Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013
Veturinn 1946-7 dvöldum við
20 ungar stúlkur saman við
nám á Húsmæðraskólanum á
Laugarvatni. Síðan eru liðin 67
ár. Ein okkar, Kristín Sigurlína
Eiríksdóttir frá Hlemmiskeiði,
lést 2. þessa mánaðar eftir erfið
veikindi. Við erum níu á lífi en
með misjafna heilsu og aðstæð-
ur til að geta kvatt okkar kæru
skólasystur við útför hennar.
Með þessum línum viljum við
þakka henni frábær kynni.
Kristín Sigurlína, alltaf köll-
uð Stína Lína, fékk í vöggugjöf
létta lund og dugnað. Hún var
alltaf til í dans og söng og átt-
um við skemmtilegan vetur á
skólanum og búum við að minn-
ingunum. Ekki aðeins náminu
heldur lærðum við líka að um-
gangast hver aðra og veita
hjálp ef þurfti. Við vorum svo
heppnar að hafa hana Guðríði
Þórðardóttur sem hafði gítar-
Kristín Sigurlína
Eiríksdóttir
✝ Kristín Sig-urlína Eiríks-
dóttir fæddist í
Stóru-Mástungu,
Gnúpverjahrepppi,
Árnessýslu 26. júlí
1928. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Ási í Hvera-
gerði 2. janúar
2013.
Útför Kristínar
var gerð frá Skál-
holtskirkju 12. janúar 2013.
inn meðferðis og
kom hún okkur öll-
um til að syngja
skemmtilegu dæg-
urlögin sem þá
voru efst á óska-
listanum. Einnig
fengum við tíma í
söng hjá Þórði
Kristleifssyni og þá
breyttum við
Gamla Nóa í fín-
asta danslag sem
við dönsuðum eftir á eldhús-
gólfinu.
Við höfum haldið hópinn síð-
an með því að hittast af og til
og rifja þetta allt upp og hlæja.
Við Stína Lína áttum eftir að
hittast oft sumarið eftir þennan
vetur því hún útvegaði mér
starf þá um sumarið. Hún réð
mig að Votamýri á Skeiðum til
þeirra góðu hjóna Guðbjargar
og Guðna. Skeiðafólkið kunni
að skemmta sér og nýta frí-
stundirnar saman. Oftast voru
það útreiðartúrar eða íþrótta-
mót að Álfaskeiði og Þjórsár-
túni eða bara að Flúðum að
skoða sig um. Kven- og ung-
mennafélagið héldu skemmtan-
ir á Brautarholti. Sumarið á
Votamýri varð mér dýrmætt og
eignaðist ég vináttu hjónanna
meðan þau lifðu. Um haustið
ákvað ég að dvelja nokkrar
nætur á bernskuheimili Stínu
Línu, Borgarkoti, áður en ég
fór til Reykjavíkur í skólann.
Við vorum tilbúnar í alls konar
ævintýri og er mér minnisstætt
þegar við syntum í tjörninni í
túninu og uggðum ekki að okk-
ur. Ég fór of nærri hreiðri sem
gæs átti þarna og hélt auðvitað
að gargandi gæsin mundi drepa
mig og fór í kappsund við hana
að bakkanum. Stína Lína stóð á
bakkanum og skellihló. Þetta
var gott efni fyrir okkur Stínu
Línu að hlæja að seinna. Það
var gaman að dvelja þessa
haustdaga á heimili Stínu Línu
því þarna kynntist ég betur
fjölskyldu hennar, foreldrum og
systkinum ég man eftir heim-
sókn til þeirra. Líklega var það
seinna þegar Vilhjálmur bróðir
Stínu Línu tók fram harmon-
ikkuna, það var skemmtilegt.
Seinna kynntist ég svo eig-
inmanni Stínu Línu, Ingólfi
Bjarnasyni. Bæði hjónin voru
glaðlynd og gestrisin og svo
merkilega vildi til að ég kom til
þeirra fyrirvaralaust í heim-
sókn á fimmtugsafmæli mínu.
Ekki þarf að hafa mörg orð um
móttökurnar hjá Stínu Línu,
þær voru góðar.
Ég læt hér á eftir fylgja
kveðju sem Lóa skólasystir
okkar sendi okkur hinum eitt
sinn þegar hún gat ekki mætt
til okkar í hópinn.
Ástarkveðjur ykkur fjær
öllum senda er gaman.
