Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013
Páll Vilhjálmsson skrifar:
Bylting er það þegar sam-félagskerfinu er snúið á
haus, líkt og gerðist í frönsku
byltingunni 1789
og þeirri rúss-
nesku 1917. Búsá-
haldabyltingin í
Reykjavík 2008/
2009 var ekkert
viðlíka; meira í ætt
við útbreidd póli-
tísk mótmæli.
Íbúar höfuðborgarsvæðisinsgerðu hávaða með pottum og
pönnum vegna þess að útrás-
arblekkingin hrundi. Sú blekking
hafði aðeins staðið í fimm til sjö
ár – tók flugið eftir aldamót. Inn-
viðir samfélagsins urðu ekki
feysknir þótt heil hrúga af stjórn-
endum fyrirtækja á aldrinum 30
til 50 ára missti fótanna í græðgi-
svæðingu í nokkur ár.
Kosningasigur Samfylkingarog VG vorið 2009 var ekki
sigur búsáhaldafólksins. Hreyf-
ingin var flokkur þess hóps og
hún skilaði á alþingi fimm prin-
sipplausum þingmönnum sem
keppast við að halda starfinu en
leggja ekki til neina pólitík.
Samfylking og VG fengu kosn-ingu til að lagfæra pólitíska
vankanta og endurreisa efna-
hagskerfið á forsendum fé-
lagslegs markaðsbúskapar.
Í stað þess að vinna eftir um-
boði frá kjósendum reyndu
vinstriflokkarnir að stokka upp
samfélagið með ESB-umsókn og
nýrri stjórnarskrá. Það heitir
valdarán.
Í apríl næstkomandi verðurvaldaránið brotið á bak aft-
ur.“
Páll
Vilhjálmsson
Um valdarán
og byltingar
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 23.1., kl. 18.00
Reykjavík 2 léttskýjað
Bolungarvík 1 skýjað
Akureyri -2 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 0 skýjað
Vestmannaeyjar 3 léttskýjað
Nuuk -1 skýjað
Þórshöfn 3 skýjað
Ósló -13 heiðskírt
Kaupmannahöfn -2 skýjað
Stokkhólmur -12 heiðskírt
Helsinki -5 skýjað
Lúxemborg -1 skýjað
Brussel -3 þoka
Dublin 2 skýjað
Glasgow 2 léttskýjað
London 2 skýjað
París 2 skýjað
Amsterdam -2 heiðskírt
Hamborg -1 skýjað
Berlín -6 skýjað
Vín -1 þoka
Moskva -12 snjókoma
Algarve 15 léttskýjað
Madríd 7 léttskýjað
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 12 skýjað
Róm 8 léttskýjað
Aþena 13 skýjað
Winnipeg -26 skafrenningur
Montreal -26 léttskýjað
New York -10 léttskýjað
Chicago -10 alskýjað
Orlando 15 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
24. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:31 16:50
ÍSAFJÖRÐUR 10:57 16:34
SIGLUFJÖRÐUR 10:40 16:16
DJÚPIVOGUR 10:06 16:14
Samkomulag náðist í gær milli Ís-
lands, Noregs, Evrópusambandsins
og Rússlands um veiðar á norsk-
íslenskri síld á þessu ári. Fær-
eyingar eru ekki aðilar að þessu
samkomulagi strandríkjanna, sem
byggist á samningi frá 2007. Hlutur
Færeyja samkvæmt því sam-
komulagi verður settur til hliðar.
Færeyingar fóru fram á aukna
hlutdeild í síldinni án þess að setja
fram kröfur um hversu mikil aukn-
ingin ætti að vera. Þeir byggja kröfu
sína á því að meira hafi verið af
norsk-íslenskri síld í færeyskri lög-
sögu síðustu ár heldur en þegar
samningur um skiptingu var gerður.
Nú þegar samkomulag aðilanna
fjögurra liggur fyrir er búist við að
Færeyingar taki sér einhliða síld-
arkvóta.
Samdráttur í síldinni
Heildaraflamark í norsk-íslenskri
síld var ákveðið 619 þúsund tonn og
er um talsverðan samdrátt að ræða
frá síðasta ári, þegar aflamarkið var
833 þúsund tonn. Hlutur Íslands er
nú tæplega 90 þúsund tonn, en í
fyrra máttu Íslendingar veiða tæp-
lega 122 þúsund tonn.
Samkomulag náðist milli allra
strandríkjanna fimm um veiðar á
kolmunna. Heildaraflinn verður 643
þúsund tonn og þar af er hlutur Ís-
lands 104 þúsund tonn. Til sam-
anburðar var aflamark í fyrra um
391 þúsund tonn og hlutdeild Íslend-
inga 69 þúsund tonn. aij@mbl.is
Á síld Heimaey VE 1 á Þórshöfn.
Samið um
síldveiðar
án aðkomu
Færeyinga