Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Viðræður BSRB og viðsemjenda
þess um endurskoðun kjarasamn-
inga gætu hafist í næstu viku. Samn-
ingseiningarfundur aðildarfélaga
bandalagsins fór fram í gær og eru
félögin nú að senda inn umboð sitt til
stjórnar þess svo hefja megi viðræð-
urnar. Þetta segir Elín Björg Jóns-
dóttir, formaður BSRB.
„Gildistími samninga er mislangur
hjá aðildarfélögunum og viðsemj-
endurnir eru sitthvorir aðilarnir svo
það er aðeins snúið að safna þessu
saman en ég geri ráð fyrir að það
verði farið í viðræður í næstu viku,“
segir hún.
Í kjarasamningum aðildarfélaga
BSRB er endurskoðunarákvæði sem
segir að ef kjarasamningi er sagt
upp á almennum markaði eða veru-
legar breytingar gerðar á honum þá
eigi að fara af stað viðræður um þær
breytingar.
Styttri gildistími
Í samkomulagi Alþýðusambands
Íslands og Samtaka atvinnulífsins
sem skrifað var undir í byrjun þess-
arar viku er meðal annars kveðið á
um að gildistími kjarasamninga sé
styttur og nái nú út nóvember í stað-
inn fyrir janúar á næsta ári.
Elín Björg segir að á meðal þess
sem rætt verði við samningsnefndir
ríkisins, Reykjavíkurborgar og
sveitarfélaga sé sambærileg stytting
gildistíma kjarasamninga og þau
ákvæði þeirra sem heimilt er að end-
urskoða nú. Þá sé hávær krafa um að
samningur taki við af samningi svo
þeir séu ekki lausir til lengri tíma.
Endurskoðun
byrji í næstu viku
Aðildarfélög BSRB senda inn umboð
til að hefja viðræður við viðsemjendur
Morgunblaðið/Ómar
Endurskoðun Elín Björg Jóns-
dóttir, formaður BSRB, í pontu.
-Viðhaldsfríir
gluggar
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 28 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Umhverfisráðherra hefur enn ekki
afgreitt þann hluta aðalskipulags
Mýrdalshrepps sem viðkemur
færslu þjóðvegar 1 um Dyrhólaós
og með jarðgöngum gegnum
Reynisfjall, en ráðuneytinu barst
umsögn sveitarfélagsins hinn 12.
september 2012. Málið hefur því
verið til meðferðar síðan þá á borði
umhverfis- og auðlindaráðuneytis-
ins, í 133 daga.
Málið afgreitt á næstunni
Forsaga málsins er löng, en auk-
inn meirihluti er fyrir málinu í
sveitarstjórn sveitarfélagsins.
Skipulagsstofnun neitaði að stað-
festa þennan hluta aðalskipulagsins
í júlí vegna meints efnisgalla og
sendi sveitarfélagið athugasemdir
við ákvörðunina til ráðuneytisins
með bréfi dagsettu 11. september
2012.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir,
upplýsingafulltrúi umhverfisráðu-
neytisins, segir að búast megi við
afgreiðslu á næstunni en sérfræð-
ingar ráðuneytisins hafi það nú til
meðferðar. Hún segir að einhver
samskipti hafi átt sér stað við sveit-
arfélagið vegna málsins á þessum
tíma, nú síðast í desember.
Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri
Mýrdalshrepps, staðfestir það en
telur að ráðuneytinu sé ekki annað
fært en að ógilda þessa afstöðu
Skipulagsstofnunar og fara að vilja
meirihluta sveitarstjórnar í málinu.
Skipulagsvald hjá sveitarstjórn
Mýrdalshreppur gerði alvarlegar
athugasemdir við afgreiðslu Skipu-
lagsstofnunar frá 16. júlí 2012. Með
umsögn hreppsins í haust fylgdi
greinargerð VSÓ-ráðgjafar þar sem
fram kom að stofnuninni hefði verið
óheimilt að synja afgreiðslu á þess-
um hluta vegna efnisgalla.
Í bréfi Mýrdalshrepps er niður-
staðan reifuð og sagt að Skipulags-
stofnun hafi borið að staðfesta
skipulagsáætlun sveitarfélagsins í
samræmi við lög og reglur, máls-
meðferð og fyrirliggjandi gögn.