Minning sú er mér svo kær.
meðan dvöldum saman.
(R.K.)
Ég sendi Ingólfi, börnum og
bróður innilegar samúðarkveðj-
ur frá okkur Einari. Blessuð sé
minning hennar.
Ólöf Stefánsdóttir.
✝ Þóra JóhannaJónsdóttir var
fædd á Ísafirði 17.
júlí 1931. Hún lést
8. janúar sl.
Hún var dóttir
Jóns Jóhannssonar,
f. 7. nóv. 1900, d.
1973, og Guðrúnar
Guðmundsdóttir, f.
1. júlí 1906, d. 1974.
Systkini Valdheiður
Margrét Valdi-
marsdóttir 1929-1990, gift Sigfúsi
Jónssyni 1922-2000. Sigurður Páll
Jónsson 1933-1950. Kristján Guð-
björn Jónsson, f. 1935, kvæntur
Guðrúnu Rannveigu Guðmunds-
dóttur, f. 1931. Eggert Jón Jóns-
son, f. 1936, kvæntur Laufeyju
Guðbjartsdóttur, f. 1936. Sig-
urhjörtur Jónsson 1940-1984,
kvæntur Helgu Breiðfjörð Ósk-
arsdóttur, f. 1940. Guðrún Alda
Jónsdóttir, f. 1942, gift Leifi Ei-
ríkssyni, f. 1949. Rósamunda
Jónsdóttir 1942-1942. Valdemar
Magnús Jónsson, f. 1945, kvæntur
Guðbjörgu Magnúsínu Guðbjörns-
dóttur, f. 1944. Bragi Jónsson
1947-2003. Baldur Jónsson, f.
1947. Eiginmaður Þóru Jóhönnu
Jónsdóttur var
Hörður Gunnarsson
1929-1966 og seinni
eiginmaður Ólafur
Magnússon 1922-
1998.
Börn. A) Jón
Gunnar Harðarson
1955. Maki Erla
Skarphéðinsdóttir.
Börn Inga Þóra
Gunnarsdóttir
1986-1994. Kolbrún
Gunnarsdóttir, f. 1988. Maki Sig-
urður Jón Vilhjálmsson. Barn
Gunnar Dagur Sigurðsson, f.
2008. Lísa Gunnarsdóttir, f.
1997. B) Hrefna Harðardóttir, f.
1958. Maki Kjartan Ólafsson, f.
1954. Dóttir Hanna Ósk Kjart-
ansdóttir, f. 1979. Maki Rúnar
Pálmarson, f. 1979. Barn Ísak
Rúnarsson, f. 2009. C) Steinunn
Guðrún Harðardóttir, f. 1962.
Maki Níels Níelsson, f. 1959.
Börn Hörður Óli Níelsson, f.
1986. Níels Arnar Níelsson, f.
1989. Kjartan Helgi Níelsson, f.
1995.
Þóra Jóhanna var jarðsungin
frá Fossvogskirkju 22. janúar
2013.
Einhver merkasta kona sem
ég hef kynnst um dagana er lát-
in, Þóra Jóhanna Jónsdóttir.
Vinátta okkar teygir sig aftur
um ríflega hálfa öld, til tíma sem
eru margt ólíkir þeim sem við nú
lifum.
Upp úr 1960 kom Hörður eig-
inmaður Jóhönnu til mín í Sport-
ver til að athuga hvort ég hefði
verkefni fyrir konu sína til að
vinna heima, hún væri góð
saumakona.
Á þessum tíma var framleidd-
ur íþróttafatnaður hjá Sportveri
og úr varð að Jóhanna fór að
vinna fyrir mig og þar með hófst
vegferð okkar saman sem hefur
staðið í rúm hálfa öld. Hún Jó-
hanna mín var saumakona sem
ekkert vafðist fyrir, sannkallað-
ur snillingur.
Nokkrum árum eftir að kynni
okkar hófust missti Jóhanna
mann sinn og stóð ein uppi með
börnin. Hún hélt vel utan um
barnahópinn sinn, kom þeim á
legg og tókst vel til þrátt fyrir
þröngan kost oft á tíðum. Jó-
hanna átti stóru barnaláni að
fagna og ég veit að börnin sækja
kraft og gáfur í móðurlegginn.
Árin liðu og við tók enn meiri
vinna við saumaskap á mínum
vegum á íslenskri ull, tískufatn-
aði o.fl.
