Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013
Sameiginleg ábyrgð
Sigrún segir breytingar á tíðar-
andanum hafa haft sín áhrif á barn-
eignir og foreldrahlutverkið.
Fólk sé lengur eitt áður en það
festi ráð sitt og verði þar af leiðandi af
góðu og vondu oft sjálfmiðaðra, en
líka sjálfstæðara og færara um að
taka ábyrgð á sér sjálft. Um leið geti
það þó misst að einhverju leyti hæfi-
leikann til að laga sig að annarri
manneskju. Tölfræðin sýnir að fólk
eignist nú sitt fyrsta barn síðar en áð-
ur var.
„Það er jákvætt að vera búin að
kynnast hvort öðru og hlaupa af sér
hornin en um leið er parið þá búið að
vera dálítið mikið frítt og frjálst. Að-
lögun að nýju hlutverki með fræðslu
er því mikilvæg og við viljum með
þessu námskeiði stuðla að öflugu par-
sambandi. Börn sem ekki eiga slíkan
bakhjarl í foreldrum sínum eru ber-
skjölduð, óörugg og kunna ekki að
mikil puðvinna, svefnlausar nætur,
ný ábyrgð og vaktaskipti og stundum
líka streita út af öðrum skuldbind-
ingum tengdum vinnu og námi, upp-
runafjölskyldu eða stjúptengslum.
Ég hef einmitt tekið eftir því í gegn-
um meðferðarvinnu mína með pör-
um, sem hafa verið í hjónabandi í 20-
30 ár, að algengt er að þau muna fyrst
eftir vonbrigðum í sambandinu
tengdum fæðingu fyrsta barnsins eða
á fyrsta skeiðinu í lífi þess. Það er líka
misskilin tillitssemi að fólk tjái sig
ekki um vonbrigði eða óánægju því að
með fæðingu barnsins gildi það að
vera hamingjusamur, láta á engu
bera og sjá eingöngu það góða. Það er
mikilvægt að halda áfram að tjá sig
hvort við annað um leið og reynir á
hæfileikann til að gefa, sýna óeig-
ingirni og vera umburðarlyndur. Svo
reynir þá enn meira á ef eitthvað am-
ar að barninu og þá getur skipt máli
að vera tilbúinn að leita sér aðstoðar
og helst þá saman,,“ segir Sigrún.
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
T
íminn er orðinn meira at-
riði í lífi fólks í dag með
auknu álagi í samfélag-
inu og kröfum um viss
afköst, menntun og ham-
ingju. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í
félagsráðgjöf við Háskóla Íslands,
segir það vilja gleymast að sum verk-
efni séu viðkvæmari fyrir þessu en
önnur t.a.m. parsambandið og for-
eldrahlutverkið.
Þarfnast meiri stuðnings
Sigrún hefur í áratugi starfað í
meðferðarvinnu með pörum og fjöl-
skyldum og rannsakað sérstaklega
þá breytingu sem verður á parsam-
bandinu við fæðingu fyrsta barns og
tengir það einnig við líkur á skilnaði á
fyrstu árum barnsins. Þessari þekk-
ingu er miðlað á námskeiðinu „Að
verða foreldri“ sem er svokallað
Gottman helgarnámskeið en það er
samstarfsverkefni Rannsóknastofn-
unar í barna- og fjölskylduvernd
(RBF), Velferðarsjóðs barna og við-
urkenndra Gottmanleiðbeinenda.
„Þessi námskeið hafa það meg-
inmarkmið að efla parsambandið á
þeirri grunnforsendu, sem þekkt er
úr rannsóknum og tölfræði, að hætt-
an á skilnaði er einna mest á fyrstu
þremur árum eftir fæðingu fyrsta
barns. Áhættan er reyndar alltaf fyr-
ir hendi við ný lífsskeiðaverkefni og
þá þarf að undirbúa fólk með fræðslu
og forvörnum. Tilgangurinn hér er
að búa verðandi foreldra og par undir
það að meðganga og fæðing sé ekki
aðeins líkamlegt verkefni heldur er
það líka að miklum hluta tilfinn-
ingalegt. Parsambandið breytist
þannig að verðandi foreldrar þurfa
að vera beinn stuðningur fyrir hvort
annað og geta hlustað betur eftir
þörfum hvort annars. Um leið búa
þau sig undir að breytast frá því að
vera tvö ein í þrjá einstaklinga, og
vinna saman að þeirri umbreytingu,“
segir Sigrún.
Væntingarnar um hamingju
Sigrún segir mikilvægt að vera
undir það búinn að lífið sé ekki ein-
göngu rósrautt hamingjuský þegar
lítið kríli kemur í heiminn. Óþarfi sé
að draga upp svarta mynd en þó
skipti máli að átta sig á og búa sig
undir að það geti orðið misgengi,
óvænt álag og stundum sár von-
brigði.
„Fólk er að fást við svo við-
kvæmar tilfinningar á þessum tíma
og væntingarnar eru miklar um ham-
ingju og að allt verði sæla og hnökra-
laust. Þá gleymist oft að taka með í
reikninginn að þessu fylgir líka heil-
Líf með kríli er ekki
alltaf á rósrauðu skýi
Fæðing barns og fyrsta skeiðið í lífi þess hefur á ýmsan hátt áhrif á parasamband
foreldranna. Því er mikilvægt að foreldrarnir búi sig saman undir það að breytast
frá því að vera tvö ein í þrjá einstaklinga. Á námskeiðinu „Að verða gott foreldri"
er miðlað af þekkingu Sigrúnar Júlíusdóttur, prófessors í félagsráðgjöf, um þetta.
