Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013
Prófkjör sjálfstæð-
ismanna í Suður-
kjördæmi verður
haldið nú á laug-
ardaginn. Próf-
kjörsbaráttan hefur
verið lífleg og
skemmtileg. Ein-
staklega gaman hefur
verið að ferðast um
kjördæmið, hitta fólk
og hlusta á hvað því
liggur á hjarta.
Þegar ég ákvað að bjóða mig
fram var það ekki síst vegna þess
að lagfæra þarf ýmislegt í okkar
samfélagi og vil ég leggja mitt af
mörkum til að ná því fram. Ég
sækist eftir 3. sæti og hef lagt
áherslu á eftirfarandi mál sem ég
tel brýnt að leysa hið fyrsta. Nán-
ari upplýsingar um framboðið er
að finna á www.magnusj.is
Auka atvinnu
Of margir eru enn án atvinnu
og of lítið hefur verið gert til að
skapa störf fyrir þetta fólk. Um-
talsverður fjöldi fólks hefur þurft
að flytja af landi brott til að geta
brauðfætt sig og fjölskyldu sína.
Þessu ástandi þarf að snúa við
sem skjótast. Mikilvægt er að
nýta þau tækifæri sem landið býð-
ur upp á til að skapa hagsæld fyr-
ir íbúa þess. Til þess að slíkt sé
mögulegt er mikilvægt að stjórn-
völd fari að styðja við atvinnulífið
í stað þess að tortryggja það og
skattpína. Rekstraróvissu verður
að eyða því að í óvissu halda eig-
endur fyrirtækja að sér höndum
og ný störf verða ekki til. Ný störf
eru verulega arðvænleg fyrir rík-
issjóð því með hverju nýju starfi
minnka atvinnuleysisbætur og
skatttekjur aukast. Hér er því um
tvöfaldan ávinning að ræða og ár-
íðandi að gera allt sem hægt er til
að svo megi verða.
Lækka skatta
Skattbyrði landsmanna er orðin
of mikil. Ríkissjóður, hið hungraða
ljón, virðist óseðjandi. Lækka
verður skatthlutfall hið fyrsta og
gefa þannig fólki möguleika á að
greiða skuldir eða auka sparnað,
og gefa fyrirtækjum möguleika á
að skapa ný störf og auka hag-
vöxt. Greiðsluvilji almennings fer
þverrandi sem birtist í sífellt um-
fangsmeira svörtu hagkerfi. Stilla
verður skattkerfinu upp þannig að
sanngirni ríki enda hefur það sýnt
sig að sanngjörn og lág skattpró-
senta skilar meiri tekjum til rík-
issjóðs og innheimta batnar til
muna.
Afnám verðtryggingarinnar
Ósanngjarnt er að einungis ann-
ar aðili lánasamnings beri alla
áhættuna af efnahagsstjórn lands-
ins. Ekkert nágrannalanda okkar
er með verðtryggingu enda óþörf í
nútímasamfélagi. Leiðrétta verður
það óréttlæti sem komið var á
með afnámi verðtryggingar launa
árið 1983. Með afnámi verðtrygg-
ingarinnar sameinum við lántak-
endur og lánveitendur gegn rót
vandans, verðbólgunni. Samein-
aður hópur húsnæðis- og fjár-
magnseigenda á auðveldara með
að veita ríkisstjórninni nauðsyn-
legt aðhald í rekstri hins opinbera,
sem er einn áhrifamesti aðilinn á
markaðinum þegar kemur að verð-
bólguþróun.
Skuldaleiðrétting
og lyklalögin
Flýta þarf dómum um lögmæti
húsnæðislána og höggva þannig á
þá réttaróvissu sem nú ríkir. Sam-
þykkja á hin svo-
nefndu lyklalög hið
fyrsta enda er það
sanngjörn krafa að
skuldir séu einungis
tryggðar með því veði
sem fyrir liggur en
ekki öllum eigum lán-
taka.
Greiða niður
skuldir ríkissjóðs
Veruleg ógn steðjar
að landinu með gíf-
urlegri skuldasöfnun
ríkissjóðs undanfarin ár. Kreppa í
Evrópu mun þrengja enn frekar
að efnahag landsins og rík-
isstjórnin hefur ekkert gert til að
undirbúa landið gegn þeirri ógn.
Mjög háar vaxtagreiðslur tak-
marka verulega getu ríkissjóðs til
að sinna lágmarksgrunnþjónustu
s.s. löggæslu, menntun og heil-
brigðisþjónustu. Algerlega óvið-
unandi er að senda reikninginn
fyrir hallarekstri ríkissjóðs til
barnanna okkar og komandi kyn-
slóða vegna getuleysis stjórnvalda
til að reka ríkissjóð hallalausan.
