Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013
Rúmar 10,5 milljónir evra söfnuðust
í svonefndum Mjúkdýraleiðangri
IKEA á heimsvísu fyrir UNICEF
og Barnaheill – Save the Children
Þar af söfnuðust 11.820 evrur, eða
2.027.130 krónur, á Íslandi
Viðskiptavinir IKEA á Íslandi
gáfu þar að auki 333 mjúkdýr í söfn-
un fyrir börn á Barnaspítala Hrings-
ins
Fram kemur í tilkynningu að
IKEA -tofnunin gefi eina evru fyrir
hvert mjúkdýr sem seldist í yfir 300
IKEA-verslunum um allan heim á
tímabilinu 4. nóvember til 29. des-
ember 2012. Markmiðið í þetta
skiptið var að safna 10 milljónum.
Í tilkynningunni segir, að sam-
starfsaðilar IKEA, UNICEF og
Barnaheill – Save the Children, noti
söfnunarféð til að gera skóla í Asíu,
Afríku og Mið- og Austur-Evrópu
barnvænni, með vel þjálfuðum kenn-
urum fyrir öll börn, stúlkur og
drengi, þar með talin börn úr minni-
hlutahópum og börn með sérþarfir. Í
þessu felist einnig bætt hreinlæt-
isaðstaða og rennandi vatn en þessir
þættir hjálpi börnum að halda
heilsu, sækja skólann og ná árangri.
Gefa tvisvar
Undanfarin tvö ár hefur við-
skiptavinum IKEA á Íslandi boðist
að gefa tvisvar á söfnunartímabilinu.
Í því felst að gefa mjúkdýr sem
keypt var, áfram í söfnun fyrir
Barnaspítala Hringsins. Nú söfn-
uðust 333 mjúkdýr sem voru afhent
spítalanum í vikunni.
Með mjúkdýr Fulltrúar UNICEF, Barnaspítala Hringsins, IKEA og Barna-
heilla – Save the Children Iceland – og skjólstæðingar Barnaspítala Hrings-
ins með mjúkdýrin sem spítalinn fékk að gjöf.
Söfnuðu milljónum
Alls söfnuðust 10,5 milljónir
evra í mjúkdýraleiðangri IKEA
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga
Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • Opið mán.- fös. kl. 11.00-18.00, laugardaga 11.00-15.00 • friendtex.is • praxis.is • soo.dk
Vertu vinur okkar
á Facebook
ÚTSALA 40-70%AFSLÁTTUR
NÚ
ÞRIÐJA
FLÍKIN
FRÍ!
Fossaleyni 2, 112 Reykjavík, sími 586 1000
husgogn.is
Heill heimur
af ævintýrum