Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013
Vilhjálmur Árnason, lög-
reglumaður og laganemi úr
Grindavík, er góður kostur í bar-
áttusætið á framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins í Suður-
kjördæmi. Hann hefur hvarvetna
getið sér gott orð fyrir dugnað,
réttsýni og lipurð í samskiptum.
Vilhjálmur er velviljaður og
öfgalaus ungur maður sem hefur
áhuga á því hvernig gengur hjá
fólki og fyrirtækjum og tilbúinn
að láta gott af sér leiða.
Vilhjálmur hefur frá unglings-
árum sýnt stjórnmálum og sam-
félagsmálum mikinn áhuga og
verið afar virkur í störfum Sjálf-
stæðisflokksins. Hann þekkir vel
til allra þeirra fjölmörgu sjón-
armiða sem taka þarf tillit til í
stefnumörkun flokksins og
hversu mikilvæg samstaða um
grundvallaratriði sjálfstæð-
isstefnunnar er í störfum kjör-
inna fulltrúa ef góður árangur á
að nást fyrir land og þjóð. Vil-
hjálmur á mjög gott með að ná
til fólks og setja sig inn í að-
stæður þess.
Í störfum þingmannsins rekur
á fjörur ótal mál sem þarf að
taka ákvarðanir um. Enginn get-
ur fyrirfram séð þau öll fyrir og
sjónarmið og hagsmunir geta
verið mjög mismunandi. Þá
skiptir máli að hafa góða dóm-
greind, yfirsýn og vilja til að
leita ásættanlegra lausna sem
skila fólki fram á veginn. Þeir
sem þekkja Vilhjálm vita að
hann er drengur góður og mun
gegna þingmennsku með miklum
sóma fái hann til þess traust.
Vilhjálmur hefur góðan skiln-
ing á þýðingu þess fyrir sam-
félagið að fyrirtækjunum gangi
vel og að þau skapi góð störf
sem standa undir lífskjörum
heimilanna. Brýnasta viðfangs-
efni stjórnmálanna nú er að
koma atvinnulífinu á fullan skrið
og virkja krafta allra þeirra sem
þar starfa í þágu framfara og
betri afkomu almennings. Koma
þarf til móts við skuldug heimili
og létta þeim lífsbaráttuna. Ekk-
ert kemur í staðinn fyrir trygga
atvinnu og góðar tekjur sem allt-
af er lykillinn að velgengni
hverrar fjölskyldu.
Vilhjálmur Árnason leitar nú
eftir stuðningi sjálfstæðismanna
í Suðurkjördæmi í 4. sætið á
lista flokksins í komandi kosn-
ingum. Við hvetjum sjálfstæð-
ismenn eindregið til þess að
veita Vilhjálmi brautargengi.
Hann mun verða í hópi bestu
þingmanna nái hann kosningu.
EIRÍKUR TÓMASSON,
forstjóri Þorbjarnar hf.,
EYÞÓR ARNALDS
bæjarfulltrúi í Árborg, og
VILHJÁLMUR EGILSSON,
framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins.
Styðjum Vilhjálm
Árnason í 4. sæti
Frá Eiríki Tómassyni, Eyþóri Arn-
alds og Vilhjálmi Egilssyni.
Það er sjaldgæft í þeirri nýlundu
sem prófkjör eru að vel menntað
fólk gefi kost á sér til setu á lög-
gjafarsamkomu þjóðarinnar. Allt
of oft hafa fulltrúar verið valdir
með tilliti til sérhagsmuna og án
tillits til verðleika. Þá er það
einnig svo að prófkjör síðari tíma
verða vettvangur fyrir leðjuslag,
sem heiðvirt fólk forðast.
Nú hefur það gerst í Suður-
kjördæmi að þar gefur kost á sér
til þingsetu vel menntaður hag-
fræðingur með stærðfræðilegan
bakgrunn, Oddgeir Ottesen. Odd-
geir er með yfirburðaþekkingu á
þeim málefnum sem heitast
brenna í íslensku samfélagi, það
er fjármálamörkuðum og atvinnu-
málum.
Eftir störf mín í Vest-
mannaeyjum hefi ég borið hag
Vestmannaeyja og Suðurlands
sem og Suðurnesja fyrir brjósti.
Ekki er mér síður annt um Skaft-
fellinga, sem ég sæki heim á
hverju hausti á Kirkjubæj-
arklaustur.