„Sveitarfélagið byggði á málefna-
legum og lögmætum sjónarmiðum,
skipulagsáætlun í samræmi við lög
og reglur, tekið hafi verið tillit til
umhverfissjónarmiða og ákvörðunin
byggist á nauðsynlegum og nægjan-
legum gögnum,“ segir í bréfinu.
Þá segir að Skipulagsstofnun hafi
ekki verið heimilt að gera at-
hugasemdir við efnislega stefnu-
mörkun aðalskipulagsins, það sé
ekki hennar hlutverk. „Frumkvæði
og forræði varðandi gerð skipulags-
áætlana er í höndum sveitarstjórna
samkvæmt skipulagslögum,“ segir
ennfremur í bréfi Mýrdalshrepps til
ráðherra og að hvorki „Skipulags-
stofnun né umhverfisráðherra hafi
heimildir til þess að takmarka
skipulagsvald sveitarstjórnar eða
synja staðfestingar aðalskipulags
við þessar aðstæður“. Hlutverk
sveitarstjórna sé að taka stefnu-
markandi ákvarðanir.
Ný veglína þjóðvegar 1 umMýrdalshrepp sem bíður afgreiðslu ráðherra
Loftmyndir ehf.
Steig
Ás
Skeiðflöt
Hvammból
Ketilsstaðaskóli
Rauðháls
Oddnýjartjörn
Vatnsskarðshólar
Garðakot
Dyrhólar
Skagnes
Suður-Götur
Suður-Hvammur
Reynisfjall
Dyrhólaey
Dyrhólaós
Vík
Víkurheiði
Norður-Foss
Suður-Foss
Reynishverfi
Þórisholt
Lækjarbakki
Reyniskirkja
Garðar
Reynisfjall
Núverandi veglína þjóðvegar
Ný veglína þjóðvegar
Aðrir vegir
Á borði ráðherra í 133 daga
Umsögn barst ráðuneyti í september Segja umhverfis-
ráðherra ekki heimilt að synja staðfestingar aðalskipulags
Kjartan Kjartansson
Anna Lilja Þórisdóttir
Gangur er kominn í viðræður Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga og
stjórnenda Landspítalans um end-
urnýjun stofnanasamnings þeirra.
Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar á
þriðjudag um aðgerðir til að rétta
hlut starfsstétta innan heilbrigðis-
kerfisins er ein ástæða þess að meiri
bjartsýni ríkir um að samkomulag
náist. Þetta segir Elsa B. Friðfinns-
dóttir, formaður Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga.
„Ég var á fundi núna [í gærkvöldi]
og við ætlum að fara yfir ákveðnar
hugmyndir og tölur og hittast aftur
[í kvöld]. Það er allavega hreyfing á
viðræðum og fullur vilji beggja aðila
til þess að klára samninga sem
fyrst,“ segir Elsa.
Vonir kviknuðu um að aðilar gætu
náð saman um endurskoðun stofn-
anasamnings hjúkrunarfræðinga í
kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórn-
arinnar á þriðjudag.
„Okkur sýnist að þessi yfirlýsing
sé alveg í samræmi við okkar mál-
flutning og við fögnum því að þarna
er brugðist við eins og við óskuðum
eftir,“ segir Elsa.
Á þriðja hundrað hjúkrunarfræð-
inga á Landspítalanum hafa sagt
upp störfum sínum. Elsa segist von-
ast til þess að ef ásættanleg niður-
staða náist verði það til þess að
koma í veg fyrir að fleiri segi upp og
að sem flestir dragi uppsagnir sínar
til baka sem þegar hafi sagt upp.
„Það er hins vegar ákvörðun
hvers einstaklings og ekkert sem við
ráðum við. Það eina sem við getum
gert er að ná góðum árangri í samn-
ingunum,“ segir hún. Björn Zoëga,
forstjóri Landspítalans, segir ekki
standa til að ráða erlenda hjúkr-
unarfræðinga þegar uppsagnir taka
gildi. „Nei, við höfum ekkert skoðað
það. Ég held að það hafi verið skoð-
að hérna fyrir kreppu, en ég held að
það væri nokkuð erfitt í fram-
kvæmd. Það þyrfti langan undirbún-
ing,“ segir hann.
Morgunblaðið/Golli
Slysó Fjöldi hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum hefur sagt upp störfum
sínum undanfarna mánuði. Viðræður standa yfir um endurnýjun samninga.
Meiri bjartsýni ríkir í við-
ræðum hjúkrunarfræðinga
Yfirlýsing ríkisstjórnar kveikir vonir um samkomulag