Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 24
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Í
sland mun í lok þessa
mánaðar kynna greinar-
gerð um ytri mörk land-
grunns Íslands utan 200
sjómílna fyrir landgrunns-
nefnd Sameinuðu þjóðanna í New
York, en í þeirri nefnd situr 21 sér-
fræðingur. Í framhaldi af því verð-
ur fundað með sérstakri sjö manna
undirnefnd sem nýlega var skipuð
til að yfirfara greinargerð Íslands.
Gert er ráð fyrir að fleiri fund-
ir verði haldnir með undirnefndinni
í sumar eða haust, en þá er reiknað
með að hún kynni Íslendingum mat
sitt á greinargerðinni og greini frá
fyrstu viðbrögðum sínum. Á grund-
velli tillagna landgrunnsnefndar-
innar geta strandríki ákveðið á
endanlegan og bindandi hátt mörk
landgrunnsins gagnvart alþjóðlega
hafsbotnssvæðinu sem liggur þar
fyrir utan.
Víðáttumeira landgrunn
Samkvæmt hafréttarsamningi
SÞ eiga strandríki sjálfkrafa land-
grunn að 200 sjómílum sem eru
jafnframt ytri mörk efnahags-
lögsögunnar. Mörg ríki, þ.á m. Ís-
land, eiga hins vegar víðáttumeira
landgrunn samkvæmt ákvæðum
hafréttarsamningsins.
Viðkomandi ríki skulu senda
landgrunnsnefndinni ítarlega grein-
argerð um mörk landgrunnsins ut-
an 200 sjómílna og yfirfer nefndin
greinargerðina, leggur tæknilegt
mat á hana og gerir tillögur um
ytri mörk landgrunnsins. Ísland
skilaði 29. apríl 2009 hlutagrein-
argerð til nefndarinnar um ytri
mörk landgrunnsins utan 200 sjó-
mílna í Ægisdjúpi í suðurhluta Síld-
arsmugunnar og á vestur- og suð-
urhluta Reykjaneshryggjar.
Greinargerðin frá 2009 náði
ekki til hins umdeilda Hatton
Rockall-svæðis í suðri, sem er hluti
af íslenska landgrunninu en Bret-
land, Írland og Danmörk f.h. Fær-
eyja gera einnig tilkall til, né aust-
urhluta Reykjaneshryggjar sem
skarast við það svæði. Greinargerð
um framangreind svæði verður
skilað síðar. Hatton Rockall-svæðið
kemur því ekki til umfjöllunar á
fundunum með landgrunnsnefnd-
inni.
Samkomulag um afmörkun
landgrunns utan 200 sjómílna vest-
an Reykjaneshryggjar milli Íslands
og Grænlands var undirritað 16.
þessa mánaðar af Össuri Skarphéð-
inssyni utanríkisráðherra, Villy
Søvndal, utanríkisráðherra Dan-
merkur, og Kuupik Kleist, for-
manni landstjórnar Grænlands.
Skörun við landgrunn Íslands
Dönsk stjórnvöld upplýstu
utanríkisráðuneytið um það sl. vet-
ur að við undirbúning greinar-
gerðar Danmerkur um ytri mörk
landgrunnsins suður af Grænlandi
utan 200 sjómílna, sem skilað var
14. júní 2012, hefði komið í ljós
skörun við landgrunn Íslands vest-
an Reykjaneshryggjar.
Í framhaldi af því var efnt til
viðræðna landanna með það fyrir
augum að leysa málið. Nam skör-
unarsvæðið um 22 þúsund ferkíló-
metrum og komu 53% í hlut Græn-
lands en 47% í hlut Íslands. Til
samanburðar er það landgrunn sem
Ísland gerir tilkall til utan 200 sjó-
mílna í heild um 1.400.000 km² að
stærð.
Afmörkun umrædds svæðis
vestur af Reykjaneshrygg er með
fyrirvara um að aðilum takist hvor-
um um sig með greinargerð til
landgrunnsnefndarinnar að sýna
fram á tilkall til síns hluta sam-
kvæmt samkomulaginu.
Fundað um ytri
mörk landgrunnsins
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sennilegt erað þegarMannrétt-
indadómstóll Evr-
ópu var settur á
laggirnar hafi
frumkvöðlar hans
haft í huga að meg-
ingildum um mannréttindi yrði
fylgt sameiginlega eftir. Af
þeim ástæðum hefur verið hart
lagt að nýjum aðildarríkjum
ESB að þau fallist á forræði
þessa dómstóls. En eins og í
öðru samstarfi í Evrópu, sem
hefst með því að leitast er við
að gera meginreglur sambæri-
legar, svo sem eins og í við-
skiptum, er tækifærið í fram-
haldinu notað til þess að taka
forræði af þjóðríkjunum í jafn-
vel smæstu málum.
