Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013
✝ Helena Hall-dórsdóttir
fæddist í Reykjavík
21. desember 1916.
Hún lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 14.
janúar 2012.
Móðir hennar
var Vilhelmína Sig-
ríður Vilhjálms-
dóttir frá Gerði,
Innri-Akranes-
hreppi og faðir
hennar Helgi Halldórsson. Hálf-
bróðir Helenu sammæðra var
Vilhjálmur Sverrir Valur Sig-
urjónsson, d. 2004. Kjörfor-
eldrar Helenu voru Bjarnfríður
Helga Ásmundsdóttir húsfrú og
Halldór Benedikt Jónsson, út-
gerðarmaður. Hjá þeim naut
hún ástríkrar æsku og unglings-
ára.
Helena giftist Lárusi Bjarna
Árnasyni málara, frá Linda-
brekku, Akranesi. Þau tóku í
fóstur Emilíu Petreu, fv. forst.
Helena starfaði m.a. við versl-
un og hjá Pósti og síma á Akra-
nesi. Hún tók virkan þátt í fé-
lagsstörfum, m.a. Skátafélaginu,
var í stjórn Kvenfélags Akra-
ness, að mestu samfellt frá 1945,
þar af formaður 1962-70. Sat í
stjórn Kirkjukórs Akraness og
Rauða kross deildar Akraness
og var heiðursfélagi í Sambandi
borgfirskra kvenna.
Helena og Lárus slitu sam-
vistum árið 1969. Þá flutti hún til
Reykjavíkur þar sem hún bjó til
dauðadags. Þar hóf Helena að
starfa hjá Reykjavíkurborg, þar
hún vann með Geirþrúði Hildi
Bernhöft að uppbyggingu fé-
lagsstarfs aldraðra. Unnu þær
ásamt fleirum mikið og gott
brautryðjendastarf. Því starfi
sinnti hún til 70 ára aldurs.
Hún eignaðis góðan förunaut,
Þorstein Steinsson frá Vest-
mannaeyjum og bjuggu þau
saman í átta ár, er hann lést
1982.
Síðustu árin átti Helena heima
á Hrafnistu í Reykjavík þar sem
hún hlaut framúrskarandi góða
umönnun.
Helena verður jarðsungin frá
Akraneskirkju í dag, 24. janúar
2013, kl. 14.
dagdeildar Dval-
arheimilisins
Höfða. Hennar for-
eldrar voru Stein-
unn Þórðardóttir
húsfrú frá Grund
Akranesi og Árni
Halldór Árnason,
vélstjóri frá Bol-
ungarvík. Börn
þeirra voru 11 og
eru átta þeirra á
lífi.
Maður Emilíu er Guttormur
Jónsson húsgagnasmiður og
myndlistarmaður og eiga þau
börnin Helenu, myndlistarmann
og lektor við Landbúnaðarhá-
skóla Íslands, og Lárus Bjarna,
málarameistara í Reykjavík.
Helena á drengina Axel Mána og
Guttorm Jón. Kona Lárusar er
Hildur Jónína Þórisdóttir
þroskaþjálfi og eiga þau Þóri
Hlyn, Halldór Kristin, Bárð
Bjarka, Aðalstein Kjartan og
Emilíu Margréti.
Himneskur var janúarmorg-
uninn þegar amma kvaddi þetta
líf. Nýfallinn snjór yfir öllu og
gulblá birta í austri. Þó að þarna
hafi orðið afgerandi skil lífs og
dauða, var hugur ömmu síðustu
árin að mestu kominn í annan
heim þar sem hún dvaldi í góðri
umönnun á hjúkrunardeild
Hrafnistu.
Amma Lena eins og við köll-
uðum hana fæddist árið 1916 og
var því á 96. aldursári er hún lést.
Fyrstu minningar mínar eru
eftir að hún flytur til Reykjavíkur
og er byrjuð að vinna hjá Reykja-
víkurborg. Þá fékk ég oft að fara í
heimsókn, ein eða með vinkonu.
Fjórða hæðin í Álftamýrinni, út-
sýni og sírenuhljóð, sundferðir og
pönnukökur með rjóma á Grill-
inu, eru minningar sveipaðar æv-
intýraljóma. Einnig að vera með
ömmu í vinnunni. Við sátum á
móti hvor annarri nöfnurnar í
reisulega húsinu, Tjarnargötu 11.