Jóhanna var fádæma dugleg
til vinnu og afkastaði margfalt á
við aðra.
Hún hafði einstaka nærveru,
var heil í gegn, vel gefin og
skemmtileg. Ég mun geyma vin-
áttu okkar með mér til hinsta
dags.
Það er mér mikil gæfa að hafa
fengið að vera samferða heiður-
skonunni Jóhönnu í gegnum lífið
og hafa notið vináttu hennar og
ástríkis. Ég votta börnum henn-
ar og fjölskyldum þeirra mína
dýpstu samúð og bið vinkonu
minni allrar Drottins blessunar.
Allt hið liðna er ljúft að geyma,
– láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma,
– segðu engum manni hitt!
Vorið kemur heimur hlýnar,
hjartað mitt!
(Jóhannes úr Kötlum.)
Margrét Árnadóttir.
Þóra Jóhanna
Jónsdóttir
Elsku pabbi minn. Mikið var
gott að eiga þig sem föður, það var
alltaf hægt að leita til þín með alls
konar mál. Þú varst alltaf stoltur
af mér hvað sem ég tók mér fyrir
hendur og mikið varstu stoltur
þegar ég eignaðist mína eigin-
konu og dætur.
Ég mun sakna þín og minning
mín um þig mun alltaf lifa í hjarta
mínu.
Þinn sonur,
Guðmundur.
Elku afi. Mikið vorum við syst-
ur heppnar að eignast þig sem
afa. Þú varst alltaf svo góður og
yndislegur við okkur. Okkur þótti
svo gaman að spila við þig og þeg-
ar við komum í Sólhlíð til ykkar
ömmu var svo gaman, þú varst úti
að horfa á okkur leika við bústað-
inn og rétta okkur hjálparhönd
Hafsteinn
Guðmundsson
✝ Hafsteinn Guð-mundsson raf-
virki fæddist 9. júlí
1938 á Brennistöð-
um í Borgarfirði.
Hann lést á Land-
spítalanum að
kvöldi 11. janúar á
deild 11G.
Útför Hafsteins
fór fram frá Foss-
vogskirkju 18. jan-
úar 2013.
við að ná í dót. Við
eigum endalausar
minningar um þig
elsku afi sem við
geymum í hjarta
okkar.
Þínar afastelpur,
Karen og Íris.
Hafsteinn Guð-
mundsson heitinn
var afi minn, hann
var gull af manni.
Hafsteinn var besti afi sem
hægt var að hugsa sér, alltaf til
staðar fyrir mann, alltaf tilbúinn
að leggja hönd á plóg ef á þurfti að
halda, hann var kærleiksríkur
maður og sýndi alltaf áhuga á því
sem maður var að gera. Ég mun
alltaf muna eftir gönguferðunum
okkar í sumarbústaðnum Skógar-
gili og ég mun aldrei gleyma
Kátakoti, kofanum sem hann afi
minn smíðaði handa mér þegar ég
var lítill. Ég hef alltaf litið upp til
afa míns, hann er hetja í mínum
augum, hann barðist við hvítblæði
í um eitt og hálft ár og sýndi rosa-
legan styrk, hann kom öllum á
óvart, hann var ákveðinn og sjálf-
stæður alveg fram á síðustu
stundu. Hans verður sárt saknað.
Ég man þegar ég kynnti hann
fyrst fyrir unnustu minni, hann
tók hana strax inn í fjölskylduna
og var henni sem afi. Honum þótti
alltaf vænt um alla og var ynd-
islegur, fyndinn og gull af manni.
Hann var með húmor alveg að síð-
ustu stundu.
Eitt af því sem ég man sterk-
lega eftir að hann hafi sagt við
mig var þegar hann var að segja
mér frá bílunum sem hann átti,
hann átti þrjú stykki Austin 8 í
einu á sínum tíma, hann sagði við
mig: „Sá síðasti gaf upp öndina
þegar ég fór út á flugvöll að sækja
ástina mína, hana ömmu þína.“
Elfar Þór Helgason.
Nú, þegar komið er að leiðar-
lokum hjá móðurbróður mínum,
Hafsteini Guðmundssyni koma
ýmis minningabrot upp í hugann.
