Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 Ríkisstjórn lagði frá landi, en lenti í villum og strandi. Á nú sjórekin lík í sérhverri vík. Hjálpi þeim heilagur andi. Rétt fyrir áramótin rakti ég í Mbl. þá flokkslegu vá og ófyrirgefanlegu áhættu- sækni sem formaður VG er sekur um, eftir að hafa við síðustu ríkisstjórnarmyndun fallist á þá kröfu Samfylkingarinnar að hafnar yrðu aðildarviðræður við ESB. Sömuleiðis tilurð og háttsemi umskiptinga bæði að fornu og nýju. Hér verður haldið áfram á sömu braut og síðan um hvernig við vinstra fólk og ESB andstæðingar getum brugðist við fyrir kosningar í vor. Íslendingseðlið Til hvers eru leiðtogar? Jú, fyrst og fremst til að fylkja fólki saman og sneiða hjá hættum og slysum á vegferð sinna þjóða. En sá hefur brugðist er rífur fólk sitt og flokk á hol og býður þjóðinni upp á rússneska rúllettu varðandi frelsi hennar og framtíð. Evrópuaðildar- og pakkaskoðunarsinnar segja að ef væntanlegur samn- ingur verði ekki nógu góður hafni þjóðin honum. Þetta er fáviska. Hefðu nú ekki allir þeir milljarðar sem farið hafa í þetta froðusnakk verið betur komnir í heilbrigðiskerf- inu? Síðan sú gegndarlausa sóun á starfskröftum til að komast að því einu, að Ísland á ekki landamæri að Evr- ópu, að við fáum aldrei neinar varanlegar undanþágur, greiðum meira til Brusselsukksins en við fáum þaðan, ráðum þar engu og ófreskjan mun verða hér hæstráð- andi til sjós og lands. Voru ekki hér um áratugi þrír stjórnmálaflokkar sem nærðust á hermangi og grátbáðu Washington um að því mætti helst aldrei linna? Muna menn dansinn í kringum Kárahnjúkagullkálfinn og dollaramerkin í augum Fram- sóknarmanna þegar þeir sjá flúðir í á eða bunulæk í hlíð? Helmingur þjóðarinnar virðist vilja selja Hólsfjöll til út- sendara nýlendukúgara og mannréttindabrjóta. Svipuðu hlutfalli fannst á sínum tíma allt í lagi að kaffæra Eyja- bakka og Þjórsárver svo erlendir auðhringir gætu fengið meiri orku á útsöluprís. Við þekkjum að krati og bitlingur eru jafn nástæðir skaðvaldar og Karíus og Baktus. Líka að mennska og framsóknarmennska eru tveir algerlega andstæðir pól- ar. Aðalsmerki góðs sjálfstæðismanns er að græða á daginn og grilla á kvöldin. Las S.J.S. ekki skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, en réttnefni hennar er: „Margur verður af aurum api“? Fjallkonan seld? Þetta er, sem sagt, þjóðin sem „leiðtoginn“ S.J.S. treystir til að fella aðild að ESB. Samt veit hann vel – hélt ég – að enginn borgarmúr er svo hár að asni klyfj- aður gulli – í þessu tilviki evrum – komist ekki yfir hann. Og nú streyma mútumilljarða-asnarnir til landsins og heilaþvottastöðvarnar í Brussel hafa ekki undan að taka við íslensku áhrifafólki frá atvinnuvegunum, fjölmiðlum úr stjórnmálum og verkalýðs- hreyfingu. Hér heima fara nú fyrirgreiðslu- stofnanir ESB hamförum í sama skyni. Hvernig eiga févana ESB-andstæðingar að sigra aragrúa evruasna sem hafa að baki sér ótæmandi undirokunarsjóði? Að treysta formanni Sjálfstæðisflokks í þessu máli er fásinna. Hann snýst eins og vindhani á hús- burst svo sem fyrri afstaða hans til ESB- viðræðna og Icesave sannar best. Allir ættu að þekkja stefnufestu Fram- sóknar, hvorki hrár né soðinn, opinn í báða enda og getur í hvorugan fótinn stigið. Fyr- irgreiðsluvald maddömunnar dó með S.J.S. og nú er henni lífsnauðsyn að skapa sér það aftur með aðild að ríkisstjórn og Evrópufé. Ekki fara ESB-andstæðingar með réttu ráði að kjósa þessi ósköp? Í stuttu máli, verk- efnið er að stöðva aðildarviðræðurnar og sjá svo til þess að „Steingrímar“ framtíðarinnar komist ekki í þá að- stöðu að geta selt land og þjóð. Nýja Ísland? Vinstra fólk á sér engan samastað lengur, því núver- andi VG er orðin hjáleiga