Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 „Það er ekkert hægt að gera eftir að það frýs, þá er bara að bíða eftir næstu þíðu,“ sagði Einar Gíslason, deildarstjóri Vegagerðarinnar á Sauðárkróki í gær. Tjörublæðingar á hringveginum milli Blönduóss og Hrútafjarðar virðast vera hættar, a.m.k. í bili, með kólnandi veðri. Vegagerðin hefur lokið við að hreinsa tjörukögglana sem losnað höfðu upp og borist með bílum. Að- spurður sagði Einar að vegurinn væri ekki illa farinn eftir blæðing- arnar, það sæi ekkert á honum. Vegagerðin mun því ekki ráðast í neinar framkvæmdir á veginum að svo búnu enda segir Einar lítið hægt að gera á meðan frost er en í næstu þíðu verði skoðað hvort til- efni sé til að bera í veginn. „Það er það sem við munum gera tilraunir með. Við vitum svo sem ekki hvernig það virkar en það verður prófað ef það fer að blæða aftur, sem er auðvitað ekki víst að gerist.“ Blæðingar stöðvast á vegunum  Þjóðvegurinn virð- ist ekki vera illa farinn Skemmdir Tjaran olli mörgum tjóni. Yfirheyrslur yfir skipstjóra norska loðnuskipsins Manon, sem staðið var að meintum ólöglegum veiðum í fyrrakvöld, stóðu enn yfir í gær- kvöldi að sögn lögreglunnar á Eski- firði. Varðskipið Týr vísaði í fyrra- kvöld Manon til hafnar á Eskifirði fyrir meintar ólöglegar veiðar eftir að varðskipsmenn fóru um borð til eftirlits. Samkvæmt frétt Landhelgisgæsl- unnar sigldi skipið að fyrirfram til- greindum eftirlitsstað á miðunum fyrir austan land á leið út úr ís- lensku efnahagslögsögunni. Þar fóru varðskipsmenn um borð til eft- irlits með skráningu veiða og afla. Mælingar varðskipsmanna leiddu í ljós að afli um borð virtist vera talsvert umfram þau 600 tonn sem skipið hafði tilkynnt að það hefði veitt innan íslensku efnahagslög- sögunnar. Málið rannsakað af lögreglu í samvinnu við Gæsluna Eftir samráð við fulltrúa í at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- inu var skipinu vísað til hafnar og fylgdi varðskipið skipinu. Málið er nú rannsakað af lögreglu í sam- vinnu við Landhelgisgæsluna. Norsku skipi vísað til hafnar  Mælingar varðskipsmanna leiddu í ljós að aflinn virtist vera talsvert umfram 600 tonn sem skipið hafði tilkynnt Flokksráðs- fundur Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs verður haldinn á Grand Hóteli í Reykjavík um helgina. Fundurinn hefst á morgun, föstudag kl. 17, með setn- ingarávarpi Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns VG. Kl. 17.30 flytur Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, ræðu undir heitinu Stjórnmálin á kosningavetri. Þá ræðir Auður Lilja Erlings- dóttir, framkvæmdastýra VG, um komandi landsfund, sem haldinn verður 22.-24. febrúar. Almennar stjórnmálaumræður verða klukkan 20 og fundinum lýkur kl. 10 á laugardag með afgreiðslu ályktana. Flokksráðs- fundur VG um helgina Steingrímur J. Sigfússon H Ú S G Ö G N Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Tilboðsvörur á frábæru verði AquaClean áklæði kynningarafsláttur 70%afsláttur allt að af völdum vörum og sýningareintökum Borðstofustólar frá 4.900 kr Heilsukoddar 2.900 kr Borðstofuborð 40.000 Höfðagaflar 5.000 Sjónvarpsskápar 25.000 Rúm 153cm 157.000 Torino Basel Mósel Vín Fjarstýringavasar 2.500 Tungusófar 75.400 Hornsófar 119.450 Sófasett 99.900 Hægindastólar 99.000 Náttborð 5.000 Púðar 2.900 Kommóður 15.000 AquaClean áklæði er sérstaklega auðvelt að hreinsa aðeins með vatni! 20,8% Íslendinga hafa aðgang að skotvopnum. 56,7% Íslendinga hafa litlar áhyggjur af skotvopnaeign hér á landi, 22,7% hafa hvorki mikl- ar né litlar áhyggjur en 20,7% hafa miklar áhyggjur af skotvopnaeign landans. Þetta kemur fram í könn- un MMR. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 28,9% karla hafa aðgang að skot- vopnum borið saman við 12,7% kvenna. Hlutfall þeirra sem bjuggu úti á landi og sögðust hafa aðgang að skotvopnum var 25,7%, borið saman við 17,6% þeirra sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfall þeirra sem sögðust hafa aðgang að skotvopnum hækkaði með auknum aldri skv. könnuninni. Um 20% Íslendinga hafa aðgang að skotvopnum Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.