Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 Fjölmiðlafulltrúi kvikmyndarinnar sem fjallar um uppljóstrunarvefinn WikiLeaks og stofnanda hennar, Julian Assange, sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem helstu upplýs- ingar er að finna um myndina og titil hennar, The Fifth Estate, en vinnu- heiti myndarinnar hefur til þessa verið The Man Who Sold the World. Fram að því hafði litlar upplýsingar verið að fá um myndina, þó verið væri að taka hana upp að hluta til hér á landi með aðstoð fyrirtækisins Truenorth. Þá barst einnig ljósmynd af tveimur aðalleikurum mynd- arinnar, Benedict Cumberbatch og Daniel Brühl, á Austurvelli í hlut- verkum sínum en eins og frægt er orðið var tekið upp atriði fyrir myndina þar í liðinni viku. Cumber- batch fer með hlutverk Assange en Brühl leikur Daniel Domscheit- Berg, fyrrverandi samstarfsmann Assange. Í öðrum hlutverkum eru Laura Linney, Anthony Mackie, David Thewlis, Peter Capaldi, Dan Stevens, Alicia Vikander og Carice van Houten en sú síðastnefnda fer með hlutverk þingmannsins Birgittu Jónsdóttur. Kvikmyndin verður frumsýnd 15. nóvember á þessu ári. Um söguþráð myndarinnar segir að fjallað sé um tilurð og stofnun vefjarins og þau áhrif sem hann hef- ur haft á mannkynssöguna og upp- lýsingagjöf fjölmiðla. Fyrirtækið Dream Works framleiðir myndina ásamt Participant Media en fyr- irtækin hafa áður framleitt saman kvikmyndirnar Lincoln, The Help, The Kite Runner og The Soloist. Leikstjóri myndarinnar, Bill Cond- on, á m.a. að baki kvikmyndirnar Kinsey, Dreamgirls og The Twi- light Saga: Breaking Dawn en handrit myndarinnar skrifaði Josh Singer sem hefur m.a. skrifað hand- rit sjónvarpsþáttanna Fringe og The West Wing. Kvikmyndin er byggð á bókunum Inside Wiki- Leaks: My Time with Julian Ass- ange at the World’s Most Dangero- us Website eftir Daniel Domscheit-Berg og WikiLeaks: In- side Julian Assange’s War on Sec- recy eftir David Leigh og Luke Har- ding, eins og hefur áður komið fram. Áhrifamikill vefur Haft er eftir Condon í tilkynning- unni að hugsanlega muni líða nokkr- ir áratugir þar til fólk áttar sig fylli- lega á áhrifum WikiLeaks og hvernig vefurinn hafi gjörbylt upp- lýsingagjöf í heiminum. Í myndinni verði þó ekki kveðinn upp neins kon- ar dómur yfir vefnum og aðstand- endum hans. „Við viljum kanna þær flækjur og áskoranir sem felast í gagnsæi á upplýsingaöld og vonandi glæða og auðga þær umræður sem WikiLeaks hefur þegar vakið,“ er haft eftir Condon í tilkynningunni. helgisnaer@mbl.is Fimmta valdið Cumberbatch og Brühl á Austurvelli í hlutverkum sínum. WikiLeaks-myndin The Fifth Estate  Enginn dómur kveðinn upp, segir leikstjórinn Bill Condon Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta var svona líka skemmtilegt í fyrra og viðtökur góðar þannig að við ákváðum að gera þetta að árleg- um viðburði. Margir Íslendingar hafa búið í Skotlandi við nám og störf og tóku þessari hátíð okkar fagnandi,“ segir Pétur Marteinsson, einn eigenda Kex Hostel, um skosku menningarhátíðina Burns’ Night á Kex Hostel sem hefst í dag og stend- ur til sunnudags. Hátíðin er haldin í tengslum við fæðingardag skoska þjóðskáldsins Robert Burns sem fæddist 25. jan- úar árið 1759. Spurður hvernig það hafi komið til að ákveðið var að heiðra minningu skoska skáldsins hérlendis segir Pétur hugmyndina komna frá skoskum starfsmanni staðarins. „Janúar er frekar leið- inlegur mánuður og við vorum að velta fyrir okkur hvað hægt væri að gera til að lífga upp á andann. Þá benti þessi starfsmaður okkur á að hefð væri fyrir því í Skotlandi að fagna þjóðskáldinu með skoskum mat, drykk og tónlist og að sjálf- sögðu ljóðlist Burns. Við kynntum okkur manninn og ákváðum í fram- haldinu að kýla á þetta,“ segir Pétur. Taka hátíðina mjög alvarlega Líkt og í fyrra hefur tónlistarmað- urinn Benni Hemm Hemm verið Kex Hosteli innan handar við und- irbúninginn á þeirri tónlistar- dagskrá sem boðið verður upp á næstu daga. Meðal þeirra sem troða upp úr eru Alasdair Roberts, sem mun vera einn