Þannig vill ESB ráða því hve
lengi íslenskir flutningabíl-
stjórar sofi á leiðinni frá
Reykjavík til Egilsstaða. Rök-
in fyrir því er að haldi þeir það-
an áfram yfir hafið geti þeir
svefnlausir valdið vandræðum
á vegum ESB-landa. (Þ.e. þeir
sem ná að keyra yfir úthafið
áfallalaust). Fáránleikakrafa
ESB var látin eftir þeim af ís-
lenskum yfirvöldum og héraðs-
þinginu við Austurvöll og er
landið þó ekki enn í ESB!
Mannréttindadómstóllinn
lætur nú orðið smæstu mál til
sín taka, rétt eins og hann sé
með því að fjalla um ástand
sem forðum tíðkaðist í alræð-
isríkjum. Ísland er ekki að
formi til bundið af niður-
stöðum hans en er í ríkari mæli
að beygja sig undir lögsöguna,
þótt íslenskur réttur standi
ekki til þess.
Í umræðum um að Félag há-
skólamenntaðra
starfsmanna ætli
sér ekki lengur að
styrkja árshátíð
starfsmanna
stjórnarráðsins
með fjárfram-
lögum er m.a. haft
eftir Hönnu Dóru Másdóttur,
formanni FSHH, að dómar
hafi fallið hjá Mannréttinda-
dómstóli Evrópu sem bendi til
þess að þessi ákvörðun hafi
verið óumflýjanleg: „Mér hef-
ur, eftir að við tókum þessa
ákvörðun, verið bent á að
Mannréttindadómstóllinn hef-
ur fellt dóma þar sem félögum
er gert skylt að skipta sér upp
í fagfélög annars vegar og
kjarafélög hins vegar ef þau
vilja styrkja atburði eins og
árshátíðir. Með öðrum orðum
þurfa félög eins og FSHH að
ákveða hvort þau vilji vera
starfsmanna- eða fagfélög eða
stéttarfélög. Við viljum að fé-
lagið sé stéttarfélag sem berst
fyrir bættum hag fé-
lagsmanna.“
Sjálfsagt sjá einhverjir hví-
lík vá er fyrir dyrum í einstöku
ríki, staðsettu í Evrópu, ef það
sjálft, svo ekki sé talað um fag-
félag starfsmanna, ætlar að
ráða því hvort félagið verji
hluta af sameiginlegum fjár-
munum til að ýta undir árshá-
tíðarhald. Óskaplega er heim-
urinn orðinn dásamlegur ef
hálaunaðir skattlausir dóm-
arar í Evrópu, sem gæta eiga
mannréttinda þar, hafa tíma
og valdheimildir til að fjalla
um slík mál. Og óskaplega er
sjálfstæði landa, svo ekki sé
talað um dómstóla þeirra, orð-
ið og smátt og ómerkilegt.
„Fulltrúar Íslands“
í Brussel og í kerfinu
heima breytast óðar
í eftirrekstursmenn
skrifræðisins þar}
Mannréttindadómstóll-
inn og árshátíðir
Formanns-frambjóð-
endur Samfylking-
arinnar tókust á í
byrjun vikunnar
og út úr því kom
ekki margt frekar en við var
að búast. Þó sitja ein ummæli
eftir sem sá sem þau viðhafði
hlýtur að þurfa að útskýra
nánar fyrir þjóðinni.
Frambjóðendurnir tveir
voru spurðir út í umsóknina
um aðild að ESB og meðal
annars að því hvort þeir
mundu sætta sig við að þjóðin
fengi að kjósa um framhald
viðræðnanna. Báðir voru þeir
sammála um að þetta væri
óþarfi, en Árni Páll Árnason
bætti um betur og sagði að
þjóðin veldi og hún skilaði
stjórnmálamönnum þeim spil-
um sem þeir ynnu
úr eftir kosningar.
Og hann sagðist
enga trú hafa á
því „að það sé til
nógu mikið af
skyni skroppnu fólki á Ís-
landi“ til þess að tryggja þeim
flokkum nægan stuðning sem
ekki vilji halda áfram aðlög-
unarviðræðunum.
Ef til vill er þetta óvenjuleg
hreinskilni hjá stjórnmála-
manni en hugsanlega er það
eitthvað annað sem fær hann
til að segja að meirihluti þjóð-
arinnar sé illa gefinn. Eins og
áður sagði hlýtur Árni Páll að
útskýra þessi orð sín nánar
áður en kosningu til formanns
Samfylkingarinnar lýkur. Og
jafnvel að biðjast afsökunar á
þeim – telji hann ástæðu til.
