Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessi plata er stórt stökk fyrir mig, en hún varð til úr mörgum litlum hænufetum enda búin að vera þrjú ár í vinnslu,“ segir tón- listarmaðurinn Jón Þór Ólafsson um fyrstu sólóbreiðskífuna sína, Sérðu mig í lit?, sem hann sendi frá sér síðla síðasta árs og fylgdi eftir með útgáfutónleikum fyrir skemmstu. Á plötunni eru tíu frumsamin lög og textar eftir Jón Þór, en hann syngur, leikur á gítar, slagverk og orgel á plötunni. Jón Þór er fyrrverandi söngvari og gítarleikari hljómsveitanna Lödu Sport og Dynamo Fog. „Á þeim tíma samdi ég alla tónlist á ensku, en fékk á endanum ógeð á því. Mér fannst ég ekki lengur vera að geta neitt nýtt og spennandi. Sumarið 2009 samdi ég óvart lag á íslensku og þá fór boltinn einhvern veginn að rúlla,“ segir Jón Þór og vísar þar til lagsins „Lengra en sól- in sér“ sem er lokalag nýju plöt- unnar. Spurður í hverju munurinn á því að semja á ensku annars veg- ar og íslensku hins vegar felist svarar Jón Þór: „Þegar maður semur á íslensku þarf maður að meina það sem maður er að segja. Þannig stendur textinn nær hjarta- rótum manns og allt verður miklu viðkvæmara og á sama tíma ná- kvæmara,“ segir Jón Þór. Næturhneigðir textar Spurður um titil plötunnar segir Jón Þór hann vísa í samnefnt lag á plötunni. „Lagið fjallar um drauma og pælingar mínar um það hvort mann dreymir í lit eða svart/hvítu. En titillinn felur líka í sér spurn- ingu um það hvort menn sjá mig í lit og fyrir það sem ég er,“ segir Jón Þór og bætir við: „Þegar ég var búinn með plötuna áttaði ég mig á því að textanir eru allir mjög næturhneigðir. Þeir eru allir um nóttina, næturlífið og svefnleysi. Það var hins vegar ekki planað.“ Óhætt er að segja að tónlistin sem heyrist á plötunni sé býsna kröftug og því leikur blaðamanni forvitni á að vita hverjir séu helstu áhrifavaldar Jón Þórs. „Ég er mjög svag fyrir lagrænni tónlist, en hún má hins vegar ekki verða of froðu- kennd. Mig langaði því til að hafa tónlistina mjög melódíska en á sama tíma skítuga,“ segir Jón Þór og tekur fram að hann sé undir miklum áhrifum frá íslensku dæg- urpoppi og nefnir í því samhengi Mannakorn, Sálina hans Jóns míns og Eyjólf Kristjánsson. „Á sama tíma hef ég líka hlustað mikið á plöturnar Dýralíf með Lipstick og Lykil að skírlífsbelti með Númer Núll sem og hljómsveitirnar Nada Surf og Waters.“ Spurður hvað sé framundan hjá honum segist Jón Þór ætla að fylgja plötunni eftir með meiri spilamennsku. „Næsta sumar ætlar skoska útgáfufyrirtækið Too Many Fireworks síðan að gefa út þrjú lög af nýju plötunni með enskum texta sem ég er að semja um þessar mundir. Með vorinu er einnig væntanleg plata sem ég hef verið að vinna með Axel Flex Árnasyni í dúett okkar sem nefnist Love & Fog.“ „Íslenskir textar eru nær hjartarótum manns“ Ljósmynd/Dayla Lutz Frumraun „Ég er mjög svag fyrir lagrænni tónlist, en hún má hins vegar ekki verða of froðukennd,“ segir Jón Þór höfundur Sérðu mig í lit?  