Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 40
40 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er ekki víst að allir skilji hvað fyr-
ir þér vakir svo oft er betra að fara hægt af
stað. Rómantíkin gæti tengst einstaklingi frá
öðru landi eða menningarsvæði.
20. apríl - 20. maí
Naut Ytri átök geta verið jafn raunveruleg og
innri átök. Vertu léttur og – í guðanna bæn-
um ekki tala um stjórnmál, siðferði eða
smekk.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er rosalega gaman þegar allt
gengur manni í hag. Njóttu velgengninnar á
meðan þú hefur byr í seglin. Þú ert nútíma-
manneskja á undan þinni samtíð.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Taktu til áður en þú leggur í hann aft-
ur. Vertu ekkert að tvínóna við hlutina, drífðu
í þeim án þess að efast nokkuð um sjálfan
þig. Hlutirnir líta vel út en ekkert er full-
komið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þótt þú kunnir vel við vini þína þarf þig
ekki endilega að langa til að hitta þá í dag.
Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú talar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú færð lúmskan grun um að einhver
viti ekki alveg hvað hann er að gera. Geta þín
til þess að einbeita þér og nema er með
mesta móti.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér gengur betur þegar þú reynir ekki
að stjórna öllum þínum gjörðum af hörku,
eða tilheyrir hóp þar sem reglur ráða ríkjum.
Ef þú finnur fyrir minnimáttarkennd ýttu
henni þá frá þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér getur reynst erfitt að standa
við allar þær skuldbindingar sem þú hefur
tekið að þér. Vertu hvergi smeykur því áætl-
anir þínar ganga í augun á yfirboðurunum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú nýtur þeirra stunda sem þú
getur átt með sjálfum þér til fullnustu um
þessar mundir. Gættu þess að setja ekki aðra
út af laginu með ákveðni þinni.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ættir að brjóta upp daginn
með einhverju óvæntu. Hvettu vin þinn til
þess að finna sér sinn eigin tilgang og þroska
persónuleika sinn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú skiptir öllu máli að finna réttu
aðferðina til að ná viðunandi árangri. Stattu
hins vegar fast á þínum rétti hvað sem á dyn-
ur.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Eyddu ekki orku þinni í að brjótast á
móti straumnum. Heimurinn er nógu erfiður,
þótt ekki sé allt upp á alvarlega mátann.
Fimmtug kona í Bandaríkjunumer grunuð um að hafa kæft
kærasta sinn með því að leggjast
með brjóst sín yfir andlit hans, að
því er fram kom á Mbl.is. Davíð
Hjálmar Haraldsson orti um þenn-
an atburð:
Hvar er betra að finna frið,
finna öllu ljúka,
hvað er sælla en sofna við
svanhvítt brjóstið mjúka?
Friðrik Steingrímsson bætti við:
Karlinn aldrei framar fær
fleiri unaðsstundir,
og hefði verið heldur nær
að hafa frúna undir.
Sigrún Haraldsdóttir hitti kerl-
inguna á Skólavörðuholtinu
snemma morguns í síðustu viku í
úrhellisrigningu og tautaði kerl-
ingin þessa vísu:
Á mér dynur ískalt regn,
aum í barminn vola;
Drottinn, nú er mér um megn
meiri bleytu að þola.
Ingólfur Ómar Ármannsson
sendi Vísnahorninu hringhendu:
Örvar glóðir vísnaver
víða hróður kætir
alltaf ljóðið ornar mér
andans fóðurbætir.
Hér með leiðréttist vísa eftir
hann sem misritaðist lítillega fyrir
skemmstu:
Ég hef gengið grýtta slóð
gegnum svalkið flotið
drukkið stíft og faðmað fljóð
freistinganna notið.
Ég stenst ekki mátið að rifja upp
skrif Halldórs Laxness um Halldór
Kolbeins, en saman ortu þeir vísuna
„Ljót er bölvuð blekkingin“ sem
fjallað hefur verið um í Vísnahorni
síðustu daga: „Halldór Kolbeins var
skáldmæltur að eðlisfari, en gerði
ekkert með það í alvöru sem of títt
er um hagmælta menn, uns hann
tók upp á að yrkja sálma og þótti
sumum lítill þarfi í, en öðrum þeim
mun meiri. Mætti ég í þakklætis-
skyni fyrir birtingu á þessum grein-
arstúf láta prenta hérna eina fer-
skeytlu eftir Halldór Kolbeins frá
okkar samvistardögum áður en á
hann kom sálmagállinn:
Betra er að vita heldur en hyggja
þó hugmyndirnar þyki slyngar.