Af góðum kynnum mínum af
Oddgeiri í gegnum starf hans
hvet ég kjósendur í Suður-
kjördæmi eindregið til að styðja
Oddgeir Ottesen í annað sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins í próf-
kjörinu sem framundan er. List-
inn verður sigurstranglegur með
Oddgeir innanborðs og Oddgeir
mun verða landstjórninni til
heilla.
VILHJÁLMUR BJARNASON,
lektor í viðskiptafræðideild
Háskóla Íslands.
Til stuðnings
Oddgeiri Ottesen
Frá Vilhjálmi
Bjarnasyni
Bréf til blaðsins
Bridshátíð að hefjast
Bridshátíðin „Icelandair Reykja-
vík Bridge Festival“ hefst í dag og
stendur til 27. janúar. Keppt er á
Hótel Natura (Loftleiða-hótelinu)
Þetta er stærsta bridsmót sem hald-
ið hefur verið hér á landi, en kepp-
endur verða um 400, þar af er um
helmingur erlendir keppendur.
Nokkrir af bestu bridsspilurum
heims taka þátt í mótinu. Þar má
sennilega fremstan telja Zia Mahmo-
od sem kemur með sterka sveit.
Þýska landsliðið mætir með mjög
sterka sveit. Einn sterkasti kvenspil-
ari í heimi, Nevena Senior, kemur og
spilar með Söndru Penfold. Búlgarar
mæta með sitt landslið.
Mikið af Norðurlandabúum mætir
og þar fremstir Norðmenn með Tor
Helness heimsmeistara í broddi fylk-
ingar. Knattspyrnu-umboðsmaður-
inn Rune Hauge kemur að venju með
sterka sveit. Vinir okkar Færeying-
ar mæta með sína sterkustu sveit.
Allir sterkustu íslensku bridsspil-
arnir taka þátt.
Mótið hefst í dag eins og áður
sagði, kl. 19, en verðlaunaafhending
verður á sunnudagskvöld. Aðgangur
er ókeypis og öllum velkomið að
koma og fylgjast með.
Eldri borgarar, Hafnarfirði
Þriðjudaginn 22. janúar 2013 var
spilað á 16 borðum hjá FEBH (Félag
eldri borgara í Hafnarfirði), með eft-
irfarandi úrslitum í N/S
Júlíus Guðmss. – Óskar Karlsson 402
Óli Gíslason – Björn Svavarsson 393
Hulda Mogensen – Ragnar Björnsson 390
Jón Lárusson – Bjarni Þórarinsson 328
A/V.
Kristján Þorlákss. – Haukur Guðmss. 390
Knútur Björnss. – Sæmundur Björnss. 373
Bjarnar Ingimars – Bragi Björnss. 365
Skarphéðinn Lýðss. – Stefán Ólafss. 352
FEB brids í Rvk
Tvímenningskeppni spiluð í
Stangarhyl, mánud. 21. jan. Spilað
var á 13 borðum. Meðalskor 312 stig.
Árangur N-S
Örn Isabarn – Höskuldur Jónsson 396
Haukur Harðarson – Ágúst Helgason 355
Björn Svavarss. – Jóhannes Guðmannss. 340
Árangur A-V
Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 390
Bragi Björnsson – Albert Þorsteinss. 376
Ægir Ferdinandsson. – Helgi Hallgrss. 362
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend-
ar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir
að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir
öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda.
Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra
miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni
forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem lið-
urinn "Senda inn grein" er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá
sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráning-
arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg
að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er
að senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í
síma 569-1100 frá kl. 8-18.
ÚTSALA
30-70% AFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVÖRU
Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - Sími 551 6646
Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15
ZUMBA
Dansaðu þig í form með einföldum sporum,
skemmtilegri tónlist og góðum félagsskap.
Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna.
Zumba toning• - Þri. og fim. kl. 16:30
Zumba• - Þri. og fim. kl. 17:30
Þjálfari: Hjördís - 4 vikur•
Hefst 5. febrúar. Verð kr. 12.900•
Betri heilsa borgar sig!
Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is
Góð leikfimi fyrir allar konur sem vilja styrkja sig og líða betur.
Fjölbreyttar styrktaræfingar.
Kennsla á mán., mið. og fös. kl. 16:30 (3x í viku) Uppselt
Þjálfari: Inga María Baldursdóttir, íþróttafræðingur.•
Hefst 4. febrúar. Verð kr. 14.900.•
Kennsla á þri. og fim. kl. 10:00 (2x í viku)
Þjálfari: Árndís Hulda Óskarsdóttir, íþróttafræðingur.•
Hefst 5. febrúar. Verð kr. 12.900.•
KVENNALEIKFIMI
Inga MaríaÁrndís