Þyngja dóma, opinberar
upplýsingar um kynferð-
isafbrotamenn
Síbrotamenn hafa dómskerfið að
athlægi með endurteknum brot-
um. Kominn er tími til að senda
þeim skýr skilaboð um að slík
hegðun verði ekki lengur liðin.
Skoða hvort tímabært sé að taka
upp þriggja dóma regluna frá
Bandaríkjunum, þar sem síbrota-
menn fá sjálfkrafa 25 ára fangelsi
eftir 3 dóma vegna ofbeldis. At-
huga hvort tími sé kominn til að
birta opinberlega upplýsingar um
kynferðisafbrotamenn svo almenn-
ir borgarar geti haft varann á sér
í umgengni við þá.
Vernda borgarana
gegn skuldasöfnun og
hallarekstri hins opinbera
Stjórnarskrárbinda ákvæði um
hámarksskuldsetningu hins op-
inbera og hallalaus fjárlög. Líkt
og stjórnvöld setja kröfur á borg-
ara landsins þá er eðlilegt að al-
mennir borgarar geri kröfur til
stjórnvalda um að hið opinbera sé
vel rekið.
Draga ESB-umsókn til baka
Ísland er í aðlögunarferli en
ekki samningsferli þar sem tveir
jafnréttháir aðilar takast á og nið-
urstaðan getur fallið á hvorn veg-
inn sem er. Ísland fær engar var-
anlegar undanþágur eins og
utanríkisráðherra viðurkenndi í
ræðu á 137. löggjafarþingi, 45.
fundi, 38 mál, 16 júlí 2009, kl.
10.01.
Evran mun auka á vandamál
landsins því núverandi vanda-
mál evrunnar eru m.a. fólgin í tak-
mörkun þjóða til að leiðrétta sam-
keppnishæfni sína. Slíkt getur
valdið miklum og langtíma við-
skiptahalla hjá aðildarríkjum sem
getur endað með gjaldþroti, sam-
aber Grikkland og Spán.
Nýjar áherslur
Eftir Magnús B.
Jóhannesson
»Með afnámi verð-
tryggingarinnar
sameinum við lántak-
endur og lánveitendur
gegn rót vandans, verð-
bólgunni.
Magnús B. Jóhannesson
Höfundur er rekstrarhagfræðingur
og gefur kost á sér í 3. sæti prófkjörs
Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
26. janúar.
Það er svo ein-
kennilegt að þegar
einelti á sér stað læt-
ur þolandinn yfirleitt
ekkert í sér heyra og
eins lítið fyrir sér
fara og mögulegt er.
Niðurbrotið er oft
langvinnt og algjört,
sjálfsmyndin brotin
og tilveruréttur óljós.
Í okkar þjóðfélagi
er tekið á þessum
ósóma og sem betur fer er stór
hluti þjóðarinnar orðinn vel upp-
lýstur um afleiðingar eineltis og
vill vinna á móti því.
Svo eru aðrir sem eru verr upp-
lýstir og svífast einskis í þessum
málum og leggja bæði ein-
staklinga og jafnvel heila starfs-
grein í einelti, en það hefur átt
sér stað í áratugi „og flestum
virðist sama því þetta hefur við-
gengist svo lengi að það hlýtur að
vera í lagi“. Allir virðast hafa
veiðileyfi á græðara og það fólk
sem vinnur með hefðbundnar
heildrænar meðferðir (hhm).
Undirrituð hefur starfað sem
græðari á þriðja áratug. Ég tel
mig vera ágætlega menntaða og
ábyrga fagmanneskju. Flestir
sem starfa við hhm. eru vel
menntað fólk sem vinnur af heil-
indum við að hjálpa fólki til að
öðlast bætta heilsu og betri líðan.
Reyndar finnast í öllum stéttum
fúskarar og kuklarar, bæði meðal
lækna, græðara og iðnaðarmanna
svo dæmi sé tekið.
Hjá þessum hrokafullu einelt-
isaðilum sem finnst þeir skarta
„vitrænum heiðarleika“ skín hins-
vegar í gegn að græðarar og þeir
sem vinna með heildrænar með-
ferðir séu ómenntað lið sem svífst
einskis til að svíkja og pretta
veikburða fólk.
Þeir sem harðastir eru í einelt-
inu og misvel upplýstir ein-
staklingar fordæma heildrænar
meðferðir sem „gervivísindi“.
