Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Sunnlendingurinn Fanný Sigurðar- dóttir á aldarafmæli í dag. Hún dvel- ur á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi. Þegar blaðamaður hafði samband við Fannýju í gær til að fal- ast eftir viðtali vegna 100 ára af- mælisins fannst henni það ekkert mjög merkilegur áfangi en féllst þó á stutt símaviðtal. „Fólkið mitt ætlar að halda einhverja veislu, meira veit ég ekki. Sonardóttir mín sagði að ég kæmist ekki upp með annað; ef ég ætlaði ekki að slá upp partíi þá gerðu þau það,“ sagði Fanný spurð hvort hún ætlaði að halda upp á afmælið. Fanný er við góða heilsu og segir marga manneskjuna á sama aldri og miklu yngri vera við verri heilsu en hún. Góða heilsu þakkar hún Guði. Fanný hefur líka lifað heilsusamlega, aldrei reykt eða drukkið. Hún segist þó lítið hafa hugsað um aldurinn, bara göslast áfram, hlegið og látið sig hafa það. Heldur upp á Vestmannaeyjar Fanný er fædd í Varmahlíð undir Eyjafjöllum 24. janúar 1913. Af tólf hálfsystkinum hennar er ein systir á lífi, Kristjana Sigurðardóttir í Vest- mannaeyjum, sem er orðin 97 ára að aldri. „Ég er Seyðfirðingur í aðra ættina og Rangæingur í hina. Ég hef alltaf verið hér á Suðurlandi og tel mig Sunnlending. Ég er fædd undir Eyja- fjöllum en var mikið í Vestmanna- eyjum sem barn, mamma var alltaf þar á meðan hún lifði, svo ég held mikið upp á Vestmannaeyjar,“ segir Fanný. Frá árinu 1956 hefur hún búið á Selfossi þar sem hún vann meðal ann- ars á símstöðinni lengi vel. Maður Fannýjar var Halldór Árnason, skrif- stofumaður og bifreiðastjóri, en hann lést 1986. Sonur þeirra er Ómar Þór Halldórsson. Hann á þrjár dætur og eru langömmubörn Fannýjar orðin nokkur. „Þetta gengur allt sinn gang ágætlega,“ segir Fanný um fjölgun afkomenda. Fanný hefur aðeins fengist við rit- störf en hún skrifaði endurminningar um móður sína eftir að hún lést. „Síð- an hef ég skrifað eina ferðasögu og draumana mína, mig dreymdi ógur- lega mikið. Þórður í Skógum hefur séð um að gefa þetta út í tímaritunum Goðasteini og Eyjaskinnu.“ Fanný hefur dvalið á Ljósheimum í nokkur ár, en hvernig líða dagarnir þar? „Þeir líða eins og venjulega hjá fólki. Ég geri ósköp lítið. Læknirinn sagði þegar ég fór hingað að ég mætti ekki föndra, ég fékk skarlatssótt þeg- ar ég var krakki og hef aldrei náð mér upp úr því almennilega. Að halda einhvers staðar til og mega ekkert gera er hreint kval- ræði,“ segir Fanný. Fanný segist ekki vera mikið af- mælisbarn en síðan hún kom á Ljós- heima hafi hún þó alltaf fengið tertu á afmælisdaginn. „Það er samt fyrir mestu að heilsan sé sæmileg,“ segir Fanný hressilega að lokum og hlær. Góða heilsu þakkar hún Guði  Fanný Sigurðardóttir á Selfossi er 100 ára í dag  Aldrei reykt eða drukkið og er við góða heilsu  Vann á símstöðinni og fékkst við ritstörf  Segir dagana líða eins og venjulega hjá fólki Ljósmynd/Sigmundur Sigurgeirsson Við góða heilsu Fanný segir marga manneskjuna á sama aldri og miklu yngri vera við verri heilsu en hún. Um nýliðin áramót voru 27 ein- staklingar á lífi hér á landi sem gætu náð 100 ára aldri á árinu 2013 ef þeim endist aldur til. Tíu náðu þeim áfanga á síðasta ári, níu af þeim eru enn á lífi. Um áramótin voru 43 Íslend- ingar á lífi sem hafa náð hundr- að ára aldri, 37 konur og sex karlar. Guðríður Guðbrands- dóttir úr Dalasýslu er elst kvenna, 106 ára og átta mán- uðum betur. Gissur Ó. Erlings- son úr Norður-Múlasýslu er elstur karla, 103 ára og tíu mán- aða. Þeir Íslendingar sem ná hundrað ára aldri fá sent heilla- óskaskeyti frá forseta Íslands á afmælisdaginn. Slíkt mun hafa tíðkast í nokkra áratugi, sam- kvæmt upplýsingum frá Jónasi Ragnarssyni, sem heldur úti facebooksíðu um langlífi. Árið 1995 hætti Trygginga- stofnun ríkisins að senda hundrað ára Íslendingum pen- ingagjöf, en þá nam hún 25 þús- und krónum. Slíkt hafði verið gert reglulega síðan 1978 og af og til frá 1951. Jónas segir að litið hafi verið á þessa upphæð sem eins konar aukalífeyr- isgreiðslur í tilefni aldursins. 