Morgunblaðið/Ásdís
Barneignir Fólk eignast nú sitt fyrsta barn síðar en áður var.
Það er ekki hægt að segja annað en
að vefsíðan telltaleblog.com sé fal-
lega skreytt og krúttlegt blogg. Um
leið er það fullt af sögum sem höf-
undurinn Alexandra semur og setur á
bloggið sitt. Hún byggir sögurnar á
sínu daglega lífi og því sem hrífur
hana í því og veitir innblástur. Alex-
andra er einnig áhugaljósmyndari og
skreytir síðuna sína með fallegum
ljósmyndum frá ferðalögum sínum.
Hún tekur einnig að sér brúðkaups-
myndatökur og er krækja á vefsíðu út
af blogginu. Flottar myndir sem vafa-
laust geta veitt einhverjum inn-
blástur. Það er gaman að detta inn í
vangaveltur, dagdrauma og hug-
myndir fólks og telltaleblog.com er
sannarlega góður staður til að
gleyma sér og láta sig dreyma svo-
litla stund.
Vefsíðan www.telltaleblog.com
Morgunblaðið/Eggert
Dagdraumar Gott er að láta sig dreyma um hlýtt sumarkvöld í kuldanum.
Fallega skreyttir dagdraumar
Félag markþjálfunar á Íslandi stendur
fyrir markþjálfunardeginum sem
haldinn verður í fyrsta sinn í dag.
Margir af færustu markþjálfum lands-
ins verða með glæsileg erindi frá kl.
8.30 til kl 19. Þetta er kjörið tækifæri
til þess að fræðast um spennandi fag,
eflast í lífi og starfi, fá hugmyndir og
innblástur og byrja árið með krafti.
Markþjálfun er ört vaxandi grein
um allan heim og hefur verið að ryðja
sér til rúms á Íslandi á undanförnum
árum. Á ensku nefnist markþjálfun
„coaching“ og er oft talað um „life
coaching“ eða „executive coaching“.
Hvort sem markþjálfun er nýtt fyrir
persónuleg eða starfstengd viðfangs-
efni, þá er markþjálfun aðferðafræði
sem er komin til að vera.
Að láta hugmyndir
verða að veruleika
Á erlendri grundu er markþjálfun
þekkt grein og hafa margir vel þekktir
einstaklingar lýst því yfir að mark-
þjálfun sé leyndardómurinn á bak við
farsæld þeirra.
Markþjálfun er nokkurskonar
stefnumótun fyrir líf og starf og mið-
ar að því að fólk nái hámarksárangri
og látir markmið sín og drauma ræt-
ast. Markþjálfun hvetur einstaklinga
sem og hópa til þess að skoða núver-
andi stöðu og stefnu, forgangsraða
hvað skiptir mestu máli og vera skap-
andi í uppbyggilegum aðgerðum í átt
að eftirsóknarverðri útkomu.
Markþjálfun byggist á skapandi
samtalsaðferð sem ýtir við og hvetur
fólk til þess að láta hugmyndir verða
að veruleika. Ekki er óalgengt að þeir
einstaklingar og hópar sem starfa
með markþjálfa fari reglulega fram úr
eigin væntingum.
Hægt að velja milli 11 erinda
Miðaverð á markþjálfunardeginum
er 3.900 kr. og eru öll erindi dagsins
innifalin í miðaverði. Hægt er að velja
um og á milli ellefu áhugaverðra er-
inda og fást miðar á Miði.is.
Finna má upplýsingar um viðburð-
inn og fyrirlesara á síðu félagsins;
www.markthjalfun.is.
Einnig er hægt að finna félagið á
Facebook undir markþjálfun.is
Endilega …
… tékkið á markþjálfunar-
deginum sem er í dag
Markþjálfari María Lovísa fjallar um
markþjálfunarkúltúr í fyrirtækjum.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Kynlíf breytist einnig við meðgöngu, fæðingu barns og á fyrsta ári en Sig-
rún segir þær breytingar afar misjafnar eftir einstaklingum og ekki sé
hægt að gefa út einfaldar leiðbeiningar hvað það varðar. Fólki geti liðið
þannig að því finnist, bæði líkamlega og tilfinningalega, kynlíf ekki geta
farið saman við að gefa barni brjóst eða hafa lítið barn inni hjá sér. Rétt
eins og fólk geti oft ekki hugsað sér kynlíf sé það í djúpri sorg. Ekkert sé
rétt eða rangt í þessu heldur þurfi hver og einn að skilja sínar tilfinningar
og þarfir og vera óhrædd/ur að tjá sig um þær við maka sinn.
Tjáskipti við makann mikilvæg
KYNLÍF OG BARNEIGNIR
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
RV
0113
RV birginn þinn - í skrifstofuvörum
Vönduðbréfabindi ímiklu úrvaliVerð frá
288 kr./stk.
Ljósritunar-prentpappír500 bl/búntVerð frá
499 kr.
12 stk.Trélitir
297 kr.
Reiknivélar10 stafa
1.598 kr.