Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, sendi ný- verið bréf til allra ráðuneyta þar sem athygli þeirra er að gefnu tilefni vak- in á ákvæði í nýjum sveitarstjórn- arlögum. Þar segir að ráðuneytum og stofnunum beri ávallt að leita um- sagnar landshlutasamtaka um stefnumótun eða ákvarðanir sem varða viðkomandi landsvæði sér- staklega. Bjarni Jónsson, formaður stjórn- ar SSNV og for- seti sveitar- stjórnar Skagafjarðar, segir stjórn sam- takanna hafa sent ráðuneytunum bréfið að gefnu tilefni. Það sé hvorki þeirra veruleiki né ann- arra landshluta- samtaka að fram hafi farið mikið samráð stjórn- valda við sveit- arfélögin vegna stefnumarkandi og mikilvægra ákvarðana á borð við þær að leggja niður opinber störf eða flytja þau á milli landshluta. Af einhverjum ástæðum hafi sam- ráðsskyldan verið sett inn í ný sveit- arstjórnarlög. Störfum fækkar áfram „Þetta er líka spurning um að sýna almenna virðingu á milli stjórnsýslu- stiga,“ segir Bjarni. „Það er verið að leggja niður starfsstöðvar og stöður yfirmanna, flytja verkefni annað og taka vald við ákvarðanatöku í burtu,“ segir Bjarni og tekur nýleg dæmi í Skagafirði um stöðu sýslumanns, starfsmaður Vinnumálastofnunar sé ekki lengur þar staðsettur, störfum fækkað á Heilbrigðisstofnuninni, hjá Vegagerðinni, Vinnueftirlitinu og þannig megi halda lengi áfram. Fram kom nýlega í Morgun- blaðinu að opinberum störfum í Skagafirði hefur frá árinu 2008 fækk- að um 14,5%, eða um nærri 50 stöðu- gildi. Það miðaðist við yfirlit sem SSNV tekur saman um opinber stöðugildi á svæðinu í mars á hverju ári. Bjarni bendir á að síðan í mars 2012 hafi þróunin haldið áfram og störfum fækki enn. Í mars 2012 voru þau komin í 282 en Bjarni segir að minnst sex stöðugildi til viðbótar hafi farið burtu. Alls sé fækkunin því ná- lægt 60 stöðugildum. „Oft heyrum við um þessar breyt- ingar eftir á. Málin eru ekki kynnt, okkur ekki gefinn kostur á að koma okkar sjónarmiðum á framfæri eða bjóða samstarf um aðrar lausnir.“ Bjarni segir tilflutning á opinber- um störfum og þjónustu geta haft í för með sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra. Þannig sé búið að færa verkefni frá heil- brigðisfulltrúum til Umhverfisstofn- unar. Nýverið fékk sveitarfélagið reikning frá Umhverfisstofnun upp á 230 þúsund krónur vegna sýnatöku í ruslahaugum í Skagafirði, sem heil- brigðisfulltrúi sinnti áður. „Það er hægt að tína til mörg svona dæmi,“ segir Bjarni. Harkalegur niðurskurður Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, tekur heilshugar undir með SSNV. Niðurskurður hjá ríkinu hafi komið harkalega niður á ákveðnum stöðum og samráðið ekki verið fullnægjandi þegar ákveðið hefur verið að fækka störfum eða flytja þau til. „Fullyrðingar heimamanna eru einfaldlega studdar með tölum. Landshlutasamtökin hafa verið dug- leg að benda á þessa staðreynd. Stór hluti af niðurskurðinum snýr að sjúkrastofnunum og þar hefur nið- urskurður verið harkalegur, eins og í Skagafirði og Þingeyjarsýslum. Það er eins og sé búið að marka þá stefnu að hafa bara tvö sjúkrahús í landinu; í Reykjavík og á Akureyri.“ Halldór segir misjafnar skoðanir vera á þeim átaksverkefnum og landshlutaverkefnum sem stjórnvöld hafa sett á laggirnar. Framlög upp á rúmar 400 milljónir kr. í sóknaráætl- anir landshlutanna á þessu ári séu ekki stórar tölur í samanburði við það að t.d. frá Bolungarvík eigi að koma 415 milljónir króna til ríkisins í formi auðlindagjalds. Hann segir nauðsynlegt að lands- hlutasamtök og sveitarfélögin hafi meira að segja um sín málefni og ákvarðanatöku um grunnþjónustu. Samráð við stjórnvöld sé oft uppi á borði en ekki í orði, samanber stór mál eins og fiskveiðistjórnunar- kerfið, rammaáætlun og stjórnar- skráin. Kallað eftir auknu samráði  Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra telja stjórnvöld ekki hafa haft nægt samráð við heimamenn í stefnumarkandi ákvarðanatöku  Mikil fækkun opinberra starfa gagnrýnd  Ráðherra svarar Morgunblaðið/Björn Jóhann Norðurland vestra Stjórn samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, sendi nýverið bréf til allra ráðu- neyta þar sem minnt var á ákvæði sveitarstjórnarlaga um samráð stjórnvalda við landshlutasamtök sveitarfélaga. Ríkið og sveitarfélögin » Í landinu eru starfandi átta landshlutasamtök sveitarfé- laga; á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norður- landi eystra, Austurlandi, Suð- urlandi og Suðurnesjum. » Í 97. gr. nýrra sveitarstjórn- arlaga (nr 138/2011) er vikið að landshlutasamtökunum og segir þar m.a.: „Ráðuneyti og opinberar stofnanir skulu ávallt leita umsagnar hlut- aðeigandi landshlutasamtaka um stefnumótun eða ákvarð- anir sem varða viðkomandi landsvæði sérstaklega.