Sem barn vissi ég ekki mikið
um hann, en fyrir fermingu mína
hafði frænka okkar samband við
Hafstein og hvatti hann til þess að
fara upp að Eyri, þar sem ég átti
heima og mæta í ferminguna hjá
mér. Fyrsta minning mín um Haf-
stein er því þegar hann og Þóra
konan hans komu þangað ásamt
Helga, syni sínum. Eftir það hafa
samskipti okkar orðið mjög náin,
sérstaklega þegar ég og foreldrar
mínir fluttu til Reykjavíkur árið
1972. Það er því ekki hægt að
segja annað en að Hafsteinn hafi
verið langbesta fermingargjöfin
sem ég fékk árið 1967.
Ég ætla ekki að fjölyrða mikið
um ævi Hafsteins, en hann fædd-
ist á Brennistöðum í Flókadal þar
sem foreldrar hans, Guðmundur
Jóhannsson og Sæma Hafliða-
dóttir, voru vinnufólk ásamt
tveimur dætrum sínum. Þaðan
fluttu þau á Hellissand á Snæ-
fellsnesi og bjuggu þar í litlu húsi
sem hét Fagrihvoll og Guðmund-
ur fékk einhver störf í sambandi
við sjóinn. Þar búa þau þangað til
berklarnir, sem voru vægðarlaus-
ir á þessum tíma, lögðust þungt á
þessa fjölskyldu.
Sæma og eldri systirin, Jó-
hanna voru að lokum fluttar á Víf-
ilsstaði, þar sem þær létust, en
yngri systirin, Erla, og Hafsteinn,
sem bæði urðu að einhverju leyti
fyrir barðinu á berklunum, urðu
eftir á Hellissandi þar sem að lok-
um Erla, móðir mín, ólst upp hjá
Hólmfríði ömmu sinni, en Haf-
steinn fór til mikilla ágætishjóna í
Reykjavík, Helga og Guðmund-
ínu, og ólst þar upp.
Hafsteinn lærði rafvirkjun og
gerði þá iðn að ævistarfi sínu.
Þau Þóra og Hafsteinn eignuð-
ust tvo syni, Helga og Guðmund
og eru barnabörnin orðin fjögur.
Hafsteinn var mikill fjölskyldu-
maður og einar bestu stundir
hans voru þegar barnabörnin
voru í kringum hann. Einnig var
Hafsteinn börnum mínum mjög
góður og var hann þeim mjög
kær. Hafsteinn og Þóra bjuggu
lengst af í Brekkugerði, en þegar
þau voru orðin tvö eftir í húsinu
fluttu þau í þægilega íbúð í Of-
anleiti.
Þau áttu lítinn sumarbústað
uppi í Mosfellssveit sem þau seldu
þegar byggðin í Helgafellslandi
var að færast að landinu þeirra og
friðurinn var að verða úti. Í fram-
haldi af þeirri sölu keyptu þau ný-
legan sumarbústað við Farbraut
rétt hjá Soginu þar sem þau undu
sér vel og Hafsteinn vann áfram
að miklum endurbótum og var sí-
fellt að dytta að einhverju. Þar
leið þeim vel og dvöldu þar oft í
lengri og styttri tíma.
Í seinni tíð ferðaðist Hafsteinn
ásamt Þóru töluvert um heiminn
og ljóst var að hann naut þeirra
ferða mjög mikið og átti margar
endurminningar úr þeim ferðum.
Einnig voru þau mjög dugleg að
ferðast um landið okkar.
Þó að við Hafsteinn höfum ekki
þekkst neitt fyrr en á unglings-
árum mínum virtumst við eiga
margt sameiginlegt. Oft þegar
konan mín var að lýsa einhverju í
fari mínu hló Þóra innilega og var
þá alltaf viðkvæðið: „Þið eruð al-
veg eins frændurnir.“
Hvort sem við og fjölskyldan
mín heimsóttum þau heim eða í
sumarbústaðina fundum við að við
vorum einstaklega velkomin og
þökkum við af öllum hug þær
stundir sem við áttum saman.
Við fjölskyldan vitum að missir
Þóru, Helga, Guðmundar,
tengdadætranna og barna-
barnanna er mikill og er hugur
okkar hjá þeim á þessum erfiðu
tímum. Þó að sagt sé að tíminn
lækni sár lifir minningin um Haf-
stein áfram í hugum okkar allra
um ókomin ár.
Hafðu innilega þökk fyrir allar
okkar stundir í gegnum liðin ár.