27 gætu orðið 100 ára 2013 100 ÁRA OG ELDRI Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Sala á dýrari fasteignum er komin á svipað ról og hún var fyrir banka- hrun, segir Sverrir Kristinsson, lög- giltur fasteigna- sali og einn eigenda Eigna- miðlunar. Á fast- eignavef mbl.is, sem er mest sótti fasteignavefur landsins, eru um tíu einbýlishús auglýst til sölu á yfir 100 milljónir en Sverrir segir hægt að gera hagkvæm kaup á slíkum eignum um þessar mundir. „Við seljum alltaf nokkrar svona eignir á hverju ári og erum alltaf með kaupendur á skrá sem eru að leita að eignum fyrir á bilinu 100- 200 milljónir,“ segir Sverrir. Hann segir eftirspurnina þó misjafna eftir hverfum. „Það hefur verið meiri eft- irspurn en framboð eftir einbýlum í Vesturbæ og Fossvogi og svo höf- um við líka verið að selja dýrari hús í Garðabæ og nágrenni Elliða- vatns.“ 100 milljóna króna lóðir Sverrir, sem hefur starfað við fasteignasölu í rúm 40 ár, segir sölu dýrari fasteigna aftur hafa tekið við sér árið 2010 eftir að hafa hrunið með bönkunum 2008 og salan 2011 og 2012 hafi verið prýðisgóð. Hann segir að miðað við kostnaðarverð geti kaupendur gert góð kaup í slík- um eignum. „Árið 2007 fengum við jafnvel yf- ir 100 milljóna króna tilboð í lóðir sem ekki var tekið. Dýrustu lóð- irnar fengust ekki keyptar á nema yfir 100 milljónir,“ segir hann. Sverrir segir dýrari einbýlishúsin yfirleitt verðsett á bilinu 100-150 milljónir króna, sjaldgæft sé að fá hús á sölu nærri 200 milljónunum. Hvað kaupendurna varðar segir hann einhvern fjölda þeirra Íslend- inga sem eru að snúa aftur eftir að hafa dvalið erlendis. Útlendingar fjárfesti hins vegar frekar í dýrari íbúðum, sem einnig hafi verið að seljast vel síðustu tvö, þrjú ár. Ekki endilega einhver lúxus Sverrir vill ekki meina að í öllum tilfellum sé um lúxuseignir að ræða, enda sé það smekksatriði hvað fólk flokki sem lúxus. Húsin eigi það þó sameiginlegt að vera vel úr garði gerð. „Það er nú bara breytilegt hvort þetta er gamalt og svolítið hefð- bundið eða nýtt og einhver lúxus. Smekkur manna er misjafn, en þetta eru góð og vönduð hús.“ Sala dýrari eigna hefur náð sér á strik  Eftirspurnin umfram framboð í einhverjum hverfum Ljósmynd/Eignamiðlun Heima Þetta einbýlishús, sem stendur við Lindarbraut á Seltjarnarnesi, er til sölu fyrir 170 milljónir. Það er 451 fermetri og var byggt árið 2009. Sverrir Kristinsson TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk Fiskistofa hefur dregið til baka at- hugasemdir sem hún gerði fyrr í mánuðinum um samanlagðar afla- hlutdeildir HB Granda. Þá kom fram á vef Fiskistofu að fyrirtækið væri komið yfir 12% leyfilegt há- mark úthlutaðrar heildaraflahlut- deildar með alls 12,14%. Fyrirtækið er eftir endurreikning með 11,95% hlutdeilda. Á vef Fiskistofu segir meðal ann- ars um málið: „Fyrir mistök voru hlutdeildir í þorski í Barentshafi og rækju á Flæmingjagrunni ranglega hafðar með í útreikning- unum á aflahlut- deildunum. Heildaraflahlut- deild fyrirtækja hefur nú verið endurreiknuð og samkvæmt þeim útreikningum er enginn aðili yfir leyfilegum mörkum heildar- verðmæta aflahlutdeilda skipa í eigu eins aðila.“ aij@mbl.is HB Grandi var ekki yfir hámarkinu  Fiskistofa dregur athugasemdir til baka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.