Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 39
einkum sem framleiðandi en auk þess ýmist sem leikstjóri, kvik- myndatökumaður og/eða handrits- höfundur. Má þar nefna mannlífs- þætti á borð við Þjóðlíf; Ekki ég; Með allt á þurru, og Helgi Tóm- asson ballettdansari, leiknu sjón- varpsbarnaþættina Eftirminnileg ferð og Á fálkaslóðum, og leiknu stuttmyndina Slysavarnarspæj- arinn, fræðslumynd um slysavarnir barna sem gerð var fyrir Slysa- varnafélag Íslands. Undanfarin ár hafa verið sýndir hjá RÚV þættir um vísindi og ný- sköpun á Íslandi sem Valdimar hef- ur unnið með Ara Trausta Guð- mundssyni. Þeir nýjustu, Völundur, voru sýndir í desember sl. Valdimar hefur auk þess gert fjölda heimilda- og kynningamynda fyrir ýmsar stofnanir og fyrirtæki, s.s. Landsvirkjun, Landgræðslu rík- isins, Skógrækt ríkisins, Rauða kross Íslands, Hitaveitu Reykjavík- ur, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Ríkisspítala, Félag aldraðra, Seðla- banka Íslands, Póst og síma, Lands- símann, Vatnajökulssafnið, Forn- leifastofnun Íslands, Urlce rannsóknir ehf., Kaupás, Samtök iðnaðarins og Minjavernd. Valdimar var veitt Fjölmiðlavið- urkenning umhverfisráðuneytisins árið 2000, fyrir myndina Þingvalla- vatn – á mörkum austurs og vest- urs. Fjölskylda Eiginkona Valdimars er Bryndís Kristjánsdóttir, f. 9.3. 1954, blaðamaður og leiðsögumaður. Hún er dóttir Kristjáns Péturs Arn- grímssonar, f. 26.6. 1929, leiðsögu- manns og rithöfundar, og Önnu Dís- ar Björgvinsdóttur, f. 26.2. 1936, húsfreyju. Börn Valdimars og Bryndísar eru Arnar Steinn Valdimarsson, f. 10.11. 1975, viðskiptafræðingur en dóttir hans og Söru Bjarkar Hauksdóttur er Sigríður Ylfa, f. 19.12. 1997; Egill Valdimarsson, f. 28.9. 1984, nemi, og Anna Katrín Valdimarsdóttir, f. 19.10. 1991, nemi. Systkini Valdimars eru Hlíf Leifs- dóttir, f. 31.3. 1940, ritari, og Guð- mundur Leifsson, f. 6.12. 1943, vél- virki. Foreldrar Valdimars voru Leifur Guðmundsson, f. 30.5. 1910, d. 25.5. 1986, framkvæmdastjóri í Reykjavík, og Katrín Sigríður Han- sen Valdemarsdóttir, f. 24.8. 1917, d. 6.6. 1977, verslunarmaður. Farin í fríið Valdimar og Bryndís, á Riad Flam i Marrakech, þar sem þau dvelja þessa dagana. Úr frændgarði Valdimars Leifssonar Valdimar Leifsson Þorvaldur Jón Skúlason Sívertsen bókbindari í Arney og Hrappsey, systkinabarn við þá Thoroddsenbræður: Skúla, alþm. og ritstj., afa Þránds kvikmyndagerðarmanns og Skúla Halldórsson tónskáld; Sigurð landverkfræðing, föður Gunnars Thoroddsen; Þórð, alþm. og lækni, föður Emils tónskálds og Þorvald náttúrufræðing Helena Sívertsen Ebenesardóttir húsfsr. í Arney og Hrappsey Hlíf Hansen húsfr. í Rvík Valdemar Hansen forstj. í Rvík af dönskumættum Katrín Sigríður Hansen húsfr. í Rvík Jórunn Júlíana Ingimundardóttir húsfr. á Hofsstöðum og á Ísafirði Þorlákur Magnússon smiður og póstur á Hofsstöðum og á Ísafirði Nikolina Henrietta Katrín Þorláksdóttir húsfr. á Ísafirði Guðmundur Guðmundsson bakari á Ísafirði Leifur Guðmundsson framkvæmdastj. Mjólkurfélags Reykjavíkur Jónína Jónsdóttir húsfr. á Ísafirði Guðmundur Bjarnason hringjari á Ísafirði Ebeneser Sívertsen líkkistusmiður á Ísafirði Þorleifur Sívertsen úrsmiður í Rvík Jón Sívertsen skólastjóri VÍ ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 Jón fæddist á Bugðustöðum íHörðudal 24.1. 1931. For-eldrar hans voru Samson Jónsson, bóndi á Bugðustöðum í Hörðudal, og k.h., Margrét Krist- jánsdóttir húsfreyja. Samson var sonur Jóns, b. á Höfða í Þverárhlíð Guðmundssonar, og Maríu Jónsdóttur, b. á Höfða í Þverárhlíð Helgasonar. Margrét var dóttir Kristjáns, kennara á Höskuldsstöðum Jó- hannssonar, og Kolþernu Guð- brandsdóttur. Eiginkona Jóns var Helga Jó- hannsdóttir sem var fulltrúi á tón- listardeild RÚV og starfaði við Stofnun Árna Magnússonar, og eignuðust þau fjórar dætur. Jón lauk meistaraprófi í íslensk- um fræðum frá HÍ 1960, fór þá í framhaldsnám til Kaupmannahafnar og vann við rannsóknir á íslenskum kveðskap og handritum eftir siða- skipti í Árnastofnun 1962-68. Jón var lektor í nútímaíslensku við