Staðreyndin er hinsvegar sú að
stór hluti þessara meðferða bygg-
ist á mörg hundruð og mörg þús-
und ára gömlum
læknavísindum frá
Austurlöndum þ.á m.
Kína. Í þeim vís-
indum er leitað að or-
sökum veikindanna
eða uppruna ójafn-
vægis líkamans og
leitast er við að leið-
rétta það ójafnvægi
til að líkaminn geti
sem best gert við sig
sjálfur. Enn önnur
meðferðarform eru
upprunnin frá Evr-
ópu og Ameríku og
eiga þessar meðferðir rétt á sér
ef þær hjálpa fólki til bættrar
heilsu.
Vestræn læknavísindi sem eru
alveg stórkostleg, eru bara hvít-
voðungur í samanburði við aldur
og reynslu hinna austrænu
læknavísinda.
Það er enginn læknir, græðari
eða meðferðaaðili sem læknar
fólk, heldur er fólki hjálpað í þær
aðstæður að batakerfi líkamans
geti unnið sem skyldi. Hvort sem
það er með lyfjum, nálastungum,
uppskurði, samtalsmeðferð, re-
medíum, nuddi eða grasalækn-
ingum.
Skjólstæðingar græðara og
heilsunuddara sitja ekki við sama
borð og skjólstæðingar hefðbund-
inna heilbrigðisstétta þar sem
fyrrnefndi hópurinn greiðir fullt
verð af sinni þjónustu og þar að
auki virðisaukaskatt (VSK) til rík-
isins. Hinn hópurinn fær nið-
urgreidda þjónustuna og sleppur
við VSK. Það eru margir með-
ferðaraðilar sem koma úr hefð-
bundnum heilbrigðisstéttum og
vinna utan heilbrigðisstofnana,
við hlið græðara, þeir þurfa ekki
að greiða VSK. Mismununin er
augljós, hefðbundnu heilbrigð-
isstéttirnar geta selt sína þjón-
ustu ódýrari eða haft meira upp
úr vinnu sinni en græðarar.
Er ekki kominn tími til að leið-
rétta þessa mismunun?
Ég er í sjálfu sér ekki hlynnt
niðurgreiðslu ríkisins af þjónustu
græðara frekar en af þjónustu
ýmissa annarra heilbrigðisstétta.
Ef þjónustuaðili þarf ekki að
leggja sig fram faglega til að
skjólstæðingar eða sjúklingar leiti
til þeirra, heldur komi þeir á
„færibandi“ þá er hætta á að
þjónustan verði ómarkviss og þar
af leiðandi lélegri. Ég vil hafa það
þannig að þjónustuaðilar þurfi að
sýna árangur í starfi, eins og er
hjá okkur sem vinnum með heild-
rænar meðferðir, (þeir sem ekki
standa sig faglega fá ekkert að
gera). Hinsvegar vil ég að virð-
isaukaskattur verði felldur niður
af starfsemi skráðra græðara,
heilsunuddara og þeirra sem hafa
viðurkennda menntun í hefð-
bundnum heildrænum meðferðum
og að allir landsmenn sitji við
sama borð í þessum efnum.
Það vekur undrun mína og sær-
ir siðgæðistilfinningu mína þegar
ég hlusta á í fjölmiðlum og les
greinar og blogg á netinu að flest-
ir sem láta hæst og eru harðastir
í eineltinu eru annaðhvort nem-
endur við æðstu menntastofnun
landsins eða eru útskrifaðir frá
þeirri sömu stofnun. Ég velti fyrir
mér hvort það sé skortur á skyn-
semi, skortur á samhygð, skortur
á sjálfsgagnrýni eða einfaldlega
menntahroki sem þetta fólk lætur
leiðast af, eða kemur hér berlega
í ljós það sem gamalt íslenskt
máltæki segir, „að hæst bylur í
tómri tunnu“.
Ég þakka þeim sem láta sig
varða ómálefnalegar dylgjur, mis-
rétti og einelti í íslensku þjóð-
félagi.
Einelti á heila starfsgrein
Eftir Ástríði S.
Magnúsdóttur » Vestræn læknavís-
indi sem eru alveg
stórkostleg, eru bara
hvítvoðungur í sam-
anburði við aldur og
reynslu hinna austrænu
læknavísinda.
Ástríður S.
Magnúsdóttir
Höfundur er skráður græðari og
vinnur við hefðbundnar heildrænar
meðferðir.
V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is
Múlalundur - fyrir betri framtíð
ALLT FYRIR SKRIFSTOFUNA