frá Samfylkingu og formað- urinn með lögheimili og kennitölu neðan á skósólum Jó- hönnu. Flokkurinn er á hraðri leið niður fyrir 5% markið og 15 ríkisstjórnarþingsæti töpuð. Því er ekki eftir neinu að bíða. A.m.k. þrír hópar á vinstri væng hugsa sér til hreyf- ings, en sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Svigrúmið er lítið og stutt í kosningar. Því þarf strax að taka höndum saman svo sem í laustengdu kosninga- bandalagi og skrá æskilegan listabókstaf, t.d. N. – Nei við ESB – koma upp kosningastjórn og tengslaneti um land allt, afla meðmælenda, finna form fyrir lýðræðislegt val á framboðslista og tryggja þar jöfn kynjaskipti. Stálhörð andstaða við ESB á að vera undirstaðan og æskilegt að gengið sé bundið til kosninga þannig að stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk meðan B.B. er þar forsætisráðherraefni komi ekki til greina. Raunveruleg umhverfis- og náttúruverndarstefna, sem höfðar til landsbyggðarfólks, en er ekki stefnt gegn því, er afar mikilvæg og að hindra að útgerðarauðvald og bankar og fjármálastofnanir vaði ekki yfir alla á skítugum skónum. Þingreynsla er mikilvæg í bland við nýgræðinga og því hvet ég Atla Gíslason, Lilju Mós., Jón B., Guðfríði Lilju, Bjarna Harðar, Hjörleif Guttorms og Ragnar Arnalds, svo örfá nöfn séu nefnd, til að hörfa ekki af velli, heldur taka fram skóna að nýju. Fylkjum liði, vinstra fólk Eftir Indriða Aðalsteinsson Indriði Aðalsteinsson » Verkefnið er að stöðva aðild- arviðræðurnar og sjá svo til þess að „Steingrímar“ framtíðarinnar komist ekki í þá aðstöðu að geta selt land og þjóð. Höfundur er bóndi á Skjaldfönn í Nauteyrarhreppi. Árin 1838 til 1845 kemur út í Kaup- mannahöfn ritverkið og rannsókn- arskýrslan um Græn- land; Grönlands Historike Mindes- mærker, skrifað á ís- lensku og dönsku. Skammstafað GHM. Höfundar verksins voru þeir Finnur Magnússon og C.C.Rafn. Gefið út af Det Kongelige Nordiske Oldskrift- Selskab. Það er kaldhæðnislegt að geta sagt í janúar 2013, að enn hafa Danir ekki fundið skattlandið sitt, nýlendu Eiríks rauða, Grænland. Gögnin Allt efni í þetta ritverk er sótt í safn Árna Magnússonar, gömul skinnhandrit frá bændum uppi á Ís- landi. Fyrstu tvö bindin rekja sögu íslenska Grænlands frá upphafi en þriðja bindið er blandað efni úr ýmsum áttum. Þar í er að finna rústateikningar frá landinu og fyrsta landabréfið frá danska Grænlandi. Þetta efni er ég nú bú- inn að lesa, á íslensku og dönsku, í mörg ár, í leit minni að íslenska Grænlandi, nýlendu Íslands. Thule-málið Árið 1924 koma út danskar rann- sóknarniðurstöður um Thule Inuita. Þá hafði Knut Rassmunssen og fleiri Danir rannsakað Inuita í danska Grænlandi og Kanada. Þessir Thule Inuitar eru sagðir koma frá Síberíu og Kóreu og inn á svæði Dorset Inuita við ártalið 1000 til 1200 og yfirtaka þeir þetta menningarsvæði. Í þessu Thule- máli eru sérkenni Inuitanna rústir húsa, annars vegar í norðurhluta danska Grænlands og hins vegar í Kanada. Danir horfa fram hjá þeirri staðreynd að þessar Thule-rústir voru eins og þær í suðurhluta danska Grænlands, þar sem notað var járn við húsagerðina, en járn kom til Grænlands með Eiríki rauða. Engir Inuitar voru í suður- hluta danska Grænlands fyrr en eftir árið 1550. Norðursetur Í III. bindi GHM, bls 240-244, undir yfirskriftinni: Geographiske Optegnelser, er að finna staðsetn- ingarlýsingu á Norðursetri, ver- stöðvum íslensku landnemanna í ís- lenska Grænlandi á miðsumri: „Þar fraus um nætur, en sól skein bæði nætur ok daga, ok var eigi hærri, en þá er hún var í suðri, er maður lagðist um þveran sexæring út að borðinu, þá bar skuggann í andlit honum af því borðinu, er nær var sólinni, en um miðnætti var hún svo há sem heima í bygð, þá hún er í út- norður. Síðan fóru þeir heim aptur í Garða.