Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 „Málstefnan er mjög skýr með það að hún byggir á því að við tölum íslensku á öllum sviðum samfélagsins og not- um hana á öllum sviðum. Það er auð- vitað grunnhugs- unin,“ segir Katrín Jak- obsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráð- herra, um tillögu í frumvarpi að breytingum á bókhaldslögum þess efnis að fyr- irtæki sem geri upp í erlendri mynt, eða önnur vegna sérstakra ástæðna, fái heimild til að hafa bók- haldsbækur sínar á ensku eða dönsku í stað íslensku. Í þinginu hefur verið lögð fram breytingartillaga þess efnis að þetta ákvæði verði fellt út, meðal annars þar sem íslenskan sé tungu- mál stjórnsýslunnar og réttarfarsins og dómstólar hafi margoft gert at- hugasemdir við að skjöl séu lögð fram á erlendum tungumálum. Hugðust senda athugasemdir „Þetta er í umsagnarferli ennþá í þinginu. Við hugðumst senda at- hugasemdir við þetta, sem eru þá væntanlega í takt við athugasemdir íslenskrar málnefndar,“ segir Katrín. Hún segir umræðuna anga af gamalli umræðu um að viðskiptalífið tæki allt upp úr dönsku, en málstefnan sé þvert á þá umræðu. Katrín segist sammála þeirri hugsun að vinna gegn því að íslenskan tapist á tilteknum sviðum. „Hinsvegar kannski væri það eðlileg leið, að einhverju leyti, að það verði heimilt að hann [ársreikning- urinn] verði bæði á íslensku og er- lendu tungumáli. Mér finnst ekkert athugavert við það,“ segir Katrín. ipg@mbl.is „Tölum íslensku á öllum sviðum“  Ráðherra mótfallinn tillögu um ein- ungis enska eða danska ársreikninga Katrín Jakobsdóttir Bílakjarnanum • Eirhöfða 11 • Sími 551 7171 • notadir.bernhard.is Opnunartími Mánudaga - föstudaga milli kl. 10:00 og 18:00 Laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00 LIFESTYLE SÍÐUSTU EINTÖKIN 2012 ÚTLIT 2.0i bensínvél - einnig fáanlegur með 2.2i dísilvél Sjálfskiptur Fjórhjóladrifinn 18“ álfelgur Alcantara leðurinnrétting Leðurklætt stýri Rafstýrðir, upphitaðir og aðdraganlegir hliðarspeglar Rúðuþurrkur að framan með regnskynjara Þokuljós að framan Litað gler í aftari hliðarrúðum og afturrúðu Skriðstillir (Cruise Control) Tvöföld tölvustýrð loftkæling Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan Hljómflutningstæki með geislaspilara og RDS útvarpi ásamt 6 hátölurum Aðgerðarhnappar fyrir hljómtæki í stýri AUX, USB og iPod tengi Hiti í sætum Hemlalæsivörn (ABS) Stöðugleikabúnaður (VSA) Stöðugleikabúnaður fyrir tengivagn (TSA) Tvöfaldir SRS loftpúðar að framan Tvöfaldir SRS hliðarloftpúðar Tvöfaldar SRS loftpúðagardínur og margt fleira. Einungis örfáir bílar í boði Skráðir 2013, ókeyrðir og næsta skoðun 2017 Tökum notaða bíla upp í og allt að 75% fjármögnun í boði tilboðsverð kr. 5.690.000 afsláttur kr. 700.000 listaverð kr. 6.390.000 Bjarki Elíasson, fyrr- verandi yfirlög- regluþjónn og skóla- stjóri Lögregluskólans, lést mánudaginn 21. janúar, 89 ára að aldri. Bjarki fæddist á Dal- vík þann 15. maí 1923 og ólst þar upp. Hann lauk unglingaprófi frá Unglingaskóla Svarf- dæla 1940, vélskóla- prófi frá Akureyri 