Kaupmannahafnarháskóla 1963- 68 og var síðan sérfræðingur á Handritastofnun Íslands, síðar Stofnun Árna Magnússonar á Ís- landi, frá 1968. Hann var stunda- kennari í íslenskum bókmenntum eftir siðaskipti og þjóðkvæðum við HÍ frá 1968 og vann að þjóðfræða- söfnun ásamt konu sinni um allt land, fyrst á eigin vegum, síðar á vegum handritastofnunar og Rík- isútvarpsins 1969-71. Jón sat í stjórn Félags ungra þjóðvarnarmanna og var félagi í Vís- indafélagi Íslendinga frá 1975 og rit- ari félagsins 1977-79. Jón skrifaði ritgerðir í tímarit og safnrit og gaf m.a. út: séra Bjarni Gissurarson í Þingmúla; Sólarsýn. Kvæði, 1960; Kvæði og dansleikir I- II, 1964, og Recensus poetarum et scriptorum Islandorum, íslenskt rit- höfundatal, eftir Pál Vídalín, 1985. Hann var ritstjóri Nordens Litterat- ur; Redigeret af Mogens Brönsted, 1972, meðrithöfundur; Íslensk mið- aldahandrit, meðritstjóri; Skarðs- bók 1981; Helgastaðabók 1982, og sat í ritnefnd þjóðkvæðtímaritsins Sumlen sem kemur út í Stokkhólmi. Jón lést 16.9. 2010. Merkir Íslendingar Jón Sam- sonarson 100 ára Fanný Sigurðardóttir 95 ára Halla Sæmundsdóttir 90 ára Jóna Guðný Jónsdóttir Lára Jóhannesdóttir Sigríður Þorsteinsdóttir 85 ára Dóra Guðmundsdóttir Magðalena Stefánsdóttir Sigríður Alfreðsdóttir 80 ára Gísli Jakob Alfreðsson Guðmundur Rögnvaldsson Jón Bjarni Jónsson 75 ára Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir Sveinn E. Jóhannsson 70 ára Ásbjörn Guðmundsson Hanna Guðmundsdóttir Jóhannes I. Friðþjófsson 60 ára Árni Ragnar Rósantsson Gunnar Gunnarsson Hrafnhildur Óttarsdóttir Hrafnkell S. Gíslason Ingibjörg Lára Harðardóttir Jason Ívarsson Jóhanna Helgadóttir Krzysztof Józef Woskresinski Margrét Ásgeirsdóttir Sigrún Hlíf Gunnarsdóttir Sigurður G. Þórarinsson Sigurgeir Arnarson Þorsteinn Veigar Árnason 50 ára Edda Björk Þorvaldsdóttir Frímann Þór Þórhallsson Guðlaugur Hilmarsson Guðni Þórhallur Tómasson Halldór Carlsson Helga Sigurlaug Sigurðardóttir Ingþór Karlsson Jónas Sturla Sverrisson Jón Marteinn Jónsson Katrín Harðardóttir Kristinn Jón Guðmundsson Kristín Sigurðardóttir Magnús Hermannsson Páll Scheving Ingvarsson Sara Leifsdóttir Þorsteinn Haraldsson 40 ára Ágúst Andri Eiríksson Ester Andrésdóttir Guðný Sif Guðmundsdóttir Jóhannes Þór Skúlason Pálmar Pétursson Solandza Nauciene Tatjana Stepanova Þorbjörg Guðmundsdóttir 30 ára Cuicui Luo Drífa Hrund Guðmundsdóttir Elfa Björk Hermannsdóttir Finney Rakel Árnadóttir Finnur Eiríksson Gísli Einarsson Jóna Draumey Hilmarsdóttir Kristjana María Kristjánsdóttir Martin Knoglinger Sólbjörg Björnsdóttir Zaneta Patrycja Kusmierska Til hamingju með daginn 30 ára Lísbet nam iðju- þjálfunarfræði við HA. Maki: Tryggvi J. Óm- arsson, f. 1980, að ljúka sveinsprófi í húsasmíði. Börn: Styrmir Reykjalín, f. 2012, og Draupnir Reykjalín, f. 2012. Fóstursonur: Bjarni Ísak, f. 2002. Foreldrar: Guðlaug J.S. Carlsdóttir, f. 1956, dag- amma, og Elvar Reykjalín Jóhannesson, f. 1954, for- stjóri Ekta fisks. Lísbet Reykjalín Elvarsdóttir 40 ára Þórir ólst upp á Ási í Nesjum á Hornafirði, hefur unnið við véla- og járnsmíði og starfar hjá Grásteini ehf. Dætur: Helena Mary, f. 2003, og Hekla Margrét, f. 2004. Foreldrar: Sigurður Hreinn Björnsson, f. 1941, fyrrv. grunnskólakennari og vélamaður á Sauð- árkróki, og Ingibjörg Sig- urbergsdóttir, f. 1947, fjármálastjóri í Garðabæ. Þórir Gísli Sigurðsson 30 ára Ingunn ólst upp í Reykjavík, Svíþjóð og á Ísafirði, lauk MAcc-prófi í reikningshaldi og endur- skoðun við HÍ og starfar nú á endurskoðunarsviði hjá Deloitte. Maki: Sigurður Már Dav- íðsson, f. 1984, kvik- myndagerðarmaður. Foreldrar: Einar Rúnar Axelsson, f. 1959, læknir í Reykjavík, og Ingibjörg Loftsdóttir, f. 1958, líf- eindafræðingur. Ingunn Einarsdóttir Verð kr. 7.950 Verð kr. 12.000 Verð kr. 10.500 Verð kr. 19.000 Verð kr. 20.500 Verð kr. 6.600 Verð kr. 4.900 Verð kr. 5.300 Verð kr. 6.400 LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 - SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660 Gjafir sem gleðja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.