Önnur í alvöru skrifstofuvinnu
hin í þykjustu. Svo löbbuðum við í
hádeginu í mötuneyti borgarinn-
ar í Vonarstræti 4. Ég var prins-
essan hennar ömmu, nafna og
uppáhald. Það fann ég þegar hún
kynnti mig. Seinna þegar ég var
komin í háskólanám og amma
flutt á Vesturbrúnina naut ég
þess áfram að vera uppáhalds.
Amma bauð mér í óperuna og á
Terselnum hennar ömmu brunaði
ég um borgina oftar en ekki með
myndlistarvini mína í för. Bensín-
ið yfirleitt í boði ömmu.
Er ég lít á ævistarf ömmu tel
ég mig hafi ekki alltaf metið það
að verðleikum. Hún var tekin í
fóstur og sjálf eignaðist hún ekki
börn en fóstraði mömmu. Með afa
Lárusi ferðaðist hún um heiminn,
bjó erlendis og byggði með afa
fallegt heimili á Melteigi 7 Akra-
nesi. Þar tók amma virkan þátt í
félagsstörfum, skátum, kven-
félagi og kirkjukór. Hún var að-
sópsmikill foringi. Eftir að leiðir
ömmu og afa skildi, flutti amma
til Reykjavíkur. Þau umskipti á
miðjum aldri að fá sér vinnu, taka
bílpróf, flytja í blokk og fleira
hlýtur oft að hafa kostað innri
átök og einmanaleika. Aksturinn
var nú sér kafli en eftir að amma
fékk sjálfskiptan bíl léttist brúnin
á okkur systkinunum. Vorum
orðin vön að fela okkur í aftur-
sætinu þegar gíraskiptingar
gengu skrykkjótt og
bílflauturnar dundu á afturrúð-
unni.
Amma, ásamt Geirþrúði Hildi
Bernhöft vann merkilegt braut-
ryðjendastarf í félagsstarfi aldr-
aðra í Reykjavík. Fyrir utan fast
starf í Tónabæ og síðar Norður-
brún 1, voru skipulagðar metnað-
arfullar ferðir. Þá lögðu þær
grunninn að orlofsdvöl aldraðra,
með Margréti Jónsdóttur að
Löngumýri í Skagafirði og síðar
ferðir erlendis.
Amma var mesti lestrarhestur
sem ég hef kynnst. Ég las líka
mikið en komst ekki með tærnar
þar sem amma hafði hælana. Hún
var alæta; dönsku blöðin, Mogg-
inn, ljóð, fagur- og dægurbók-
menntir. Öllu sporðrenndi hún og
var snögg að því. Þetta sameig-
inlega áhugamál gaf okkur marg-
ar gæðastundir. Eftir starfslok
las hún innihald heilu bókabíl-
anna. Ég sé ömmu fyrir mér
hvíldinni fegna liggjandi út af
með bókastafla, mjólkurglas og
suðusúkkulaði á náttborðinu og
upplesinn Moggann á víð og dreif.
Kærar þakkir, elsku amma
mín og nafna, fyrir samfylgdina.
Helena.
Helena lést á Hrafnistu í
Reykjavík þar sem hún hafði búið
um mörg undanfarin ár. Hún ólst
upp á Akranesi og bjó hún þar til
1969, lengst af á Melteigi 7. Lena
tók mikinn þátt í félagsstarfinu á
Akranesi, var m.a. í stjórn Kven-
félags Akraness frá 1945, þar af
formaður 1962-70; hún var einnig
í stjórn Kirkjukórs Akraness og
Rauðakrossdeildarinnar. Þá var
hún heiðursfélagi í Sambandi
borgfirskra kvenna.
Eftir að Lena flutti til Reykja-
víkur hóf hún störf hjá Reykja-
víkurborg við málefni þau sem
aðallega vörðuðu félagsstarf aldr-
aðra og voru þær Geirþrúður
Bernhöft brautryðjendur í mótun
þess málaflokks og skildu eftir sig
spor sem auðguðu líf aldraðra og
öryrkja. Slík brautryðjendastörf
hentuðu Lenu vel þar sem hún
var að eðlisfari einlæg hugsjóna-
kona. Naut hún sín vel að starfa
með öldruðum.
Því var það að þegar Dvalar-
heimilið Höfði á Akranesi tók til
starfa fyrir 35 árum lá það vel við
að leita til Lenu um góð ráð, og þá
sérstaklega hvað varðaði fé-
lagsþáttinn. Hér var um að ræða
handavinnudeildina og dagvist-
unina sem tók til starfa 1981, og
ekki síst skipulagt félagsstarf
aldraðra á Akranesi og nágrenni
sem tók til starfa árið 1982, en
það fór fram á Höfða og var nýj-
ung hér á landi. Stendur Dvalar-
heimilið Höfði í mikilli þakkar-
skuld við Lenu, sem henni skulu
hér færðar þakkir fyrir.