1943, stýrimannsprófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík 1949, prófi frá Lögregluskólanum 1954 og stundaði lögreglufræðinám við Michigan State University 1959, við Univers- ity of Louisville 1960 og var við lög- reglustarfsþjálfun hjá Scotland Yard í London 1961 og 1962. Bjarki starfaði við sjómennsku á fiskiskipum til 1953 og síðan sem stýrimaður og skipstjóri á síld- arskipum til 1976 í sumarleyfum. Hann hóf störf hjá lögreglunni í Reykjavík 1953 og starfaði þar til 1988. Bjarki var aðal- varðstjóri 1962-66, yf- irlögregluþjónn al- mennrar löggæslu 1966-88 og var skóla- stjóri Lögregluskóla ríkisins 1988-93. Eftir að hann lauk störfum hjá lögreglunni starf- aði hann sem vaktmað- ur í Þjóðarbókhlöðunni og við yfirsetu prófa í Háskólanum í Reykja- vík. Bjarki sat í ýmsum nefndum og stjórnum og eftir hann liggur fjöldi greina í blöðum og tímaritum. Eftirlifandi eiginkona Bjarka er Þórunn Ásthildur Sigurjónsdóttir, kennari. Saman eiga þau dótturina Þórunni Maríu Bjarkadóttur, lög- fræðing. Börn Bjarka af fyrra hjóna- bandi eru Björk Bjarkadóttir verk- efnastjóri, Stefán E. Bjarkason framkvæmdastjóri og Sveinbjörn Bjarkason, auglýsingagerðarmaður (d. 2007). Barnabörn Bjarka eru 9 og barnabarnabörn 14. Andlát Bjarki Elíasson Kristjón Þorkelsson, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, varð bráðkvaddur í Síerra Leóne sunnudaginn 20. janúar sl. Kristjón hafði starfað að neyð- araðgerðum fyrir Rauða krossinn vegna kólerufaraldurs í Síerra Leóne síðan í ágúst. Kristjón fæddist 20. desember árið 1955 og var til heimilis í Þóru- felli 8 í Reykjavík. Kristjón var pípulagningameistari og starfaði sem sérfræðingur í vatns- og hrein- lætismálum fyrir Rauða krossinn á Íslandi og Alþjóða Rauða krossinn. Hann var einn reyndasti sendi- fulltrúi félagsins. Kristjón hóf störf með Rauða krossinum árið 1991 þegar hann var ráðinn við vatnsveitugerð í Írak. Ári seinna hélt hann aftur til Íraks sem sérfræðingur í vatns- og hrein- lætismálum við byggingu sjúkra- húsa. Árið 2003 var hann svo aftur fenginn til Íraks til að vinna að end- uruppbyggingu sjúkrahúsa þar vegna sérþekkingar sinnar. Frá 2004-2006 vann Kristjón að vatnsveituverkefnum í Darfur í Súdan og í Eþíópíu. Árið 2009 fór hann til Sýrlands þar sem hann starfaði með alþjóðlegum neyð- arhópi sem sérfræð- ingur í vatns- og hreinlætismálum vegna kólerufaraldurs. Kristjón var fenginn til að stýra vatns- og hreinlætisverkefnum fyrir Alþjóða Rauða krossinn eftir jarð- skjálftann mikla á Haítí árið 2010. Hann var við störf fyrir Rauða krossinn í Síerra Leóne þegar hann lést. Þar vann hann að fyrirbyggj- andi aðgerðum auk þess að greina hver voru upptök kólerufaraldurs sem blossaði upp í landinu í ágúst í fyrra. Kristjón starfaði einnig á vegum friðargæslu utanríkisráðuneytisins í Kosovo frá 2001-2002. Hann var sjálfstætt starfandi sem pípulagn- ingameistari milli verkefna hjá Rauða krossinum. Kristjón var giftur Ásdísi Leifs- dóttur. Þau eiga eina dóttur, Hall- dóru St. Kristjónsdóttur, fædda 1979. Kristjón Þorkelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.