Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 Hundruð þúsunda Sýrlendinga hafa flúið heimili sína vegna átakanna í landinu og margir beinlínis flúið land til Líbanons og fleiri grannríkja. Hér hefur fjölskylda leitað skjóls í manngerðum helli í Ain-al-Zarka í norð- austurhluta landsins og komið upp kamínu til að elda og hita upp. Fjöldi slíkra hella er á svæðinu en ekki er vitað hvers vegna þeir voru upprunalega gerðir. Bær- inn þar sem fjölskyldan átti heima, Al-Hamama, hefur sætt sprengjuárásum af hálfu hermanna Bashars al- Assads forseta og er að mestu í rúst. Stjórnvöld í Moskvu hafa látið flytja allmarga Rússa á brott frá Sýrlandi vegna styrjaldarinnar milli stjórn- ar Assads og uppreisnarmanna en Rússar eru öfl- ugustu stuðningsmenn Assads á alþjóðavettvangi. Hafa þeir gagnrýnt uppreisnarmenn fyrr að leggja of mikla áherslu á að Assad láti af völdum í stað þess að bjóða honum málamiðlun. Vladímír Pútín forseti bauðst í gær til að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu í Moskvu um flóttamannavandann ef vilji ríkjanna á svæðinu stæði til þess. Pútín ræddi í gær við Michel Sleiman, forseta Líbanons, og hét honum fjárhagsaðstoð vegna flótta- fólksins í Líbanon. Börn á hrakhólum í stríðinu í Sýrlandi Fjölskyldan leitaði skjóls í helli Notast var við upptöku af flutningi hljómsveitarinnar og söng popp- gyðjunnar Beyonce þegar hún söng þjóðsöng Bandaríkjanna við inn- setningu Baracks Obama forseta í embætti sl. mánudag, að sögn Bost- on Globe. Beyonce var hrósað mjög fyrir flutninginn en tvær grímur hafa nú runnið á suma aðdáendurna. Blaðið segir stjórnendur athafnarinnar geta lært af málinu. „Þegar þið not- ist við menningu frægðarfólksins í Washington fáið þið glysið en líka óhreinu leyndarmálin í skemmt- anaiðnaðinum – sem getur þýtt að fólk „mæmi“ [þykist syngja].“ kjon@mbl.is List Beyonce „syngur“ þjóðsönginn með miklum tilþrifum. Þóttist syngja þjóðsöng  Beyonce notaði upptöku á mánudag Könnun meðal tvö hundruð for- eldra í Bandaríkjunum og Kína sýn- ir að flestir þeirra beita ósann- indum til að reyna að breyta hegðun barna sinna. Algengasta blekkingin í bæjarferð var að sögn BBC að hóta að skilja þau ein eftir ef þau neituðu að hlýða. Einnig er börnum sagt að þau verði blind ef þau vilji ekki borða ákveðna græn- metistegund. Og annað dæmi er að örva nemandann og tala um „fal- legan píanóleik“ hjá barni sem er að byrja að læra á hljóðfærið. kjon@mbl.is UPPELDI Foreldrarnir skrökva Baráttumenn fyrir mannréttindum kvenna í Marokkó hafa fagnað til- lögu dómsmálaráðherra landsins, Mustapha Ramid, um að breyta lög- um sem heimila mönnum sem nauðga stúlku undir lögaldri að sleppa við málsókn ef þeir giftist stúlkunni. Margir vöknuðu til vitundar um forneskjuleg lög í landinu þegar 16 ára stúlka, Amina Filali, fyrirfór sér í fyrra. Fjölskylda hennar og dómari höfðu þá látið hana giftast manni sem hún sagði að hefði nauðgað sér. kjon@mbl.is MAROKKÓ Neydd til að giftast nauðgaranum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.