Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013
Magnús Skúlason, formaður
húsafriðunarnefndar, ritaði grein
sem birtist í Morgunblaðinu 16.
janúar síðastliðinn, þar sem hann
svarar að nokkru grein minni frá
12. s.m. Ég þakka Magnúsi fyrir
skrif sín, sem um sumt eru
greinagóð, en um annað fer hann
villur vega.
Magnús segir meðal annars í
grein sinni að það sé rangt hjá
mér að til viðhalds friðaðra húsa
þurfi leyfi Minjastofnunar. Ég
hvet Magnús til að kynna sér lögin betur, en í
31. gr. þeirra segir í 2. mgr.: „Við endurbætur
og viðhald friðlýstra húsa og mannvirkja skal
leita álits og ef til þarf leyfis Minjastofnunar Ís-
lands með minnst sex vikna fyrirvara.“
Magnús nefnir enn fremur í greininni að mér
„yfirsjáist“ að fyrrnefndri ríkisstofnun sé heim-
ilt að afnema friðun húsa. Mér yfirsást ekkert í
því efni. Sú aðferð sem hér er notuð er að mínu
viti einfaldlega röng sé tekið mið af meðalhófs-
reglunni. Það ætti að standa upp á stjórnvöld að
rökstyðja ákvörðun sína um friðun, en ekki
friða allt og gefa síðan stjórnvöldum færi á að
afnema friðun – að geðþótta emb-
ættismanna. Og ég segi geðþótta,
því „reglur“ í þessu efni eru mjög
matskenndar, loðnar og teygj-
anlegar. En í áranna rás hafa
ýmsar furðulegar ástæður verið
gefnar fyrir því að ekki megi ráð-
ast í framkvæmdir í miðbænum og
húsafriðunarfólk er sumt hvert
ótrúlega útsjónarsamt í að búa til
röksemdir fyrir friðun. Margar
röksemdanna eru svo langsóttar
að líkega er það tilfinningasemin
ein sem ræður för.
Líkt og ég nefndi í fyrri grein
minni er hundrað ára reglan ekki rökstudd að
neinu marki í greinargerð með frumvarpi því
sem varð að lögum um menningarminjar. Þar
er aðeins nefnt að með henni fáist „samfella í
húsafriðun“. Það er ákaflega veik röksemd til
að takmarka verulega eignarheimildir þúsunda
manna. Og höfum hugfast að oft er umrædd
fasteign megineign viðkomandi manna og lífs-
afkoma þeirra háð hagnýtingu fasteignarinnar.
Þrátt fyrir að til sé húsafriðunarsjóður er sú
eignaupptaka sem felst í friðuninni nánast bóta-
laus. Hér er í reynd um svo alvarlegt inngrip í
eignarheimildir að ræða að rétt væri að öll fast-
eignagjöld af friðuðum húsum rynnu í sér-
stakan sjóð sem notaður yrði til viðhalds þeirra,
en nokkur fyrirtæki hafa sérhæft sig í end-
urbótum gamalla húsa og staðið að því með
miklum myndarbrag.
Magnús nefnir enn fremur að friðun húss feli
í sér „viðurkenningu á byggingarsögulegu og/
eða fagurfræðilegu gildi byggingar“. Hvað sem
líður persónulegri skoðun Magnúsar á þessu
efni er ljóst að húseigendum er enginn greiði
gerður með friðun húss, sem takmarkar eign-
arheimildir þeirra stórkostlega og rýrir þar
með verðgildi eigna.
Magnús heldur því enn fremur fram að versl-
un við Laugaveg njóti góðs af gömlum húsum.
Gömul hús geta sannarlega sum hver verið fal-
leg, en flest timburhús við Laugaveginn þjóna
illa hlutverki sínu sem verslunarhús, eru jafnvel
staðsett milli hárra brunagafla og njóta sín
ekki. Hvergi við Laugaveg má finna mynd-
arlegan heildarsvip gamalla húsa og gömlu hús-
in þjóna mörg hver versluninni afar illa. Til að
komast upp í verslunarplássið þarf jafnvel að
klífa mörg þrep eða ganga ofan í kjallara, lágt
er til lofts, almenn þrengsli, loftræsting léleg og
nútímasjónarmið um brunavarnir og aðbúnað
starfsfólks víðsfjarri.
Ofstæki í húsafriðun hefur um langt árabil
verið dragbítur á þróun og uppbyggingu versl-
unar í miðbænum. Og með ofstæki á ég við hug-
myndir á borð við allsherjar „byggðamynst-
ursfriðun“ Laugavegar sem Guðrún
Ágústsdóttir beitti sér fyrir á sínum tíma þegar
hún var borgarfulltrúi. Öfgar í húsafriðun hafa
átt stóran þátt í að hrekja stórar og rótgrónar
verslanir burt úr bænum. Nær væri að stjórn-
völd stuðluðu að sátt milli uppbyggingarsinna
og friðunarsinna í þessum efnum. Ný hús mega
til dæmis gjarnan hafa klassískt yfirbragð og
bera einkenni fyrri byggðar. Húsin á horni Tún-
götu og Aðalstrætis eru dæmi um vel heppnaða
framkvæmd af þessu tagi.