“ » Stjórn SSNV sendi öllum ráðuneytum nýverið bréf, þar sem minnt er á þetta ákvæði. Til stendur að senda slíkt bréf einnig á stofnanir ríkisins sem starfandi eru á svæðinu. » Bréf SSNV varð tilefni fyrir- spurnar til innanríkisráðherra á Alþingi sl. þriðjudag. Einar K. Guðfinnsson tók málið upp og krafði ráðherra svara. Bjarni Jónsson Halldór Halldórsson „Ég get tekið undir áhyggjur sveitarstjórnarmanna í byggðarlögunum, sem hafa þurft að sæta mannfækkun hjá hinu opinbera. Ég er fullmeðvitaður um hve slæmt það er,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um gagnrýni sveitarstjórnarmanna á Norðurlandi vestra á stjórnvöld vegna fækkunar opinberra starfa og skorts á samráði. Ögmundur segir bréf SSNV til skoðunar í sínu ráðu- neyti en hann vísar því hins vegar á bug að þar hafi skort á samráð við heimamenn. Þetta mál kom einnig til umræðu á Alþingi sl. þriðjudag, í óundirbúnum fyr- ispurnartíma. Þar spurði Einar K. Guðfinnsson, Sjálf- stæðisflokki, Ögmund að því sem ráðherra sveitar- stjórnarmála hvernig hann ætlaði að bregðast við erindi og sjónarmiðum SSNV. Kvöldið áður hafði Bjarni Jónsson, formaður SSNV, gefið í skyn í fréttum RÚV að ráðuneyti væru að brjóta lög vegna skorts á samráði við landshlutasamtökin. Hef lagt upp úr samráði „Ég tel mikilvægt að þetta samráð sé ekki aðeins í samræmi við lög, heldur legg ég mikið upp úr samráði við landshlutafélög og Samband íslenskra sveitarfé- laga. Ég hef tekið upp mál við einstakar sveitarstjórnir og á þingum sambandsins sem ég hef reynt að sækja,“ segir Ögmundur og nefnir sem dæmi samráð um sam- göngumál á Norðurlandi vestra varðandi lagningu vega og flugmál. Einnig hafi hann tekið tillit til sjón- armiða um framtíðarskipulag í löggæslumálum á svæð- inu. „Ég get eingöngu talað fyrir mitt ráðuneyti en minni á að ríkisstjórnin hefur sett á laggirnar sókn- aráætlun landshlutanna, þar sem haft er samráð við sveitarfélögin um uppbyggingu í at- vinnulífinu. Þar er vettvangur til að rýna í þessa þætti. Við erum að end- urskoða margt sem við teljum vera til hagsbóta. Skipulagsbreytingar í löggæslunni og fækkun sýslumanns- embætta er hugsuð inn í framtíðina til að efla þessi byggðarlög og styrkja, ekki til að draga úr þjónust- unni,“ segir Ögmundur og nefnir stöðu sýslumanns í Skagafirði, sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir að auglýsa ekki lausa þegar Ríkarður Másson hættir vegna aldurs um næstu mánaðamót. Ögmundur segir að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða og snúist að- eins um eina yfirmannsstöðu, áfram verði sýslu- skrifstofur starfandi á bæði Blönduósi og Sauðárkróki með sömu þjónustu og áður. Hann sér hins vegar fyrir sér að í framtíðinni verði sýslumannsembætti stýrt frá Blönduósi og lögreglustjóraembætti frá Sauðárkróki. Það sé þó eingöngu sín skoðun. Gríðarlegur niðurskurður í kjölfar tekjuhruns „Ég hef eftir fremsta megni hlustað á öll sjónarmið sem fram koma og stundum er ekki hægt að finna sam- eiginlega niðurstöðu. Við höfum reynt að gæta hags- muna Norðurlands vestra líkt og annarra landshluta. Það er ekki verið að draga úr vægi eins svæðis á kostn- að annars, aldeilis ekki. Við höfum verið að glíma við gríðarlegan niðurskurð í kjölfar tekjuhruns hjá ríkinu og okkar ákvarðanir hafa mótast af því,“ segir Ög- mundur að endingu. bjb@mbl.is Fullmeðvitaður um hve fækkun starfa er slæm Ögmundur Jónasson  Vísar því á bug að skort hafi á samráð við heimamenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.