Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 24. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Sigrid var á lífi 2. Páll Óskar gerir kynfræðslumynd 3. Lego-konur með sítt hár og brjóst 4. Lögreglan lýsir eftir Brynju Mist »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Mikið álag var í miðasölu Borg- arleikhússins í gær þegar miðasala hófst á söngleikinn Mary Poppins. Löng röð hafði myndast þegar opnað var kl. 10. Þúsundir miða höfðu selst um klukkustund síðar og var líklegt talið að seldir miðar yrðu um tíu þús- und í lok dags. Söngleikurinn verður frumsýndur 22. febrúar. Þúsundir miða seld- ust á klukkustund  Læknar munu stíga á svið Café Rosenberg, Klapparstíg 27, í kvöld og halda tónleika. Meðal þeirra sem koma fram eru læknarn- ir og feðgarnir Haukur Heiðar Ingólfsson og Haukur Heiðar Hauks- son, Þórdís Kjartansdóttir og Michael Clausen og hljómsveit. Kvöldið hefst með fjöldasöng kl. 20.25. Tónlistarkvöld lækna á Café Rosenberg  The Prophecy, hljómplata tríós- ins Steed Lord, var valin plata árs- ins 2012 af írsku útvarpsstöðinni RTÉ, skv. kosningu hlustenda. Svala Björgvinsdóttir, söngkona Steed Lord, segir þetta koma tríóinu á óvart þar sem það hafi aldrei haldið tónleika á Ír- landi. Þá var platan einnig plata ársins að mati þýska tíma- ritsins Kaltblut. Plata Steed Lord tal- in sú besta á liðnu ári Á föstudag Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s en austan 8-15 m/s nyrst. Talsverð rigning eða slydda suðaustanlands en styttir upp síðdegis. Él eða slydduél nyrðra en úrkomulítið suðvestantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 8-15 m/s með rigningu eða slyddu upp úr hádegi, en úrkomulítið norðantil. Hvessir víða um land í kvöld og bætir í úrkomu, einkum suðaustantil. Hiti 0-6 stig. VEÐUR „Það var ekkert um ann- að að ræða en halda áfram í fjögur ár þar sem við erum að endurnýja liðið og ég vildi taka þátt í þeirri vinnu áfram,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari þýsku Evr- ópumeistaranna í handknattleik, THW Kiel, sem hafa ver- ið nær ósigrandi undir hans stjórn frá árinu 2008. »4 Ekki um annað en fjögur ár að ræða Fjögur efstu liðin í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik, Keflavík, Snæfell, Valur og KR, unnu sína leiki þegar heil umferð fór fram í gær- kvöldi. Sigrarnir voru þó torsóttir sumir hverjir og Keflavík var til að mynda sextán stigum undir í upphafi síðari hálfleiks á móti Njarðvík. Á Ás- völlum var leikur Hauka og Vals mjög jafn og spennandi. »2 Fjögur efstu liðin unnu öll sína leiki ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sigurður Jónsson KR-ingur, svo nefndur til aðgreiningar frá Sigurði Jónssyni Þingeyingi, braut ísinn á Evrópumeistaramótinu í sundi í Mónakó 1947 þegar hann varð fyrst- ur Íslendinga til þess að synda í úr- slitum á alþjóðlegu sundmóti. Hann er hættur að synda en heldur sér við í leikfimi, línudansi og gömlu döns- unum. Spilar svo á harmoniku þess á milli. „Harmonikan bjargaði fjárhagnum þegar ég var að byrja að búa og dans- inn veitir mér allt, hreyfingu og hugs- un, hann er andlega og líkamlega þroskandi,“ segir Sigurður, sem varð 90 ára í desember. Dansinn hefur nær