Milli hluta læt ég liggja
lognar og sannar fullyrðingar.“
Að síðustu er hér vísnagáta eftir
Sigrúnu Haraldsdóttur. Gaman
væri að fá lausnir í bundnu máli.
Oft má þannig svikna sjá,
suma á okkur verðum.
Sé við loftin bera blá.
Brúka helst í ferðum.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahornið
Af dauðdaga við brjóst
Í klípu
„JÚ, AUÐVITAÐ HEFURÐU RÉTT Á ÞINNI
EIGIN SKOÐUN, EN ÉG Á HANA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG EYDDI ÞRJÚHUNDRUÐKALLI Í ÞETTA
TÆKI MEÐAN ÉG BEIÐ EFTIR ÞÉR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að halda fast.
ÚTGEFANDI
ÞETTA ER STARFS-
FÓLKIÐ Í MÖTUNEYTINU.
SKÓLAMÁLTÍÐIR VORU
SKEMMTILEGAR.
Á MÁNUDÖGUM
VAR „KJÖTGÁTA“.
ÉG ELSKA
SPURNINGA-
LEIKI!
ÞÚ DREKKUR OF
MIKIÐ, TENGDA-
SONUR!
ÉG VIL EKKI
RÆÐA ÞAÐ! AHA!
ÞÚ VILT EKKI
HORFAST Í AUGU
VIÐ STÆRSTU
VANDAMÁLIN ÞÍN!
FYRST ÞÚ MINNIST
Á ÞAÐ ... NEI.
ÁRBÓK ÁRBÓK ÁRBÓK
Pep Guardiola er einn eftirsóttastiknattspyrnuþjálfari samtímans.
Árangur hans hjá FC Barcelona er
einstakur. Á fjórum árum vann liðið
14 af 19 titlum, sem í boði voru. Þegar
hann lét af störfum hjá félaginu dró
hann sig í hlé og hefur dvalið í New
York. Ýmis lið hafa borið í hann ví-
urnar. Reynt hefur verið að fá hann
til að flytja sig um set til London,
Manchester eða Mílanó. Hann ákvað
hins vegar í liðinni viku að fara til
Münchenar. Bayern München hefur
verið á mikilli siglingu á þessu keppn-
istímabili undir stjórn Jupps Heync-
kes, hefur góða forustu í Búndeslíg-
unni og sigraði í sínum riðli í
Meistaradeild Evrópu. Bæjarar þykj-
ast himin höndum hafa gripið og í
þýskum fjölmiðlum er látið eins og
Guardiola hafi valið sveitaliðið fram
yfir stórliðin. Víkverja þykir reyndar
langt seilst að kalla Bayern sveitalið,
en hvað um það. Í það minnsta er víst
að hann hefði getað fengið meiri pen-
inga annars staðar. Hermt er að
Roman Abramovitsj, eigandi Chelsea
hafi boðið honum 22 milljónir evra
(3,7 milljarða króna) í árslaun fyrir að
koma og þjálfa liðið. Bæjarar munu
víst borga honum helming þeirrar
upphæðar og verður hann þá á svip-
uðum launum og hæst launuðu leik-
menn liðsins.
x x x
Bæjarar höfðu samband við Guar-diola í fyrravor. Uli Hoeness, for-
seti Bayern, segir að undanfarna þrjá
mánuði hafi hann skoðað upptökur af
hverjum einasta leik Bæjara og borið
saman við AC Mílanó, Manchester
City og Chelsea. Honum hafi verið
efst í huga hvernig liðið lék, hvort
stjörnurnar lytu aga þjálfarans og
löguðu sig að hugmyndafræði hans,
en ekki peningar. Fyrir ári hefðu
Bæjararnir ekki heillað Guardiola, en
á nú væri liðið farið að spila í hans
anda. Heynckes sagði um áramótin
að Bæjarar hefðu aldrei leikið nú-
tímalegri eða meira aðlaðandi knatt-
spyrnu. Franska knattspyrnublaðið
L’Équipe sagði að Bayern væri sá
klúbbur sem „einna helst minnir á
Barcelona“. Það verður fróðlegt að
sjá hvernig Guardiola gengur með
Bæjara, en fyrst verður Heynckes að
klára þetta tímabil með liðinu.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Það er andinn sem lífgar, maðurinn
án hans megnar ekkert. Orðin sem ég
hef talað til yðar, þau eru andi og þau
eru líf. (Jóhannesarguðspjall 6:63)
Akureyringur
Borgari, franskar,
gos og kokteilsósa
1.550 kr.
Nautakjöt, ostur,
tómatar, agúrkur,
jöklasalat, franskar
og hamborgarasósa
Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23