voru alveg yndisleg, alltaf
brosandi og það streymdi frá
þeim væntumþykjan, nákvæm-
lega eins og ég minnist Ellu Dísar
alla tíð, aldrei hastaði hún á há-
vært borgarbarnið og það var hún
sem huggaði úr mér heimþrána
oftar en einu sinni. Ég var í sveit
hjá þeim hjónum í fimm ár og kom
svo í sauðburð nánast á hverju
vori eftir það allt þangað til þau
hættu búskap 1986 og Krummi
heitinn, sonur þeirra, tók við.
Ella Dís var afskaplega hæg
kona en fylgin sér, hún var ákveð-
in en um leið elskuleg og eftirlát
börnum sínum, barnabörnum og
barnabarnabörnum og svo nátt-
úrlega þeim aukabörnum sem
hún fékk til vista, tel ég víst að
fleiri sumardrengir sem voru í
vist hjá þeim hjónum hafi haldið
við þau góðu sambandi. Ég hef
einnig orðið þeirrar gæfu aðnjót-
andi að hafa eignast ævilanga vini
í börnum þeirra hjóna og mökum.
Yndislegt fólk upp til hópa.
Maður gerir alltof lítið af því að
þakka fyrir það sem manni þykir
kannski eitthvað svo sjálfsagt, ég
er viss um að það, hvernig rætist
úr manni og hvernig manneskja
maður verður, eigi maður að
þakka því fólki sem kemur að
uppvexti manns og þroska. Vera
mín á Melum hjá Jónasi og Ellu
Dís gerði mig að betri manni,
kenndi mér gildi þess að vinna vel
jafnvel þau störf sem manni
hugnaðist lítið. Og síðast en ekki
síst gildi vinátturnar, það er fátt
sem jafnast á við að eiga góða vini.
Jónas og Ella Dís voru alltaf
áhugasöm um það sem ég tók mér
fyrir hendur og sýndu mér
ómælda þolinmæði (oft með
glettni í augum) þegar maður,
óðamála lét vaða á súðum. Þau
komu fram við mig eins og jafn-
ingja allt frá fyrsta degi og gerðu
allt meðvitað og ómeðvitað til að
greiða götu mína, fyrir það vil ég
þakka þeim báðum frá mínum
dýpstu hjartarótum. Ást þeirra
og umhyggja mun fylgja mér alla
tíð.
Elsku Ella Dís, takk fyrir allt,
hvíl þú í friði.
Halldór R. Lárusson.
Elín Þórdís
Þórhallsdóttir