Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013
Í eigu Fraktflugs hf.
Í sérblaði Morgunblaðsins í gær um
eldgosið í Vestmannaeyjum 1973
sagði frá búslóðaflutningum upp á
fastalandið. Með frásögninni birtist
mynd af flugvél í eigu Fraktflugs hf.
en ekki Varnarliðsins eins og skilja
mátti. Einn helsti flugstjóri Frakt-
flugs í Eyjaverkefninu var Hall-
grímur Jóhann Jónsson.
ÁRÉTTING
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
orðið við kröfu lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu um að Karl Vignir
Þorsteinsson verði áfram í gæslu-
varðhaldi. Hann var síðdegis í gær
úrskurðaður í fjögurra vikna sí-
brotagæslu. Björgvin Björgvinsson,
yfirmaður kynferðisbrotadeildar
lögreglunnar, segir að Karl Vignir
uni úrskurðinum. „Þetta er síbrota-
gæsla,“ bætir Björgvin við.
Hann hefur verið í haldi lögreglu
frá 8. janúar en 9. janúar var Karl
Vignir úrskurðaður í tveggja vikna
gæsluvarðhald. Hann er sakaður um
fjölmörg kynferðisbrot.
Karl Vignir í fjögurra
vikna síbrotagæslu
Ljósmynd/Pressphotos.biz
Karl Vignir færður til dómara.
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Síðustu
dagar
útsölunnar
Enn meiri
afsláttur
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Bóndadagstilboð
20% afsláttur af öllum herrailmum
dagana 24.-26. janúar verið velkomin
FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060
Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16
Sérverslun með
Laugavegi 63 • S: 551 4422
StórútSaLa
VETRARYFIRHAFNIR
40-50% aFSLÁttUr
Dúnúlpur - Dúnkápur - Ullarkápur - Mokkajakkar
Sparidress - Blússur - Kjólar - Gallabuxur - Bolir o.fl.
VETRARY
FIRHAFN
IR
Í ÚRVALI
LAXDAL.
IS
Bláu húsin v/Faxafen
Suðurlandsbraut 50 - Sími 553 7355
www.selena.is
Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard.
Vertu vinur á Facebook
Útsala
30-60%
afsláttur af völdum vörum
Allar stöðvar slökkviliðsins á höf-
uðborgarsvæðinu voru sendar að
Garðastræti 11 í miðborg Reykja-
víkur í gærkvöldi. Í ljós kom að eld-
urinn var minni en óttast var og
voru allar stöðvar nema ein sendar
til baka eftir að fyrstu reykkafarar
komu á staðinn. Að öllum líkindum
kviknaði í út frá rafmagni. Það hef-
ur þó ekki fengist staðfest. Fólk var
ekki í hættu vegna eldsins.
Eldurinn líklega af
völdum rafmagns
Íslendingar munu aldrei fyrirgefa
Gordon Brown, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Bretlands, meðferð hans á
þjóðinni í kjölfar efnahagshrunsins.
Þetta kom fram í svörum Ólafs Ragn-
ars Grímssonar í viðtali við Sky-
sjónvarpsstöðina í gær. Fréttamaður
Sky sagði að harðorð árás forseta Ís-
lands á Brown væri afar óvenjuleg.
Ólafur Ragnar er staddur í Davos í
Sviss í tilefni Alþjóðaefnahagsþings-
ins og ræddi hann við ýmsa erlenda
fjölmiðla, þ.á m. CNN, Bloomberg,
Fox og Sky News, þar sem hann
ræddi Icesave-málið.
„Löngu eftir að hann verður
öllum gleymdur á Bretlandi“
„Ríkisstjórn Gordons Browns
ákvað, henni til ævarandi skammar,
að setja íslensk stjórnvöld á lista yfir
hryðjuverkaríki og hryðjuverkaógn.
Á þeim lista vorum við ásamt al-
Qaeda og talíbönum. Því höfum við
ekki gleymt á Íslandi,“ sagði Ólafur
Ragnar í samtali við Sky News.
„Gordons Browns verður lengi
minnst hjá þjóð minni um ókomnar
aldir, löngu eftir að hann verður öll-
um gleymdur á Bretlandi.“
Brown er einnig staddur í Davos
þessa dagana þar sem hann var feng-
inn til að tala um þróunarmál og mál-
efni ungs fólks.
„Gordons Browns verður
lengi minnst hjá þjóð minni“
Ólafur Ragnar gagnrýndi Gordon Brown harðlega í viðtali
Skjáskot/SkyNews
Sky „Leiðtogi Íslands ræðst að Brown vegna kreppunnar“ segir í fyrirsögn.