Ég vil einnig þakka minni
kæru frænku fyrir góð kynni og
samskipti í gegnum árin. Einnig
votta ég aðstandendum samúð
mína.
Ásmundur Ólafsson.
Helena
Halldórsdóttir
✝ Ólafur Jónssonfæddist á Urr-
iðavatni í Fellum 1.
ágúst 1923. Hann
lést á Sjúkrahúsinu
á Egilsstöðum 11.
janúar 2011.
Foreldrar hans
voru hjónin Þórdís
Þórðardóttir og
Jón Ólafsson,
bændur á Urr-
iðavatni.
Ólafur kvæntist Stefaníu Vil-
hjálmsdóttur, f. 13.8. 1939, frá
Giljum á Jökuldal. Hún lést 3.2.
1977. Börn þeirra eru Jón, Sig-
urbjörg, Málfríður
og Vilhjálmur
Þróttur.
Ólafur tók við
búi af föður sínum
1944 og bjó þar til
1988 að dóttir hans
og tengdasonur
tóku við búinu.
Hann átti áfram
heimili á Urr-
iðavatni meðan
heilsa leyfði.
Útför Ólafs verður gerð frá
Egilsstaðakirkju í dag, 24.1.
2013, kl. 14. Jarðsett verður í
heimagrafreit á Urriðavatni.
Látinn er á 90. aldursári
Ólafur Jónsson, óðalsbóndi á
Urriðavatni í Fellum, Fljóts-
dalshéraði. Tvö síðustu æviárin
átti hann við erfiðan sjúkdóm
að etja en þótt líkamlegu
ástandi tæki að hraka undir lok-
in hélt hann samt andlegri reisn
sinni nær allt til hins síðasta.
Hann vissi á ævikvöldi sínu
mætavel að hverju dró en tók
þeim örlagadómi með sýnilegu
jafnaðargeði og lét þá vissu
hvergi raska sálarró sinni. Ólaf-
ur á Urriðavatni var alla tíð hið
mesta prúðmenni í framkomu,
glöggsýnn, viðræðugóður og
réttsýnn, áhugasamur bæði um
menn og málefni og ætíð um-
talsgóður; lagði það síst í vana
sinn að hallmæla nokkrum
manni eða leggja öðrum illt til.
Kona Ólafs var Stefanía Vil-
hjálmsdóttir frá Giljum á Jök-
uldal, mæt kona; þeim varð
fjögurra barna auðið. Stefanía
lést árið 1977 langt um aldur
fram. Ólafur var raungóður ná-
granni sem Fellamönnum var
almennt hlýtt til, var vinsæll og
vel látinn af sveitungum sínum
og öðrum þeim sem til hans
þekktu; hefur raunar löngum
verið svo um ættmenn hans á
Urriðavatni, að það fólk hefur
þótt traust, raungott og vinfast.
Ólafur var góð skytta og stund-
aði nokkuð veiðar á yngri árum,
lá á grenjum og skaut líka villi-
mink eftir að hans tók að gæta í
sveitinni. Í búsýslu var Ólafur
framsýnn framkvæmdamaður
og ötull starfsmaður; hann vann
löngum að verulegum jarðar-
bótum á Urriðavatni, jók til
muna túnrækt, fékkst um sinn
nokkuð við kornrækt og garð-
rækt, stækkaði jafnframt bú-
stofninn mjög og bjó jafnan
góðu búi. Þá var það einnig í
hans anda og honum ánægju-
efni að hafin var skógrækt á
nokkrum hluta jarðarinnar, þ.e.
á Vatnsási sunnan við bæinn, að
frumkvæði dóttur Ólafs og
tengdasonar, og getur þar nú
þegar að líta vöxtulegan nokk-
urra hektara skógarteig sem
setur hlýlegan svip á umhverfið.
Ólafur var einn af hvatamönn-
um þess, að jarðhiti sá, sem
leyndist í svonefndum Tusku-
vökum á botni Urriðavatns, sem
bújörð hans er kennd við, yrði
nýttur til almannaheilla með
lagningu hitaveitu fyrir þéttbýl-
ið í Fellabæ og Egilsstaðakaup-
stað. Sú framkvæmd bætti til
muna búsetuskilyrði á svæðinu,
jók jafnframt möguleika á fjöl-
breyttara atvinnulífi og styrkti í
reynd iðkun íþrótta þar nær-
svæðis. Það framfaraspor var
Ólafi mjög að skapi.