Ólafur Ólafsson.
Ég má til með að skrifa nokkr-
ar línur til minningar um Brynju.
Ég kynntist Binnu, eins og hún
var oftast kölluð, móður Hall-
dóru vinkonu minnar, mjög vel.
Við Dóra kynntumst þegar við
vorum litlar stelpur á Hverfis-
götunni og höfum haldið vinskap-
inn síðan.
Þegar ég var lítil stelpa var ég
oft hjá Dóru og fjölskyldu en
Binna tók okkur stelpunum vin-
konum hennar Dóru mjög vel.
Einnig var eiginmaður Binnu,
hann Sigurður, mér afar góður
og okkur stelpunum öllum, en oft
vorum við tvær til fjórar vinkon-
ur hjá henni.
Svo vildi til að Binna var
heimavinnandi húsmóðir, sem
var frekar algengt í þá daga, en
móðir mín vann úti allan daginn,
þess vegna var notalegt að geta
farið beint úr skóla heim til
Binnu og fjölskyldu. Þá var
Binna búin að smyrja fullt af
brauði handa okkur og hjálpaði
okkur síðan við lærdóminn.
Heimili Brynju var afar fallegt
og öllu vel komið fyrir. Ég man
alltaf eftir fyrsta skiptinu sem ég
kom á heimili þeirra, þá fannst
mér ég vera komin í hálfgerða
höll því stofan var svo falleg og
smekklega búin húsgögnum.
Þar var notalegt að sitja sam-
an, læra og spjalla við Binnu.
Hún vissi svo margt og talaði svo
móðurlega og fallega til mín líka.
Þannig varð heimili þeirra eins
og annað heimili mitt. Oft var
mikill gestagangur á heimili
Brynja Helga
Kristjánsdóttir
✝ Brynja HelgaKristjánsdóttir
fæddist 19.5. 1923 á
Hverfisgötu 55 í
Reykjavík. Hún lést
á öldrunardeild
Landspítala,
Landakoti, 9.12.
2012.
Útför Brynju fór
fram frá Fossvogs-
kirkju 21. desem-
ber 2012.
Binnu. Vinkonur og
ættmenni völdu að
koma við í kaffi og
spjall. Þá var mikið
hlegið og spjallað.
Aldrei rak Binna
okkur stelpurnar út
þótt gesti bæri að
garði. Mikið kunni
ég vel að meta það.
Einnig var Sigurður
eiginmaður Binnu,
pabbi Dóru, mjög
góður við mig þegar hann kom
heim úr vinnu. Sigurður var sölu-
maður hjá Ásbirni Ólafssyni
heildverslun. Oft kom hann heim
með Prinspóló og Maryland-
súkkulaðibitakex. Mér var oft
gefið þetta góðgæti til að fara
með heim.
Þegar ég var gift kona með tvö
börn var ég og fjölskylda mín
húsnæðislaus í þrjá mánuði á
meðan við biðum eftir að íbúðin
okkar losnaði úr leigu. Við höfð-
um leigt hana meðan við bjugg-
um úti á landi en við komum í
bæinn aftur fyrr en áætlað var.
Okkur var boðið að leigja litla
íbúð í kjallaranum í húsinu hjá
Binnu og Sigurði þessa mánuði
og má segja að þau hjónin hafi
bjargað okkur frá því að lenda á
götunni. Á meðan við bjuggum
þarna kynntist eiginmaður minn
þeim hjónum mjög vel.
Ég verð að segja að minning-
arnar um þessa góðu konu ylja
mér ávallt um hjartarætur þegar
ég hugsa um þennan tíma sem ég
þekkti hana. Ég heimsótti Binnu
nokkrum sinnum með Dóru þeg-
ar hún var flutt á Lindargötuna.
Þar bjó hún sér fallegt heimili.
Það var ekki að spyrja að, ég var
ávallt velkomin þangað.
Ég mun ávallt geyma minn-
ingu um þig, elsku Brynja, í
hjarta mínu. Ég veit að þú ert
komin á góðan stað til hans Sig-
urðar eiginmanns þíns. Ég veit
að Guð hefur tekið þér með opn-
um faðmi, elsku Binna mín.
Guð blessi minningu Binnu.
Heiðrún Elsa Harðardóttir.
Að skrifa minningagrein
Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum
dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til
birtingar á mánudag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt
sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000
tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum,
þar sem þær eru öllum opnar.