“ Danir gera enga tilraun til að staðsetja Norðursetur sam- kvæmt þessari lýsingu í ritverkinu GHM. Eiríksey í Eiríksfirði Danir staðsetja eyjuna og fjörð- inn syðst í danska Grænlandi sem ég tel vera ranga staðsetningu. Í I. bindi GHM kemur fyrir landalýsing um þessi örnefni undir: Brudstykker af Landnáma, bls. 172 til -6. Aðra lýsingu er að finna í: Ei- ríks den Röde Saga, bls. 204 og síð- an í: Thorfinns Karlsefnes Saga, bls. 360. Lýsingin í Eiríkssögu sker sig frá hinum tveimur að efni til, sem eru samskonar. A. Texti er eftir Finn Magnússon og lýsir fyrstu árum Eiríks úti í íslenska Grænlandi og hljóðar svo: „Hann var hinn fyrsta vetur í Eiríksey nær miðri hinni vestri bygð. Um vorið eftir fór hann til Eiríks- fjarðar ok tók sér þar bústað. Hann fór það sumar í hina vestri óbygð og gaf víða örnefni. Hann var annan vetur í Eiríks- hólmum við Hvarfsgnípu. En hið þriðja sumar fór hann allt norður til Snæfells og inn í Hrafnsfjörð, þá lézt hann kominn fyrir botn Eiríks- fjarðar. Hvarf hann þá aftur og var hinn þriðja vetur í Eiríksey fyrir mynni Eiríksfjarðar.“ B. Textinn er eftir C.C. Rafn og er úr skinnhandriti Eiríkssögu rauða. „Hann var hinn fyrsta vetur í Ei- ríksey nær hinni eystri bygð, um vorið eftir fór hann til Eiríksfjarðar ok tók sér þar bústað. Hann fór það sumar í hina vestri úbygð, ok gaf víða örnefni. Hann var annan vetur í Hólmum við Hrafnsgnípu; en hinn þriðja sumarið fór hann til Íslands.“ Hér gerist það ótrúlega á milli tveggja fræðimanna, þeir samlesa ekki textana hvor frá hinum og slysið verður. Danir taka texta B og það handritið af sögu Eiríks rauða og staðsetja í Eystribyggð í suður- hluta danska Grænlands. Fræði- menn sem lásu GHM eftir 1845 hefðu átt að sjá misræmið á milli A- og B-útgáfu að ferðasögu Eiríks rauða inn Eiríksfjörðinn og að Ei- ríksey í Eiríksfirði með Snæfell í botninum á Eiríksfirði. Rökvillur Inuitar í Nunavut og Nunavik sendu mér mjög góðar upplýsingar um siði sína og venjur, þar koma fyrir orðin Thule ruins og Thule ancestors mjög víða. Ég spurðist fyrir um uppruna orðsins en var þá bent á að tala við mannfræðinginn Robert Park hjá Waterloo- háskólanum í Kanada. Þegar ég hafði samband við Róbert þá vísaði hann í Dani og rannsóknir þeirra á Thule-fólkinu í Norður-Grænlandi frá árinu 1924. Hér var ég kominn hringinn inn á svæði íslensku land- nemanna í Norðursetri. Brattahlíð, bæ Eiríks rauða á Ei- ríksey í Eiríksfirði, er holað niður syðst í danska Grænlandi. Það er fyrir mig ráðgáta hvernig það er hægt á þessum stað. Þar innaf á að vera Snæfell og Norðursetur. Ég undrast það að enginn skuli sjá þessa alvarlegu rökvillu árin sem hafa liðið frá 1845. Þetta eru 168 ár. Lesendum mbl. er boðið í smá ferðalag til íslenska Grænlands á vefinn: www.oldgreenland.com. Þar finnur þú Eiríksey og Bratta- hlíð Eiríks rauða. Danskar rök- villur um íslenska Grænland Eftir Guðbrand Jónsson » Það er kaldhæðn- islegt að geta sagt í janúar 2013, að enn hafa Danir ekki fundið skatt- land sitt, nýlendu Eiríks rauða, Grænland. Höfundur er flugmaður og starfaði í danska Grænlandi áður fyrr. Guðbrandur Jónsson Iðnaðarvélar fyrir fagmenn Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is Sjálfdekkjandi hjálmur Styrkleiki: 9-10 Din Verð kr. 16.900.- Telwin Telmig 180 turbo 1 fasa MIG/MAG Þráðsuðuvél Einföld og sterkbyggð, jarðkapall og Mig byssa fylgir. Verð kr. 125.000.- Gold G3 er koparhúðaður gegn- heill alhliða (SG2)G3 MIG/ MAG suðuvír fyrir suðu í lág og óblönduðu stáli með togþol allt að 550N/ mm 2 15 kg rúlla 0,8 – 1,0 – 1,2 kr. 6.900.- 5 kg rúlla kr. 3.900.- 1 kg rúlla kr. 1.200.- Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.