Húsafriðun er á villigötum í nútímanum. Of-
stæki húsafriðunarsinna er jafnvont og ofstæki
uppbyggingarsinna sem fyrir hálfri öld vildu
rífa allan gamla bæinn.
Magnús Skúlason á villigötum
Eftir Björn Jón Bragason »Ofstæki húsafriðunarsinna
er jafnvont og ofstæki upp-
byggingarsinna sem fyrir hálfri
öld vildu rífa allan gamla bæinn.
Björn Jón Bragason
Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka
kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg.
Ég fór á fund sem
þingmaðurinn okkar á
Vesturlandi (sumra
okkar), Ásbjörn Ótt-
arsson hélt í Gamla
kaupfélaginu á Akra-
nesi í haust. Þar töluðu
menn um komm-
únistastjórnina sem nú
situr. Meira að segja
verkalýðsleiðtoginn
okkar á Akranesi, Vil-
hjálmur Birgisson, talaði þannig.
Áður fyrr töluðu verkalýðsforingjar
um að venjulegt fólk ætti að verða
kommúnistar. Núna tala þeir um að
venjulegt fólk sé of miklir komm-
únistar. Tímarnir hafa breyst. Ég
skil ekki hvernig fólki finnst allt í
lagi að tala svona um annað fólk, að
það sé kommúnistar. Síðan ég komst
á unglingsár hefur enginn flokkur á
Alþingi haft tilburði í þá átt að stofna
kommúnistaríki á Íslandi.
En margir kjósa samt Sjálfstæð-
isflokkinn af hræðslu við komm-
únismann. Ég fór að spá í þetta með
sjálfan mig. Af hverju kýs ég ekki
Sjálfstæðisflokkinn?
Rússneski kommúnistaflokkurinn
stóð fyrir allt það versta sem ég get
hugsað mér í stjórnmálum:
– Persónunjósnir.
– Að fólk sé látið gjalda skoðana
sinna með því að missa vinnuna og
sent í Gúlagið.
– Þöggun, bara ríkisfjölmiðlarnir
máttu starfa
– Flokkurinn var með klærnar all-
staðar. Það voru sellur inni í fyr-
irtækjunum, hann stjórnaði dóms-
kerfinu og fjölmiðlunum.
– Flokksþing kommúnistaflokks-
ins buðu ekki uppá rökræður: Hug-
takið „rússnesk kosning“ kemur
þaðan, þegar allir rétta þægir upp
höndina. Yfir salnum hékk merki
flokksins, og það voru sterkir for-
ingjar sem réðu öllu.
– Öll áherslan var á framleiðslu,
engin á umhverfismál. Í Sovétríkj-
unum urðu mörg verstu umhverfis-
slys í heiminum. Árfarvegum var
breytt, og verksmiðjur reistar með
engum mengunarvörnum.
Hvaða flokkur á Íslandi ætli líkist
mest rússneska kommúnistaflokkn-
um? Förum yfir listann:
Persónunjósnir: Eini flokkurinn
sem hefur látið lögregl-
una fylgjast með póli-
tískum andstæðingum
er Sjálfstæðisflokk-
urinn i). Að vísu hafa
engir verið sendir í Gú-
lagið á Íslandi, og eng-
inn flokkur hér er jafn
slæmur og sovéski
kommúnistaflokkurinn.
En ég læt lesendum eft-
ir að fara yfir restina af
listann. Mín niðurstaða
er a.m.k. að Sjálfstæðisflokkurinn
fær hæstu einkunn varðandi alla
þessa punkta.
Kæru lesendur: Ef þið viljið fá al-
vöru kommúnistastjórn eftir næstu
kosningar, kjósið þá Sjálfstæð-
isflokkinn.
i) Google: „Bjarni Benediktsson“
hleranir.
Eftir Reyni
Eyvindarson
» Áður fyrr töluðu
verkalýðsforingjar
um að venjulegt fólk
ætti að verða komm-
únistar. Núna tala þeir
um að venjulegt fólk sé
of miklir kommúnistar.
Höfundur er verkfræðingur.
Kommúnistar
Reynir Eyvindarson
mbl.is
alltaf - allstaðar
Dalvegi 6-8
201 Kópavogur
Sími 535 3500
www.kraftvelar.is
kraftvelar@kraftvelar.is
Vegna mikillar söluaukningar á lyfturum og hagstæðra samninga
við Toyota og BT, þá getum við nú boðið 20% verðlækkun á
upprunarlegum „original“ Toyota/BT varahlutum.
Í tilefni af þessari verðlækkun bjóðum við nú einnig
2 ára ábyrgð á varahlutum*
Verðlækkun
*Séu varahlutir keyptir hjá okkur og viðgerðin framkvæmd af Kraftvélum, þá veitum við tveggja ára ábyrgð á varahlutnum.
Trjáklippingar
Trjáfellingar
Stubbatæting
Vandvirk og snögg þjónusta
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is