alla tíð verið ríkur þáttur í lífi Sigurðar en hann hætti að keppa í sundi 1956. „Við æfð- um bara í tvo og hálfan tíma á viku en sundið tók mikinn tíma frá heimilinu og vinnunni. Ég vann 10 til 14 tíma á dag. Fyrstu keppnisárin vann ég í sementspakkhúsi H. Ben. í Tryggva- götu. Eitt skiptið vann ég til klukkan átta og átti að stinga mér klukkan hálfníu í Sundhöllinni. Ég hjólaði þangað, skolaði mesta sementið af mér, stakk mér út í á réttum tíma og vann. Fyrir nokkrum árum spurði heimilislæknirinn minn hvort ég synti ekki enn. „Nei,“ svaraði ég. „Ég er með veiki.“ Þá spurði hann grafalvar- legur hvaða veiki það væri. „Það er leti,“ svaraði ég.“ Sundkóngur Sundið fékk byr undir báða vængi hjá Sigurði á Laugarvatni þar sem hann var í skóla í tvo vetur. „Ég náði því að verða sundkóngur seinni vet- urinn, 15 ára gamall. Það ýtti undir mig og ég fór að æfa hjá KR enda fæddur KR-ingur. Árið eftir, 1939, keppti ég í fyrsta sinn og 1940 setti ég fyrsta Íslandsmetið mitt.“ Nafnarnir háðu mikla keppni um árabil og voru alla tíð góðir kunn- ingjar. „Það var mjög gott fyrir mig að fá hann,“ segir Sigurður. „Þegar ég byrjaði að keppa hafði Ingi Sveins- son í Ægi verið methafi í 200 metra bringunni í nokkur ár. Á fyrsta móti mínu var ég aðeins á eftir honum og hann hló að mér. Næst var það meist- aramótið og þá var ég langt á undan honum en því miður mætti hann aldr- ei eftir það. Það var mikill skaði því þá missti ég af keppni. En svo kom Sigurður og veitti mér mikla keppni. Við skiptumst á að hafa betur þangað til hann hafði vinninginn fyrir rest.“ Vegna fjárskorts átti aðeins að senda einn skriðsundsmann og einn bringusundsmann á Evrópumeist- aramótið í Mónakó. Nafnarnir kepptu um sætið í bringusundinu og varð Þingeyingurinn einum tíunda úr sekúndu á undan, en svo fór að báðir voru sendir. „Að komast í úrslit var mikil uppreisn fyrir mig og ég upp- lifði mörg skemmtileg atvik í sund- inu,“ segir KR-ingurinn. Úr lauginni í leikfimi og línudans  Sigurður Jónsson KR-ingur í úrslit á Evrópumóti 1947 og enn í fullu fjöri Morgunblaðið/Árni Sæberg Línudans Sigurður Jónsson KR-ingur með danshópnum í Garðabæ í fyrradag en hann dansar líka með eldri borgurum í Reykjavík. Sigurður fór í fjórar keppnis- ferðir til útlanda, á EM 1947, á Ólympíuleikana í London 1948 og á Norðurlandamót í Helsinki 1949 og í Álaborg 1951. Á Evr- ópumótinu í Mónakó voru nafn- arnir skráðir Sigurður KR Jóns- son og Sigurður Th Jónsson en fornöfnunum var sleppt í flug- inu og það olli vandræðum í Skotlandi, segir Sigurður. „Er- lingur Pálsson var fararstjóri og þegar hann skráði okkur í flugið frá Prestvík kom bara fram KR Jonsson og Th Jonsson. Þegar tékkað var inn í vélina vorum við hvergi skráðir og svo fór að við vorum tveir eftir í salnum. Þá kom misskilningurinn í ljós.“ Tveir eftir í salnum SKOTAR OG SKAMMSTÖFUN Karen Knútsdóttir, landsliðskona í handknattleik, vonast til þess að verða búin að hrista af sér erfitt meiðslatímabil undanfarna fjóra mánuði og stefnir á að spila með liði sínu í Þýskalandi, Blomberg-Lippe, á nýjan leik um næstu helgi. »1 Karen vonast til að verða laus við meiðsli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.