Sérðu mig í lit? nefnist fyrsta sóló- skífa Jóns Þórs Sigurður Guðjónsson opnar sýn- inguna Næturvarp í Skúrnum, menningarhúsinu að Grenimel 7-9, í kvöld kl. 20. Fyrir Skúrinn hefur Sigurður unnið nýtt myndbands- verk sem ber titilinn Næturvarp og segir um það í tilkynningu að grænt ljós og láréttar svartar línur lýsi upp skúrinn og þar með sé sýning- arstaðurinn og umhverfið sjálft orðið að efniviði. Áhorfendur fylg- ist með næturvarpinu gegnum gluggann og hljóðin berist gegnum veggi og gler. Sigurður lauk BA- gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og stundaði fram- haldsnám við Listaakademíuna í Vín 2003-4. Verk hans hafa verið sýnd á fjölmörgum einka- og sam- sýningum hér á landi sem og er- lendis og hefur hann m.a. tekið þátt í tvíæringnum í Liverpool á Eng- landi. Sýningin í Skúrnum verður opin milli kl. 20 og 8 alla daga og lýkur eftir mánuð. Næturvarp Sig- urðar í Skúrnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Varp Sigurður sýnir í Skúrnum. Dóra Ísleifs- dóttir, grafískur hönnuður og prófessor við Listaháskóla Ís- lands, og Guðrún Lilja Gunnlaugs- dóttir, hönnuður hjá Studiobility, halda fyrirlestur um hönnun, hönnunarferli og hvernig hönnun og aðferðir hennar nýtast sam- félaginu í Hafnarhúsinu í kvöld kl. 20. Dóra fjallar um hugmyndir og kenningar um hönnun og hönn- unarferli, veltir upp spurningum um hvað þurfi til að vera skapandi og hvernig sköpunargáfa og nota- gildi geta farið saman, skv. tilkynn- ingu. Guðrún mun velta því fyrir sér hvernig hönnuðir framtíð- arinnar verði, hvað hönnuðir hafi fram að færa fyrir þróun samfélaga og hvað samfélag og atvinnulíf geti lært af hönnuðum. Fyrirlestrinum lýkur kl. 21.30. Hvað hafa hönn- uðir fram að færa? Dóra Ísleifsdóttir Sýning á olíumálverkum Aleks- öndru Babik stendur nú yfir í Eið- isskeri, sal bókasafnsins á Seltjarn- arnesi. Aleksandra er frá Makedón- íu en býr hér á landi og auk þess að vera listmálari gegnir hún starfi starfsmannastjóra sendiráðs Bandaríkjanna. Aleksandra mun veita leiðsögn um sýningu sína í dag kl. 17. Sýningu lýkur 30. jan. Aleksandra Babik sýnir í Eiðisskeri Litríkt Málverk eftir Aleksöndru. Það hlaut að koma að því aðspennubók yrði skrifuð útfrá hugsanlegum afleiðing-um loftslagsbreytinga. Finninn Antti Tuomainen hefur sent frá sér bókina Græðarann og er ekki skemmt yfir stöðu mála í náinni framtíð. Bókin er hins vegar ágætur krimmi. Græðarinn gerist í Helsinki og ýtir ekki beint undir bjartsýni í sambandi við framtíð- ina. Regntímabil ríkir á svæðinu hálft árið með tilheyrandi flóð- um, þurrkar þjaka íbúa á sumrin og framandi skordýr gera mönnum lífið leitt. Fólk hefur ekki efni á einu né neinu, yfirstandandi stríð eða vopn- uð átök eru innan Evrópusambands- ins, hætta á að farsótt á flóðasvæð- um Bangladesh breiðist út um alla Asíu, hætta á stríði milli Indlands og Kína vegna deilna um vatnsbirgðir, landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó eru lokuð, flugskeytaárásir Mexíkóa á Los Angeles og San Díegó fylgja í kjölfarið, eldar geisa í skógum Amason, farsóttarviðvaran- ir eru vegna H3N3, malaríu, berkla, ebólu og svarta dauða og áætlað að 650 til 800 milljónir manna séu á flótta. Íbúar hafa til dæmis flúið frá suðurhluta Spánar og Ítalíu. Norðrið er draumastaðurinn þar sem Norð- ur-Kanada er sem himnaríki á jörðu. Í öllum þessum hörmungum ríkir stjórnleysi. Menn myrða vinstri, hægri og Græðarinn segist vera mál- svari veraldar á leið til tortímingar, myrðir þá sem að hans mati hafa flýtt fyrir loftslagsbreytingunum. Yfirvöld hafa hvorki tíma né mann- skap til að eltast við morðingja og hvað