þekktasti þjóðlaga- tónlistarmaður Skota, skoski píanó- leikarinn Bill Wells sem troða mun upp ásamt hljómsveit sinni The Nat- ional Jazz Trio of Scotland og Barnaby Brown sem er sekkjapípu- leikari og tónlistarfræðingur en hann hefur einnig víðtæka þekkingu á þjóðlagadönsum og mun miðla þeirri reynslu sinni á opinni vinnu- stofu á laugardaginn kemur. „Við gripum til þess ráðs að flytja inn sekkjapípuleikara, en mér skilst að það sé enginn hér á landi sem geti spilað á sekkjapípu,“ segir Pétur og bendir á að Barnaby Brown muni koma fram á Kex í hlutverki sekkja- pípuleikara, danskennara, söngvara og ljóðaupplesara. „Það er löng hefð fyrir því að flytja á fæðingarafmæli Burns ljóð eftir hann sem nefnist Óður til haggis. Þessu fylgir mikil serimónía þar sem sekkjapípuleik- arinn setur tóninn meðan haggisið er borið inn og því næst skorið í bita með sveðju eftir flutning á óðnum,“ segir Pétur og tekur fram að hátíðin sé tekin mjög alvarlega þar á bæ. „Í fyrra fjárfestum við í skotapilsum og búningum. Við kaupum gæða haggis frá Skotlandi og framreiðum með stöppuðum kartöflum, rófum, næp- um og viskísósu,“ segir Pétur og tek- ur fram að reyndar verði líka boðið upp á haggis fyrir grænmetisætur. Óður til haggis við undirleik sekkjapípu  Skoska menningarhátíðin Burns’ Night á Kex Hostel Morgunblaðið/RAX Vörpulegir Viðar Jerúsalem, Pétur Marteinsson og Brynjólfur Hilmarsson skarta litríkum skotapilsum í tilefni hátíðarinnar sem hefst í dag. Blásið Barnaby Brown er sekkja- pípuleikari og tónlistarfræðingur. Fimmtudagur 24. janúar kl. 20:00 Barnaby Brown leikur á Kex veitingastaðnum. kl. 21:30 Snorri Helgason leikur á Gym & Tonic salnum. kl. 22:00 Alasdair Roberts leik- ur á Gym & Tonic. Föstudaginn 25. janúar kl. 20:00 - Laura Leif leikur í Gym & Tonic. kl. 20:30 - Bill Wells & The Nat- ional Jazz Trio of Scotland leik- ur í Gym & Tonic. Sunnudaginn 26. janúar kl. 14:00 Barnaby Brown kennir grunnsporin í skoskum þjóð- lagadansi í Gym & Tonic. kl. 20:00 Clinton St. John leikur á Kex veitingastaðnum. kl. 20:30 Samantha Savage Smith leikur á Kex. kl. 21:00 Woodpigeon leikur á Kex veitingastaðnum. Heildardagskrá á kexhostel.is. Dagskrárbrot SKOSK MENNINGARHÁTÍÐ ÍSL. TEXTI SÉÐ OG HEYRT/VIKAN ÍSL. TEXTI -EMPIRE - V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS RYÐ OG BEIN OPNUNARMYNDIN ÁST ENSKURTEXTI ÍSL. TEXTI GRIÐARSTAÐUR 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS DJANGO KL. 5.40 - 9 16 THE MASTER KL. 5.20 14 LIFE OF PI 3D KL. 6 - 9 10 NÉNETTA OG ÁHORFENDURNIR KL. 6 L / ÁST KL. 8 L GRIÐARSTAÐUR KL. 8 L / RYÐ OG BEIN KL. 10.20 L JARÐARFÖRIN HENNAR ÖMMU KL. 10 L 2 GOLDEN GLOBE TILNEFNINGAR GOLDEN GLOBE BESTA ERLENDA MYNDIN 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR 11 ÓSKARSTILNEFNINGAR DJANGO KL. 6 - 9 16 THE HOBBIT 3D KL. 6 - 9 12 DJANGO KL. 4.30 - 8 - 9 16 DJANGO LÚXUS KL. 4.30 - 8 16 THE MASTER KL. 6 14 HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 3.30 L GOÐSAGNIRNAR FIMM KL. 3.50 L THE HOBBIT 3D KL. 4.30 - 8 12 LIFE OF PI 3D KL. 5.15 - 8 10 -H.V.A., FBL JARÐARFÖRIN HENNAR ÖMMU - H.S.S., MBL” - Þ. Þ., FRÉTTATÍMINN - S.S., LISTAPÓSTURINN” - G.F.V., VIÐSKIPTABLAÐIÐ -H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ DJANGO UNCHAINED sýndkl.6-10 Sýndkl.8-10:30 (48 ramma) Sýndkl.6 THE HOBBIT 3D Sýndkl.10 LIFE OF PI 3D Sýndkl.5:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 12 12 12 10 16 - H.V.A., FBL JACK REACHER THE HOBBIT 3D 11 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA „Life of Pi er mikil bíóveisla og ekta jólamynd, falleg og upplífgandi“ -H.S.S., MBL „Life of Pi er töfrum líkust” - V.J.V., Svarthöfði.is 3 óskarstilnefningar SÝND Í 3D OG Í 3D(48 ramma) “Ekta hátíðarævintýri fyrir alla famelíuna.” -Séð & Heyrt/Vikan The Hollywood Reporter EMPIRE “Tom Cruise Nails it.” - The Rolling Stone “It’s part Jason Bourne, part Dirty Harry.” - Total Film -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is - H.S.S MBL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.