Hrokinn hefur oft
leitt menn afvega,
en sjaldan sem nú}
„Skyni skroppnir“ kjósendur?
Þ
að er nokkuð grátbroslegt að fylgj-
ast með áfallasögu lítilla og fylgis-
lausra framboðsflokka nú örfáum
mánuðum fyrir alþingiskosningar.
Menn eru að segja sig úr þessum
smáflokkum vegna ágreinings eða leggja ör-
framboð niður en tilkynna um leið að þeir ætli
að stofna enn fleiri framboð.
Ný framboð virka ekki trúverðug og það er
ekkert skrýtið. Nýliðarnir sem komust á þing
eftir síðustu kosningar og boðuðu ný vinnu-
brögð brugðust svo að segja algjörlega, urðu
hvað eftir annað uppvísir að derringi og dóna-
skap og virtust gera sér sérstaklega að leik að
svívirða vinnustað sinn – og voru stoltir af því.
Slíkt fólk á ekkert erindi á þing.
Björt framtíð eða Litla-Samfylkingin er eini
nýi flokkurinn sem mælist nú með verulegt
fylgi. Þetta útibú frá Samfylkingunni virðist aðallega ætl-
að til að hýsa óánægt samfylkingarfólk sem ekki náði þeim
frama innan flokksins sem það sóttist eftir. Það fann ráð
við valdaleysinu og stofnaði flokk um sjálft sig. Það er
ómögulegt að verjast þeirri hugsun að þarna hafi hrein
valdagræðgi ráðið för.
Litla-Samfylkingin sker sig engan veginn frá Samfylk-
ingunni hvað málefni varðar. Þetta virðast vera nákvæm-
lega sömu flokkarnir, nema hvað annar er stærri en hinn.
Litla-Samfylkingin hefur svo vafið sig skinhelgi en þar á
bæ segjast menn vera svo miklu betri en aðrir stjórn-
málamenn þar sem þeir tali ekki illa um andstæðinginn.
Þessi málflutningur er orðinn að heldur þreyt-
andi helgislepju.
Samfylkingin átti að verða stór og framfara-
sinnaður flokkur. Það ætlunarverk hefur
greinilega mistekist. Flokkurinn ætti að leggj-
ast í naflaskoðun á starfsemi sinni því honum
hefur ekki tekist að heilla fólk til sín heldur
hrökklast það frá honum og hyggst gefa litla
útibúinu atkvæði sitt. Hér er greinilega ekki
allt með felldu. Getur ekki verið að flokksfor-
ysta Samfylkingar hafi tekið alltof snarpa
vinstri beygju í samstarfi við Vinstri græna?
Flokkurinn virðist ekki rúma hófsamt miðju-
fólk og litið er á hægrikrata sem ógnvalda og
óvini. Ekki nema von að fækki í flokknum.
Forystumenn Samfylkingar ættu að horfa
áhyggjuaugum á fylgi Litlu-Samfylking-
arinnar en ekki mildum móðuraugum, eins og
þeir virðast gera nú. Það er ekki venja að flokkar fagni
klofningsframboðum eða verðlauni þá sem ganga úr
flokknum með því að klappa þeim smeðjulega á herðarnar
og lofa þeim samstarfi eftir kosningar.
Samfylkingin hefur í núverandi stjórnarsamstarfi verið
á furðulegri leið við litla hrifningu þjóðarinnar. Nú eru
flokksmenn að velja sér nýjan formann. Vonandi átta þeir
sig á því að næsti formaður þarf að vera framsýnn og hóf-
samur. Hann þarf að hafa burði til að stækka flokkinn en
ekki tölta sama veg og Jóhanna Sigurðardóttir. Nú þarf
nýjar áherslur ætli Samfylkingin sér að eiga erindi við
landsmenn. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Litla- og Stóra-Samfylking
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Að sögn Tóm-
asar H. Heiðar,
þjóðréttarfræð-
ings utanríkis-
ráðuneytisins
og formanns
samninga-
nefndar Íslands
og sendi-
nefndar Íslands
á fundum með landgrunns-
nefndinni, var talið brýnt að
ganga frá samkomulagi við Dani
og Grænlendinga um þetta
skörunarsvæði fyrir fundinn
með landgrunnsnefndinni í New
York enda er nefndin ekki bær
til að fjalla um greinargerðir
einstakra ríkja er lúta að um-
deildum landgrunnssvæðum.
Tómas segir samkomulagið
vera niðurstöðu jákvæðra
samningaviðræðna þessara ná-
grannalanda undanfarna mán-
uði og vera til marks um náið og
gott samstarf þeirra.
Ekki fjallað um
umdeild svæði
BRÝNT AÐ GANGA
FRÁ SAMKOMULAGI
Tómas H.
Heiðar