þá að leita að týndri blaðakonu. Þá kemur til kasta elskhugans og um það fjallar sagan, leit eiginmannsins að eiginkonunni. Þetta er að mörgu leyti ógeðfelld saga. Vonleysið er algjört og nær alls staðar komið að lokuðum dyrum. Ofbeldið er gegndarlaust en þrátt fyrir miskunnarleysið örlar enn á manngæsku. Þrátt fyrir allt er von. Sagan er hrein og bein, andrúms- loftið kalt og fráhrindandi. Framtíð- arsýnin er svört en þar sem er kær- leikur þar er ást og hún getur gert kraftaverk. Antti Tuomainen tengir þessa hluti vel og fyrir vikið er tölu- verð spenna í Græðaranum. Sagan er vel skrifuð og það er ánægjulegt að lesa loks bók í styttri kantinum. Von í vonleysinu Spennusaga Græðarinn bbbbn Eftir Antti Tuomainen. Sigurður Karls- son þýddi. 227 bls. Kilja. Mál og menn- ing 2012. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Ljósmynd/Anneli Salo Spenna Antti Tuomainen. “IT’S PART JASON BOURNE, PART DIRTY HARRY.” -EMPIRE  -TOTAL FILM -THE HOLLYWOOD REPORTER  NAOMI WATTS TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 100/100 „Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir sem fólk verður að sjá á árinu.“ 100/100 „Ógnvænlega vel gerð.“ NAOMI WATTS TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA - ÞÞ, FRÉTTATÍMINN  "SKOTHELD Í ALLA STAÐI!" - HELGI SNÆR SIGURÐSSON, MORGUNBLAÐIÐ “AÐDÁENDUR TARANTINO VERÐA EKKI FYRIR VONBRIGÐUM.” BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM FRÁBÆR MYND MEÐ GERALD BUTLER OG ELISABETH SUE “SURPRISING” -ROGER EBERT “SOLID PERFORMANCES” -HOLLYWOOD REPORTER MÖGNUÐ NÝ ÍSLENSK MYND 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR -SÉÐ & HEYRT/VIKAN “THE BEST FILM OF “SPELLBINDING DGA AWARD NOMINEE BEST DIRECTOR PGA AWARD NOMINEE BEST PICTURE OF THE YEAR WGA AWARD NOMINEE BEST ADAPTED SCREENPLAY SAG AWARD® N O M I N A T I O N S OUTSTANDING PERFORMANCE BY A MALE ACTOR IN A SUPPORTING ROLE OUTSTANDING PERFORMANCE BY A CAST IN A MOTION PICTURE 2 ACADEMY AWARD ® NOMINATIONS7 INCLUDING BEST PICTURE GRANT HESLOV BEN AFFLECK GEORGE CLOONEY WINNER BEST PICTURE  BEST DIRECTOR CRITICS’ CHOICE AWARDS BEN AFFLECK WINNER BEST PICTURE  BEST DIRECTOR GOLDEN GLOBE® AWARDS DRAMA 7 TILNEFNING R TILÓSKARSVERÐLAUNA BESTA MYND BESTA YND BESTA MYND BESTI LEIKSTJÓRI BESTI LEIKSTJÓ I SIGURVEGA I MEÐAL ANNARS SIGURVEGA I ENN EITT STÓRVIRKIÐ FRÁ TARANTINO.” -GÍSLI FREYR VALDÓRSON, VIÐSKIPTABLAÐIÐ  EGILSHÖLLÁLFABAKKA VIP XL KL. 5:50 - 8 - 10:30 CHASING MAVERICKS KL. 8 - 10:30 JACK REACHER KL. 5:20 - 8 - 10:40 JACK REACHER VIP KL. 5:20 - 8 HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY3D KL. 5 - 8:30 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 5:50 KRINGLUNNI XL KL. 5:50 - 8 - 10:10 JACK REACHER KL. 5:20 - 10:20 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30 SINISTER KL. 8 DJANGO UNCHAINED KL. 5 - 8 - 10:30 CHASING MAVERICKS KL. 6 - 8 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 LIFE OF PI3D KL. 5:20 ARGO KL. 10:30 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK DJANGO UNCHAINED KL. 8 XL KL. 8 CHASING MAVERICKS KL. 10:10 AKUREYRI XL KL. 8 CHASING MAVERICKS KL. 10:10 JACK REACHER KL. 10:10 THE IMPOSSIBLE KL. 8 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á -MBL  -FBL 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.