Meðan á sjúkrahúsvistinni
stóð var Ólafur að vísu oft mjög
þjáður, en hugur hans þó alla
tíð bundinn heimahögunum;
hann vildi vita hvernig búskap-
urinn gengi heima á Urriða-
vatni, hvernig hans nánustu liði,
hvernig sveitungum hans vegn-
aði og hvað væri markvert að
gerast í fjórðungnum. Sveitin
hafði alla tíð verið hans rétta
lífssvið, þar vann hann sitt ævi-
starf af trúmennsku, þar lágu
rætur hans, þar sló hjarta hans.
Hann var drengur góður,
vammlaus maður og vel virtur.
Löngum og farsælum æviferli
er þá lokið: Blessuð sé minning
Ólafs Jónssonar á Urriðavatni.
Börnum hans og öðrum vanda-
mönnum votta ég samúð við
fráfall hans, – sjálfur sakna ég
vinar í stað.
Halldór Vilhjálmsson.
Ólafur Jónsson
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
BIRGIR ÁGÚSTSSON
vélvirki,
Hraunbæ 84,
lést þriðjudaginn 22. janúar á krabbameins-
deild Landspítalans við Hringbraut.
Starfsfólki heimahjúkrunar Karitas og deildar
11 E, Landspítala, eru færðar bestu þakkir
fyrir alúð og góða umönnun.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Edda Kjartansdóttir,
Kjartan Birgisson, Guðrún Sæmundsdóttir,
Ágúst Birgisson, Sigurður Rúnar Sigurðsson,
Jóhanna Birgisdóttir, Björn Hörður Jóhannesson,
Auður Edda Birgisdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRUNN STEFÁNSDÓTTIR,
Hamraborg 30,
lést þriðjudaginn 22. janúar á hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
mánudaginn 28. janúar kl. 15.00.
Elísabet Haraldsdóttir, Guðmundur Hansson,
Ragnheiður Haraldsdóttir,
Valgerður Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Okkar ástkæra
SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
Bræðraborgarstíg 7,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 22. janúar.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
1. febrúar kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag
Reykjavíkur.
Guðmundur Guðmundsson,
Kristján Gylfi Guðmundsson,
Eyrún Guðmundsdóttir, Unnar Bragi Bragason,
Brynhildur Guðmundsdóttir, Jón Valgeirsson,
Borghildur Guðmundsdóttir, Kolbeinn Sveinbjörnsson,
Kristrún, Lúkas, Tryggvi, Felix, Emil Bragi, Eva Karen,
Guðmundur, Hildur, Sólveig.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og
langafi,
LÁRUS A. GUÐBRANDSSON,
Vallarbraut 2
(Ólafslundi),
Njarðvík,
lést aðfaranótt laugardagsins 19. janúar á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn
1. febrúar kl. 14.00.
Jenný L. Lárusdóttir, Smári Friðjónsson,
Guðbrandur A. Lárusson,
Árni Þór Lárusson, Stefanía Gunnarsdóttir,
Hulda Dagmar Lárusdóttir,
Rúnar O. Guðbrandsson, Ragnheiður Júlíusdóttir,
Kristín Guðbrandsdóttir,
barnabörn og langafabörn,
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR,
Únna,
Ljósheimum 6,
Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn
20. janúar.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 25. janúar
kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeildina í
Kópavogi.
Árni Guðni Einarsson, Rannveig María Jóhannesdóttir,
Böðvar Einarsson, Guðbjörg Halldórsdóttir,
Ellert Valur Einarsson, Þórunn Alfreðsdóttir,
Guðjón Magni Einarsson, Sif Guðmundsdóttir,
Hjördís Einarsdóttir, Ólafur Bjarnason,
Elín Einarsdóttir, Jóhann Helgason,
Jón Páll Einarsson, Tina Jepsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
BJÖRG JÓNÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Hemru í Skaftártungu,
sem lést í Brákarhlíð, hjúkrunar- og
dvalarheimili í Borgarnesi, miðvikudaginn
16. janúar, verður jarðsungin frá Grafarkirkju
í Skaftártungu laugardaginn 26. janúar kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð
Brákarhlíðar.
Brynrún Bára Guðjónsdóttir,
Katrín Sigrún Guðjónsdóttir,
Kristín Guðjónsdóttir, Rúnar Viktorsson,
Þórir Páll Guðjónsson, Helga Karlsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.